Miðflokkurinn kærir kosningarnar í Garðabæ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. maí 2022 15:17 Hér má sjá hvernig kjörseðillinn í Garðabæ var brotinn saman. Yst til hægri á seðlinum er listi Miðflokksins, en á milli hans og lista Sjálfstæðisflokksins er listi Garðabæjarlistans. Kópavogs- og Garðapósturinn. Miðflokkurinn hefur kært framkvæmd sveitarstjórnarkosninganna í Garðabæ. Ástæðan er það sem flokkurinn segir alvarlegan ágalla á kjörseðli. Þannig er mál með vexti að í Garðabæ var kjörseðillinn fyrir fram brotinn í tveimur brotum. Listi Miðflokksins var yst til hægri á seðlinum og brotinn inn í kjörseðilinn, líkt og myndin hér að ofan sýnir. Miðflokkurinn lagði fram bókun til yfirkjörstjórnar Garðabæjar á kjördag vegna málsins, þar sem áskilinn var réttur til þess að kæra framkvæmd kosninganna. Kópavogs- og Garðapósturinn greindi fyrstur frá. „Umboðsmenn Miðflokksins í Garðabæ hafa upplýsingar frá kjósendum að dæmi séu um að kjósendur hafi ekki áttað sig á að fleiri listar voru í kjöri og því hafi þeir listar sem ekki blöstu við kjósanda eftir að hafa opnað kjörseðilinn ekki komið til greina hjá viðkomandi kjósanda,“ segir meðal annars í bókun flokksins síðan á kjördag. Í samtali við Vísi staðfestir Soffía Eydís Björgvinsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Garðabæ, að flokkurinn hafi kært framkvæmd kosninganna. Málið fer nú inn á borð úrskurðarnefndar kosningamála, sem er nýtekin til starfa eftir gildistöku nýrra kosningalaga. Yfirkjörstjórn vinnur nú að því að skila til nefndarinnar þeim gögnum sem óskað hefur verið eftir. Samkvæmt 130. gr. kosningalaga geta gallar á framboði eða kosningu leitt til ógildingar þeirra, ef líklegt er að þeir hafi haft áhrif á úrslit kosninga. Ef til þess kemur að úrskurðarnefndin komist að þeirri niðurstöðu að umbrot kjörseðla í Garðabæ hafi haft áhrif á úrslit þeirra þannig að til ógildingar kosninganna komi, þyrfti að kjósa að nýju í Garðabæ. Miðflokkurinn Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Þannig er mál með vexti að í Garðabæ var kjörseðillinn fyrir fram brotinn í tveimur brotum. Listi Miðflokksins var yst til hægri á seðlinum og brotinn inn í kjörseðilinn, líkt og myndin hér að ofan sýnir. Miðflokkurinn lagði fram bókun til yfirkjörstjórnar Garðabæjar á kjördag vegna málsins, þar sem áskilinn var réttur til þess að kæra framkvæmd kosninganna. Kópavogs- og Garðapósturinn greindi fyrstur frá. „Umboðsmenn Miðflokksins í Garðabæ hafa upplýsingar frá kjósendum að dæmi séu um að kjósendur hafi ekki áttað sig á að fleiri listar voru í kjöri og því hafi þeir listar sem ekki blöstu við kjósanda eftir að hafa opnað kjörseðilinn ekki komið til greina hjá viðkomandi kjósanda,“ segir meðal annars í bókun flokksins síðan á kjördag. Í samtali við Vísi staðfestir Soffía Eydís Björgvinsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Garðabæ, að flokkurinn hafi kært framkvæmd kosninganna. Málið fer nú inn á borð úrskurðarnefndar kosningamála, sem er nýtekin til starfa eftir gildistöku nýrra kosningalaga. Yfirkjörstjórn vinnur nú að því að skila til nefndarinnar þeim gögnum sem óskað hefur verið eftir. Samkvæmt 130. gr. kosningalaga geta gallar á framboði eða kosningu leitt til ógildingar þeirra, ef líklegt er að þeir hafi haft áhrif á úrslit kosninga. Ef til þess kemur að úrskurðarnefndin komist að þeirri niðurstöðu að umbrot kjörseðla í Garðabæ hafi haft áhrif á úrslit þeirra þannig að til ógildingar kosninganna komi, þyrfti að kjósa að nýju í Garðabæ.
Miðflokkurinn Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira