Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Atli Ísleifsson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 6. júní 2022 15:10 Frá blaðamannafundinum í Elliðaárdalnum í dag. Vísir/Vésteinn Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. Þetta kom fram á blaðamannafundi við stöðvarstjórahúsið í Elliðaárdal klukkan 15 í dag þar sem nýr meirihluti var kynntur. Það voru oddvitar flokkanna, Dagur B. Eggertsson, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Einar Þorsteinsson sem kynntu samstarfssáttmálann sem flokkarnir hafa gert með sér fyrir komandi kjörtímabil. Þórdís Lóa verður forseti borgarstjórnar, Dóra Björt mun fara fyrir stækkuðu umhverfis- og skipulagsráði og Einar mun leiða borgarráð til að byrja með en tekur svo við borgarstjórastólnum í byrjun árs 2024. Dagur mun áfram gegna embætti borgarstjóra til ársloka 2023 og mun þá taka við sem formaður borgarráðs. Áframhaldandi velferð og aukin uppbygging í húsnæðismálum Um meirihlutann sagði Einar að hann hafi verið eini raunhæfi möguleikinn. Hér hafi verið fjórir ólíkir flokkar með ólíkar stefnur í mörgum málum en þó með sameiginlega sýn í mörgum öðrum málum. Kosningabaráttan hafi hins vegar leitt í ljós kröfu um breytingar í húsnæðismálum, samgöngumálum og ýmsum velferðarmálum. „Og ég held að það sé óhætt að segja að við náðum mjög vel saman utan um þessi mál í okkar viðræðum. Og er þakklátur fyrir það að við vorum öll lausnamiðuð, samstarfsfús og mjög einbeitt í því að ná saman texta sem tryggir áframhaldandi vegferð í borginni, velferð og aukna uppbyggingu í húsnæðismálum.“ Það sé meirihlutasáttmálinn, sem telur 33 síður, en á fyrstu síðum hans er farið yfir fyrstu breytingarnar sem á að ráðast í. Einar Þorsteinsson fær borgarstjórastólinn í 30 mánuðiVísir/Ragnar Áhersla á lofstlagsmál og græna þróun Dóra Björt tók til máls á eftir Einari. Hún sagði að áherslur Píratar endurspegluðust vel í loftslagsmálunum sem væru leiðarljós í meirihlutasáttmálanum. Hún sagði það birtast í því að umhverfismál væru tekin aftur inn í skipulagsmálin með sameiginlegu ráði umhverfis- og skipulagsmála. Hún mun sjálf fara fyrir því. Þórdís Lóa var þriðja í röðinni og talaði um að í sáttmálanum ætti sérstaklega að taka utan um atvinnu- og nýsköpunarmál, tryggja uppbyggingu atvinnumála og fyrirtækja í borginni. Þá væri verið að taka sérstaklega vel utan um loftslagsmálin og græna þróun. Dagur borgarstjóri til ársloka 2023 og þá taki Einar við Dagur borgarstjóri tók síðastur til máls. Hann sagði ótrúlega góðan anda hafa verið í viðræðum um nýjan meirihluta og þetta væri meirihlutasamstarf um að þróa borgina áfram og í græna átt. Hér væri sameiginlega verið að svara kalli um að fara í mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar, ekki síst í húsnæðismálum en einnig í samgöngumálum með uppbyggingu Borgarlínu og Sundabrautar. Fulltrúar meirihlutans ánægðir að fundi loknum. Meirihlutinn hafi ekki bara unnið að sáttmálanum í meirihlutaviðræðunum heldur líka skipt með sér verkum. Dóra Björt muni fara fyrir stækkuðu skipulagsráði sem verði að umhverfis- og skipulagsráði. Þá verði Þórdís Lóa forseti borgarstjórnar og þangað inn fari atvinnumál. Til að byrja með verði Einar formaður borgarráðs en verði borgarstjóri í upphafi árs 2024. Dagur sjálfur verður þá áfram í borgarstjórastólnum fyrstu átján mánuðina og mun að því loknu taka við stöðu formanns borgarráðs. Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal Borgarstjórn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Reykjavík Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi við stöðvarstjórahúsið í Elliðaárdal klukkan 15 í dag þar sem nýr meirihluti var kynntur. Það voru oddvitar flokkanna, Dagur B. Eggertsson, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Einar Þorsteinsson sem kynntu samstarfssáttmálann sem flokkarnir hafa gert með sér fyrir komandi kjörtímabil. Þórdís Lóa verður forseti borgarstjórnar, Dóra Björt mun fara fyrir stækkuðu umhverfis- og skipulagsráði og Einar mun leiða borgarráð til að byrja með en tekur svo við borgarstjórastólnum í byrjun árs 2024. Dagur mun áfram gegna embætti borgarstjóra til ársloka 2023 og mun þá taka við sem formaður borgarráðs. Áframhaldandi velferð og aukin uppbygging í húsnæðismálum Um meirihlutann sagði Einar að hann hafi verið eini raunhæfi möguleikinn. Hér hafi verið fjórir ólíkir flokkar með ólíkar stefnur í mörgum málum en þó með sameiginlega sýn í mörgum öðrum málum. Kosningabaráttan hafi hins vegar leitt í ljós kröfu um breytingar í húsnæðismálum, samgöngumálum og ýmsum velferðarmálum. „Og ég held að það sé óhætt að segja að við náðum mjög vel saman utan um þessi mál í okkar viðræðum. Og er þakklátur fyrir það að við vorum öll lausnamiðuð, samstarfsfús og mjög einbeitt í því að ná saman texta sem tryggir áframhaldandi vegferð í borginni, velferð og aukna uppbyggingu í húsnæðismálum.“ Það sé meirihlutasáttmálinn, sem telur 33 síður, en á fyrstu síðum hans er farið yfir fyrstu breytingarnar sem á að ráðast í. Einar Þorsteinsson fær borgarstjórastólinn í 30 mánuðiVísir/Ragnar Áhersla á lofstlagsmál og græna þróun Dóra Björt tók til máls á eftir Einari. Hún sagði að áherslur Píratar endurspegluðust vel í loftslagsmálunum sem væru leiðarljós í meirihlutasáttmálanum. Hún sagði það birtast í því að umhverfismál væru tekin aftur inn í skipulagsmálin með sameiginlegu ráði umhverfis- og skipulagsmála. Hún mun sjálf fara fyrir því. Þórdís Lóa var þriðja í röðinni og talaði um að í sáttmálanum ætti sérstaklega að taka utan um atvinnu- og nýsköpunarmál, tryggja uppbyggingu atvinnumála og fyrirtækja í borginni. Þá væri verið að taka sérstaklega vel utan um loftslagsmálin og græna þróun. Dagur borgarstjóri til ársloka 2023 og þá taki Einar við Dagur borgarstjóri tók síðastur til máls. Hann sagði ótrúlega góðan anda hafa verið í viðræðum um nýjan meirihluta og þetta væri meirihlutasamstarf um að þróa borgina áfram og í græna átt. Hér væri sameiginlega verið að svara kalli um að fara í mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar, ekki síst í húsnæðismálum en einnig í samgöngumálum með uppbyggingu Borgarlínu og Sundabrautar. Fulltrúar meirihlutans ánægðir að fundi loknum. Meirihlutinn hafi ekki bara unnið að sáttmálanum í meirihlutaviðræðunum heldur líka skipt með sér verkum. Dóra Björt muni fara fyrir stækkuðu skipulagsráði sem verði að umhverfis- og skipulagsráði. Þá verði Þórdís Lóa forseti borgarstjórnar og þangað inn fari atvinnumál. Til að byrja með verði Einar formaður borgarráðs en verði borgarstjóri í upphafi árs 2024. Dagur sjálfur verður þá áfram í borgarstjórastólnum fyrstu átján mánuðina og mun að því loknu taka við stöðu formanns borgarráðs. Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal
Borgarstjórn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Reykjavík Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent