Kæru Miðflokksins vegna meints ágalla á kjörseðlum hafnað Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2022 14:27 Hér má sjá hvernig kjörseðillinn í Garðabæ var brotinn saman. Yst til hægri á seðlinum er listi Miðflokksins, en á milli hans og lista Sjálfstæðisflokksins er listi Garðabæjarlistans. Kópavogs- og Garðapósturinn. Úrskurðarnefnd kosningamála hafnaði kröfu Miðflokksins í Garðabæ um ógildingu sveitarstjórnarkosninganna þar vegna ágalla sem flokkurinn taldi á kjörseðlum. Frágangur kjörseðla hafi verið innan svigrúms sem yfirkjörstjórnir hafa um útlit þeirra. Kjörseðillinn í Garðabæ var brotinn í tveimur brotum þegar hann var afhentur kjósendum. Listi Miðflokksins var yst til hægri á seðlinum og brotinn inn í kjörseðilinn. M-listi Miðflokksins fékk 3,7% atkvæða og náði ekki inn manni í bæjarstjórn. Miðflokkurinn kærði framkvæmd kosninganna og vísaði til þess að dæmi væru um að kjósendur hefðu ekki áttað sig á að fleiri listar væru í kjöri og því hafi þeir listar sem ekki blöstu við kjósanda eftir að hafa opnað kjörseðilinn ekki komið til greina hjá viðkomandi kjósanda. Umboðsmenn M-listans gerðu athugasemd á kjördag og segir framboðið að yfirkjörstjórn hafi viðurkennt mistök í kjölfarið. Starfsmönnum kjörstjórnir hafi þá verið sagt að breyta verklagi sínu. Hlutdeild flokksins í atkvæðatölum hafi aukist eftir það. „Í fyrstu og öðrum tölum hafi Miðflokkurinn mælst með samtals 3,3% en í lokatölum, eftir að verklagi hafði verið breytt, hafi flokkurinn mælst með 4,6%. Ekki sé unnt að fullyrða hvort tilviljun hafi ráðið eða ekki en ljóst sé að jafnræði hafi ekki verið viðhaft þegar sum framboð hafi verið auðsjáanleg á kjörseðli en önnur ekki,“ segir í lýsingu á málavöxtum í úrskurðinum. Miðflokkurinn hélt því meðal annars fram í kærunni að brjóta bæri kjörseðlana í miðju. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að miðjubrot væri meginregla sem kjörstjórnum bæri að líta til. Hönnun kjörfundargagna réðist meðal annars af fjölda framboðslista í viðkomandi sveitarfélagi og því ekki hægt að gefa fyrir fram út nákvæm fyrirmæli um hönnun og brot kjörseðlanna. Taldi úrskurðarnefndin að kjörgögnin í Garðabæ hafi verið í samræmi við lög. Kjósendum sem gengu inn í kjördeildir í bænum hafi ekki getað dulist að fimm listar væru í framboði. Í því ljósi yrði að telja að frágangur kjörseðilsins hefði verið innan þess svigrúms sem yfirkjörstjórni hafa til að útfæra útlit kjörseðla. Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Kjörseðillinn í Garðabæ var brotinn í tveimur brotum þegar hann var afhentur kjósendum. Listi Miðflokksins var yst til hægri á seðlinum og brotinn inn í kjörseðilinn. M-listi Miðflokksins fékk 3,7% atkvæða og náði ekki inn manni í bæjarstjórn. Miðflokkurinn kærði framkvæmd kosninganna og vísaði til þess að dæmi væru um að kjósendur hefðu ekki áttað sig á að fleiri listar væru í kjöri og því hafi þeir listar sem ekki blöstu við kjósanda eftir að hafa opnað kjörseðilinn ekki komið til greina hjá viðkomandi kjósanda. Umboðsmenn M-listans gerðu athugasemd á kjördag og segir framboðið að yfirkjörstjórn hafi viðurkennt mistök í kjölfarið. Starfsmönnum kjörstjórnir hafi þá verið sagt að breyta verklagi sínu. Hlutdeild flokksins í atkvæðatölum hafi aukist eftir það. „Í fyrstu og öðrum tölum hafi Miðflokkurinn mælst með samtals 3,3% en í lokatölum, eftir að verklagi hafði verið breytt, hafi flokkurinn mælst með 4,6%. Ekki sé unnt að fullyrða hvort tilviljun hafi ráðið eða ekki en ljóst sé að jafnræði hafi ekki verið viðhaft þegar sum framboð hafi verið auðsjáanleg á kjörseðli en önnur ekki,“ segir í lýsingu á málavöxtum í úrskurðinum. Miðflokkurinn hélt því meðal annars fram í kærunni að brjóta bæri kjörseðlana í miðju. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að miðjubrot væri meginregla sem kjörstjórnum bæri að líta til. Hönnun kjörfundargagna réðist meðal annars af fjölda framboðslista í viðkomandi sveitarfélagi og því ekki hægt að gefa fyrir fram út nákvæm fyrirmæli um hönnun og brot kjörseðlanna. Taldi úrskurðarnefndin að kjörgögnin í Garðabæ hafi verið í samræmi við lög. Kjósendum sem gengu inn í kjördeildir í bænum hafi ekki getað dulist að fimm listar væru í framboði. Í því ljósi yrði að telja að frágangur kjörseðilsins hefði verið innan þess svigrúms sem yfirkjörstjórni hafa til að útfæra útlit kjörseðla.
Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira