Segir síðustu tíu daga hafa verið þá erfiðustu á ferlinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 15:00 Sá skoski létt bugaður eftir leik Liverpool og Real Madríd. EPA-EFE/YOAN VALAT Andrew Robertson átti frábært tímabil með Liverpool í vetur en síðustu tíu dagar hafa verið erfiðir. Fyrst tapaði Liverpool fyrir Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu og svo tapaði Skotland fyrir Úkraínu í umspili um sæti á HM í Katar. Skoski vinstri bakvörðurinn naut sín ekki beint gegn Real Madríd þar sem Úrúgvæinn Federico Valverde – hægri vængmaður Real í leiknum – gerði honum lífið leitt. Valverde kom í veg fyrir að Robertson nyti sín sóknarlega og stráði svo salti í sárin með því að leggja upp sigurmarkið og senda Skotanum væna sneið að leik loknum. Þá voru vinir og vandamenn Robertson meðal þeirra sem lentu í því að franska lögreglan ásakaði þá um að vera með falsaða miða og að reyna svindla sér inn á úrslitaleikinn sem fram fór í París. Lögreglan beitti táragasi og lenti fólk nákomið Robertson í því áður en leikurinn hófst. Til að bæta gráu ofan á svart þá tapaði Skotland 3-1 fyrir Úkraínu er liðin mættust á Hampden-vellinum í Glasgow. Bið Skotlands eftir að komast á HM lengist því enn en Skotar hafa ekki komist á þetta mót allra móta síðan sumarið 1998. „Persónulega hafa þetta verið tíu erfiðustu dagar ferilsins. Andlega, líkamlega, allt,“ sagði Robertson að loknu tapinu á Hampden. „En ef ég er hreinskilinn þá mun ég höndla þetta sjálfur. Ég mun fara í frí og meta þetta allt saman. Ég er bara svo svekktur fyrir hönd strákanna hér. Auðvitað vildum við allir komast á HM og spila á stærsta sviði fótboltans en því miður náðum við því ekki.“ „Við þurfum að vera klárir næst þegar möguleikinn er til staðar. Landsliðsfótbolti er þannig að maður veit aldrei hvenær maður fær þetta síðasta tækifæri. Þess vegna svíður þetta svona rosalega,“ sagði Skotinn að lokum. Andy Robertson has been through it recently Lost the Premier League on the final day Lost the UCL final Lost World Cup knockout qualifier pic.twitter.com/pGZ9ZADuWK— ESPN UK (@ESPNUK) June 2, 2022 Robertson á fríð svo sannarlega skilið en hann spilaði alls 46 leiki fyrir Liverpool á leiktíðinni og skoraði 3 mörk ásamt því að leggja upp 15 á samherja sína. Hefur hann spilað yfir 45 leiki á tímabili undanfarin fjögur tímabil. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla HM 2022 í Katar Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Sjá meira
Skoski vinstri bakvörðurinn naut sín ekki beint gegn Real Madríd þar sem Úrúgvæinn Federico Valverde – hægri vængmaður Real í leiknum – gerði honum lífið leitt. Valverde kom í veg fyrir að Robertson nyti sín sóknarlega og stráði svo salti í sárin með því að leggja upp sigurmarkið og senda Skotanum væna sneið að leik loknum. Þá voru vinir og vandamenn Robertson meðal þeirra sem lentu í því að franska lögreglan ásakaði þá um að vera með falsaða miða og að reyna svindla sér inn á úrslitaleikinn sem fram fór í París. Lögreglan beitti táragasi og lenti fólk nákomið Robertson í því áður en leikurinn hófst. Til að bæta gráu ofan á svart þá tapaði Skotland 3-1 fyrir Úkraínu er liðin mættust á Hampden-vellinum í Glasgow. Bið Skotlands eftir að komast á HM lengist því enn en Skotar hafa ekki komist á þetta mót allra móta síðan sumarið 1998. „Persónulega hafa þetta verið tíu erfiðustu dagar ferilsins. Andlega, líkamlega, allt,“ sagði Robertson að loknu tapinu á Hampden. „En ef ég er hreinskilinn þá mun ég höndla þetta sjálfur. Ég mun fara í frí og meta þetta allt saman. Ég er bara svo svekktur fyrir hönd strákanna hér. Auðvitað vildum við allir komast á HM og spila á stærsta sviði fótboltans en því miður náðum við því ekki.“ „Við þurfum að vera klárir næst þegar möguleikinn er til staðar. Landsliðsfótbolti er þannig að maður veit aldrei hvenær maður fær þetta síðasta tækifæri. Þess vegna svíður þetta svona rosalega,“ sagði Skotinn að lokum. Andy Robertson has been through it recently Lost the Premier League on the final day Lost the UCL final Lost World Cup knockout qualifier pic.twitter.com/pGZ9ZADuWK— ESPN UK (@ESPNUK) June 2, 2022 Robertson á fríð svo sannarlega skilið en hann spilaði alls 46 leiki fyrir Liverpool á leiktíðinni og skoraði 3 mörk ásamt því að leggja upp 15 á samherja sína. Hefur hann spilað yfir 45 leiki á tímabili undanfarin fjögur tímabil.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla HM 2022 í Katar Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Sjá meira