Erlent

Þrír látnir eftir að lest fór út af sporinu í Þýska­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Alls særðust um sextíu manns í slysinu.
Alls særðust um sextíu manns í slysinu. AP

Að minnsta kosti þrír eru látnir og sextán alvarlega slasaðir eftir að lest fór út af sporinu í suðurhluta Þýskalands.

Talsmaður lögreglu segir að lestin, sem var á leið til München, hafi farið út af sporinu niður af skíðabænum Garmisch-Partenkirchen.

Alls særðust um sextíu manns í slysinu, en á meðal farþega voru fjölmörg ungmenni.

Sjóvarvottar segja að björgunarlið hafi flutt fjölda fólks í burtu á börum.

Frá vettvangi í Bæjaralandi.AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×