Erlent

Sá fimmti fannst látinn eftir lestarslys í Þýskalandi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Einn til viðbótar fannst látinn í braki lestarinnar í dag.
Einn til viðbótar fannst látinn í braki lestarinnar í dag. Getty/Leonhard Simon

Viðbragðsaðilar fundu í dag líkamsleifar í braki lestar sem fór af teinunum í suðurhluta Þýskalands í gær. Það er því ljóst að minnst fimm létust í slysinu, en ekki fjórir eins og áður var talið.

Lögreglan greindi frá þessu í dag en 44 slösuðust þegar lestin fór af teinunum í gær. Sumir þeirra eru alvarlega slasaðir að sögn lögreglu.

Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir tókst kranabíl að koma einum lestarvagnanna, sem hafði farið af teinunum, aftur upp á þá. 

Rannsóknaraðilar reyna nú að komast að því hvað olli slysinu, sem varð norður af Garmisch-Partenkirchen í Bæjarlandi. Að sögn yfirvalda var hópur stúdenta um borð í lestinni en fjöldi fólks sem hefur nýtt sér lestarsamgöngur hefur aukist gífurlega frá því að júnímánuður gekk í garð. 

Rétt hjá staðnum sem lestarslysið varð er vinsælt útivistarsvæði og því stöðugur straumur ferðamanna, bæði innlendra og erlendra, á svæðinu. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×