Segir síðustu tíu daga hafa verið þá erfiðustu á ferlinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 15:00 Sá skoski létt bugaður eftir leik Liverpool og Real Madríd. EPA-EFE/YOAN VALAT Andrew Robertson átti frábært tímabil með Liverpool í vetur en síðustu tíu dagar hafa verið erfiðir. Fyrst tapaði Liverpool fyrir Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu og svo tapaði Skotland fyrir Úkraínu í umspili um sæti á HM í Katar. Skoski vinstri bakvörðurinn naut sín ekki beint gegn Real Madríd þar sem Úrúgvæinn Federico Valverde – hægri vængmaður Real í leiknum – gerði honum lífið leitt. Valverde kom í veg fyrir að Robertson nyti sín sóknarlega og stráði svo salti í sárin með því að leggja upp sigurmarkið og senda Skotanum væna sneið að leik loknum. Þá voru vinir og vandamenn Robertson meðal þeirra sem lentu í því að franska lögreglan ásakaði þá um að vera með falsaða miða og að reyna svindla sér inn á úrslitaleikinn sem fram fór í París. Lögreglan beitti táragasi og lenti fólk nákomið Robertson í því áður en leikurinn hófst. Til að bæta gráu ofan á svart þá tapaði Skotland 3-1 fyrir Úkraínu er liðin mættust á Hampden-vellinum í Glasgow. Bið Skotlands eftir að komast á HM lengist því enn en Skotar hafa ekki komist á þetta mót allra móta síðan sumarið 1998. „Persónulega hafa þetta verið tíu erfiðustu dagar ferilsins. Andlega, líkamlega, allt,“ sagði Robertson að loknu tapinu á Hampden. „En ef ég er hreinskilinn þá mun ég höndla þetta sjálfur. Ég mun fara í frí og meta þetta allt saman. Ég er bara svo svekktur fyrir hönd strákanna hér. Auðvitað vildum við allir komast á HM og spila á stærsta sviði fótboltans en því miður náðum við því ekki.“ „Við þurfum að vera klárir næst þegar möguleikinn er til staðar. Landsliðsfótbolti er þannig að maður veit aldrei hvenær maður fær þetta síðasta tækifæri. Þess vegna svíður þetta svona rosalega,“ sagði Skotinn að lokum. Andy Robertson has been through it recently Lost the Premier League on the final day Lost the UCL final Lost World Cup knockout qualifier pic.twitter.com/pGZ9ZADuWK— ESPN UK (@ESPNUK) June 2, 2022 Robertson á fríð svo sannarlega skilið en hann spilaði alls 46 leiki fyrir Liverpool á leiktíðinni og skoraði 3 mörk ásamt því að leggja upp 15 á samherja sína. Hefur hann spilað yfir 45 leiki á tímabili undanfarin fjögur tímabil. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla HM 2022 í Katar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira
Skoski vinstri bakvörðurinn naut sín ekki beint gegn Real Madríd þar sem Úrúgvæinn Federico Valverde – hægri vængmaður Real í leiknum – gerði honum lífið leitt. Valverde kom í veg fyrir að Robertson nyti sín sóknarlega og stráði svo salti í sárin með því að leggja upp sigurmarkið og senda Skotanum væna sneið að leik loknum. Þá voru vinir og vandamenn Robertson meðal þeirra sem lentu í því að franska lögreglan ásakaði þá um að vera með falsaða miða og að reyna svindla sér inn á úrslitaleikinn sem fram fór í París. Lögreglan beitti táragasi og lenti fólk nákomið Robertson í því áður en leikurinn hófst. Til að bæta gráu ofan á svart þá tapaði Skotland 3-1 fyrir Úkraínu er liðin mættust á Hampden-vellinum í Glasgow. Bið Skotlands eftir að komast á HM lengist því enn en Skotar hafa ekki komist á þetta mót allra móta síðan sumarið 1998. „Persónulega hafa þetta verið tíu erfiðustu dagar ferilsins. Andlega, líkamlega, allt,“ sagði Robertson að loknu tapinu á Hampden. „En ef ég er hreinskilinn þá mun ég höndla þetta sjálfur. Ég mun fara í frí og meta þetta allt saman. Ég er bara svo svekktur fyrir hönd strákanna hér. Auðvitað vildum við allir komast á HM og spila á stærsta sviði fótboltans en því miður náðum við því ekki.“ „Við þurfum að vera klárir næst þegar möguleikinn er til staðar. Landsliðsfótbolti er þannig að maður veit aldrei hvenær maður fær þetta síðasta tækifæri. Þess vegna svíður þetta svona rosalega,“ sagði Skotinn að lokum. Andy Robertson has been through it recently Lost the Premier League on the final day Lost the UCL final Lost World Cup knockout qualifier pic.twitter.com/pGZ9ZADuWK— ESPN UK (@ESPNUK) June 2, 2022 Robertson á fríð svo sannarlega skilið en hann spilaði alls 46 leiki fyrir Liverpool á leiktíðinni og skoraði 3 mörk ásamt því að leggja upp 15 á samherja sína. Hefur hann spilað yfir 45 leiki á tímabili undanfarin fjögur tímabil.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla HM 2022 í Katar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira