Þingmaður sýndi vopnabúrið á fundi um skotvopnalöggjöf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2022 13:30 Þingmaðurinn Greg Steube sýndi vopnabúrið á þingfundi dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. AP Photo/J. Scott Applewhite Greg Steube, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikana í Bandaríkjunum, sýndi vopnabúr sitt er hann þótt þátt í nefndarstörfum dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar í gær, þar sem frumvarp um hert aðgengi að skotvopnum og tengdum vörum var til umræðu. Nefndin hélt maranþonfund í gær þar sem verið var að ræða frumvarp sem ætlað er að setja ýmsar skorður á aðgengi að öflugum skotvopnum í Bandaríkjunum. Þó talið sé líklegt að frumvarpið verði samþykkt í fulltrúadeildinni er afar ólíklegt að það verði að lögum, þar sem öldungadeild þingsins þarf einnig að samþykkja frumvarpið. Þar er talið að hörð mótstaða Repúblikana við umbótum þegar kemur að skotvopnalöggjöf komi í veg fyrir að frumvarpið verði samþykkt. „Ég vona að þessi byssa sé ekki hlaðin“ Fjölmiðlar ytra hafa nefnt hegðun þingmannsins Steube á nefndarfundinum í gær, sem dæmi um andstöðu Repúblikana við aðgerðir til að takmarka aðgengi að öflugum skotvopnum í Bandaríkjunum. Steube, sem er þingmaður Repúblikana í Flórída, var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. Til þess að lýsa andstöðu hans við ákvæði í frumvarpinu sem ætlað er að banna skothylki sem hýsa mörg skot, dró hann upp fjölmargar byssur úr eigin vopnabúri, og sýndi öðrum nefndarmönnum. „Hér er byssa sem ég geng með á hverjum einasta degi til að verja sjálfan mig, fjölskyldu mína, eiginkonu mína og heimili mitt. Þetta er XL Sig Sauer P365, sem kemur með fimmtán skota skothylki,“ sagði Steube. Tók hann skothylkið úr og tók upp annað sem hann sagði vera sjö skota skothylki, sem samkvæmt frumvarpinu væru löglegt. „Það passar ekki, svo þessi byssa yrði bönnuð.“ Sýndi hann einnig fjölmargar skammbyssur sem myndu verða ólöglegar nái frumvarpið fram að ganga. Þingmaður demókrata frá Texas, Sheila Jackson Lee, skaust inn í umræðuna á einum tímapukti, á meðan Steube sýndi vopnabúrið. „Ég vona að þessi byssa sé ekki hlaðin,“ sagði Jackson Lee. „Ég er heima hjá mér, ég get gert það sem mér sýnist við byssurnar mínar,“ svaraði Steube um hæl Biden kallar eftir aðgerðum Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði í gær eftir banni gegn árásarskotvopnum eftir röð skotárása í Bandaríkjunum. Forsetinn ávarpaði þjóðina og spurði meðal annars að því hversu mikið blóðbað Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til að sætta sig við. Í síðasta mánuði létust fleiri en þrjátíu í tveimur stórum skotárásum; önnur átti sér stað í grunnskóla í Texas en hin í matvöruverslun í New York ríki. Biden kallaði einnig eftir því að bann yrði sett gegn skotfærum með mörgum skotum og benti á að almennir borgarar gætu, eins og sakir standa, keypt skotvopn með þrjú hundruð skota skothylkjum. Sem fyrr segir er ólíklegt að til aðgerða verði gripið, vegna andstöðu Repúblikana á þingi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 „Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55 Herða öryggisgæslu við skóla eftir skotárásina í Texas Skólayfirvöld um öll Bandaríkin hafa hert öryggisgæslu eftir fjöldamorðið í grunnskólanum í Uvalde í Texas í síðustu viku af ótta við hermikrákur. Streita er sögð veruleg á meðal kennara og nemenda víða um landið. 29. maí 2022 15:42 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Nefndin hélt maranþonfund í gær þar sem verið var að ræða frumvarp sem ætlað er að setja ýmsar skorður á aðgengi að öflugum skotvopnum í Bandaríkjunum. Þó talið sé líklegt að frumvarpið verði samþykkt í fulltrúadeildinni er afar ólíklegt að það verði að lögum, þar sem öldungadeild þingsins þarf einnig að samþykkja frumvarpið. Þar er talið að hörð mótstaða Repúblikana við umbótum þegar kemur að skotvopnalöggjöf komi í veg fyrir að frumvarpið verði samþykkt. „Ég vona að þessi byssa sé ekki hlaðin“ Fjölmiðlar ytra hafa nefnt hegðun þingmannsins Steube á nefndarfundinum í gær, sem dæmi um andstöðu Repúblikana við aðgerðir til að takmarka aðgengi að öflugum skotvopnum í Bandaríkjunum. Steube, sem er þingmaður Repúblikana í Flórída, var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. Til þess að lýsa andstöðu hans við ákvæði í frumvarpinu sem ætlað er að banna skothylki sem hýsa mörg skot, dró hann upp fjölmargar byssur úr eigin vopnabúri, og sýndi öðrum nefndarmönnum. „Hér er byssa sem ég geng með á hverjum einasta degi til að verja sjálfan mig, fjölskyldu mína, eiginkonu mína og heimili mitt. Þetta er XL Sig Sauer P365, sem kemur með fimmtán skota skothylki,“ sagði Steube. Tók hann skothylkið úr og tók upp annað sem hann sagði vera sjö skota skothylki, sem samkvæmt frumvarpinu væru löglegt. „Það passar ekki, svo þessi byssa yrði bönnuð.“ Sýndi hann einnig fjölmargar skammbyssur sem myndu verða ólöglegar nái frumvarpið fram að ganga. Þingmaður demókrata frá Texas, Sheila Jackson Lee, skaust inn í umræðuna á einum tímapukti, á meðan Steube sýndi vopnabúrið. „Ég vona að þessi byssa sé ekki hlaðin,“ sagði Jackson Lee. „Ég er heima hjá mér, ég get gert það sem mér sýnist við byssurnar mínar,“ svaraði Steube um hæl Biden kallar eftir aðgerðum Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði í gær eftir banni gegn árásarskotvopnum eftir röð skotárása í Bandaríkjunum. Forsetinn ávarpaði þjóðina og spurði meðal annars að því hversu mikið blóðbað Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til að sætta sig við. Í síðasta mánuði létust fleiri en þrjátíu í tveimur stórum skotárásum; önnur átti sér stað í grunnskóla í Texas en hin í matvöruverslun í New York ríki. Biden kallaði einnig eftir því að bann yrði sett gegn skotfærum með mörgum skotum og benti á að almennir borgarar gætu, eins og sakir standa, keypt skotvopn með þrjú hundruð skota skothylkjum. Sem fyrr segir er ólíklegt að til aðgerða verði gripið, vegna andstöðu Repúblikana á þingi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 „Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55 Herða öryggisgæslu við skóla eftir skotárásina í Texas Skólayfirvöld um öll Bandaríkin hafa hert öryggisgæslu eftir fjöldamorðið í grunnskólanum í Uvalde í Texas í síðustu viku af ótta við hermikrákur. Streita er sögð veruleg á meðal kennara og nemenda víða um landið. 29. maí 2022 15:42 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30
„Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55
Herða öryggisgæslu við skóla eftir skotárásina í Texas Skólayfirvöld um öll Bandaríkin hafa hert öryggisgæslu eftir fjöldamorðið í grunnskólanum í Uvalde í Texas í síðustu viku af ótta við hermikrákur. Streita er sögð veruleg á meðal kennara og nemenda víða um landið. 29. maí 2022 15:42