Búist við tæplega 3000 áhorfendum á Laugardalsvöll á morgun | „Þetta unga lið á skilið stuðning“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 5. júní 2022 14:10 Laugardalsvöllur í Reykjavík, höfuðstöðvar KSÍ. Vísir/Vilhelm Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir mikilvægt fyrir ungt A-landslið Íslands að finna fyrir stuðning frá íslensku þjóðinni. Þetta kom fram í máli Arnars Þórs á blaðamannafundi sem haldinn var í dag í aðdraganda leiks Íslands og Albaníu á Laugardalsvelli á morgun. Í byrjun fundarins vakti Ómar Smárason, samskiptastjóri KSÍ, athygli á því að búist væri við á bilinu 2500-3000 áhorfendum á Laugardalsvöll á morgun og í þeim hópi væru minnst 140 albanskir stuðningsmenn. Birkir Bjarnason, landsliðsfyrirliði, sat einnig fyrir svörum og sagðist vona til þess að betri spilamennska liðsins að undanförnu myndi laða fólk á leikinn. „Andinn er mjög góður í hópnum. Við viljum og vonumst til að fá marga á völlinn á morgun. Við skiljum að við höfum ekki verið að ná nógu góðum úrslitum undanfarin ár en mér finnst við hafa verið að spila mjög góðan bolta í síðustu leikjum. Vonandi sér fólk það og mætir á völlinn,“ sagði Birkir. Ekki eru liðin mörg ár síðan slegist var um að fá miða á landsleiki Íslands.VÍSIR/DANÍEL Arnar Þór var spurður út í það hvað landsliðið gæti gert til að fá fólk aftur á völlinn. „Við þurfum að halda áfram að sýna frammistöður eins og við gerðum úti í Ísrael. Það var mjög góður leikur. Fjögur mörk og mikið af færum. Það er það sem fólk vill sjá,“ sagði Arnar Þór og hélt áfram. „Ég man sjálfur þegar maður var lítill pjakkur að mæta á Laugardalsvöll að sjá íslenska landsliðið spila. Þetta voru hetjurnar mínar. Ég vona að foreldrar barna sem eru í fótbolta á Íslandi geri sér leið í Laugardalinn á morgun og gefi börnunum sínum tækifæri á að koma og sjá íslenska landsliðið spila.“ „Fyrir ungt knattspyrnufólk er þetta eitthvað sem situr í hausnum þeirra allt þeirra líf. Ég man enn eftir að hafa mætt á völlinn og séð Atla og Ásgeir. Það byggði upp minn draum,“ sagði Arnar Þór. Hann sagði það einnig mikilvægt fyrir leikmenn landsliðsins að fá góðan stuðning en sjaldan í íslenskri knattspyrnusögu hefur Ísland teflt fram jafn reynslulitlu landsliði og þessa dagana. „Það er mikilvægt fyrir okkar leikmenn að finna fyrir stuðning frá þjóðinni. Þetta veit ég frá því ég var spila sjálfur. Þegar það var góð og jákvæð stemning í Laugardalnum þá getur það ýtt liðinu áfram. Þetta unga lið á það skilið. Þetta eru mjög hæfileikaríkir knattspyrnumenn sem við erum að ala upp og þróa svo ég vona að fólk geri sér leið í Laugardalinn og geti sagt eftir eitt eða tvö ár: Ég man bara þegar þessir voru að byrja. Þá verðum við vonandi komnir með alvöru lið á lokamót,“ sagði Arnar Þór. Blaðamannafundinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Albaníu Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsfyrirliða, á blaðamannafundi fyrir leik Íslands gegn Albaníu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 5. júní 2022 13:35 Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Sjá meira
Þetta kom fram í máli Arnars Þórs á blaðamannafundi sem haldinn var í dag í aðdraganda leiks Íslands og Albaníu á Laugardalsvelli á morgun. Í byrjun fundarins vakti Ómar Smárason, samskiptastjóri KSÍ, athygli á því að búist væri við á bilinu 2500-3000 áhorfendum á Laugardalsvöll á morgun og í þeim hópi væru minnst 140 albanskir stuðningsmenn. Birkir Bjarnason, landsliðsfyrirliði, sat einnig fyrir svörum og sagðist vona til þess að betri spilamennska liðsins að undanförnu myndi laða fólk á leikinn. „Andinn er mjög góður í hópnum. Við viljum og vonumst til að fá marga á völlinn á morgun. Við skiljum að við höfum ekki verið að ná nógu góðum úrslitum undanfarin ár en mér finnst við hafa verið að spila mjög góðan bolta í síðustu leikjum. Vonandi sér fólk það og mætir á völlinn,“ sagði Birkir. Ekki eru liðin mörg ár síðan slegist var um að fá miða á landsleiki Íslands.VÍSIR/DANÍEL Arnar Þór var spurður út í það hvað landsliðið gæti gert til að fá fólk aftur á völlinn. „Við þurfum að halda áfram að sýna frammistöður eins og við gerðum úti í Ísrael. Það var mjög góður leikur. Fjögur mörk og mikið af færum. Það er það sem fólk vill sjá,“ sagði Arnar Þór og hélt áfram. „Ég man sjálfur þegar maður var lítill pjakkur að mæta á Laugardalsvöll að sjá íslenska landsliðið spila. Þetta voru hetjurnar mínar. Ég vona að foreldrar barna sem eru í fótbolta á Íslandi geri sér leið í Laugardalinn á morgun og gefi börnunum sínum tækifæri á að koma og sjá íslenska landsliðið spila.“ „Fyrir ungt knattspyrnufólk er þetta eitthvað sem situr í hausnum þeirra allt þeirra líf. Ég man enn eftir að hafa mætt á völlinn og séð Atla og Ásgeir. Það byggði upp minn draum,“ sagði Arnar Þór. Hann sagði það einnig mikilvægt fyrir leikmenn landsliðsins að fá góðan stuðning en sjaldan í íslenskri knattspyrnusögu hefur Ísland teflt fram jafn reynslulitlu landsliði og þessa dagana. „Það er mikilvægt fyrir okkar leikmenn að finna fyrir stuðning frá þjóðinni. Þetta veit ég frá því ég var spila sjálfur. Þegar það var góð og jákvæð stemning í Laugardalnum þá getur það ýtt liðinu áfram. Þetta unga lið á það skilið. Þetta eru mjög hæfileikaríkir knattspyrnumenn sem við erum að ala upp og þróa svo ég vona að fólk geri sér leið í Laugardalinn og geti sagt eftir eitt eða tvö ár: Ég man bara þegar þessir voru að byrja. Þá verðum við vonandi komnir með alvöru lið á lokamót,“ sagði Arnar Þór. Blaðamannafundinn í heild sinni má sjá hér að neðan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Albaníu Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsfyrirliða, á blaðamannafundi fyrir leik Íslands gegn Albaníu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 5. júní 2022 13:35 Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Albaníu Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsfyrirliða, á blaðamannafundi fyrir leik Íslands gegn Albaníu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 5. júní 2022 13:35
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti