Fótbolti

Robin Olsen til Aston Villa

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Robin Olsen
Robin Olsen EPA-EFE/Pontus Lundahl/TT

Aston Villa hefur tryggt sér þjónustu sænska landsliðsmarkvarðarins Robin Olson en hann kemur til liðsins frá Roma. Hann var á láni hjá liðinu frá áramótum.

Olsen var talsvert á milli tannana á fótboltaáhugamönnum nýverið þegar hann varði mark Aston Villa í síðasta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni gegn Manchester City sem gat tryggt sér titilinn. Aston Villa komst í 2-0 áður en Manchester City skoraði þrjú mörk á stuttum kafla sem tryggði liðinu Englandsmeistaratitilinn.

Athygli vakti eftir leikinn að áhorfendur sem þustu inn á völlinn veittust að Olsen með látum sem svaraði fyrir sig eins og sjá má hér að neðan.

Olsen hefur leikið 57 leiki fyrir sænska landsliðið og hefur til að mynda leikið með FCK og PAOK.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.