Fjölmiðlanefnd úrskurðar Mannlífi í vil í deilu við Róbert Wessman Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2022 20:59 Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hafði betur gegn Róbert Wessman hjá Fjölmiðlanefnd. Vísir Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sólartúni ehf., fjölmiðlaveitu Mannlífs, hafi verið heimilt að synja beiðni Róberts Wessman um andsvör vegna umfjöllunar á vef Mannlífs í maí á þessu ári. Fjölmiðlanefnd barst kvörtun 24. maí síðastliðinn frá Lögmannsstofunni Valdimarsson fyrir hönd umbjóðanda hennar, Róberts Wessman. Í kvörtuninni var Fjölmiðlanefnd krafin íhlutunar á hendur Sólartúni ehf., fjölmiðlaveitu Mannlífs, Reyni Traustasyni, ritstjóra, og Gunnhildi Kjerúlf Birgisdóttur, blaðamanni, vegna synjunar um andsvör við umfjöllun Mannlífs um Róbert sem birtist 17. maí síðastliðinn. Umfjöllunin sem vísað var í birtist á vef Mannlífs undir fyrirsögninni „Lögreglan hefur enn ekki yfirheyrt Róbert Wessman: „Það er ekki búið að því““. Sama umfjöllun var jafnframt birt á ensku. Róbert mat það svo að Mannlíf hafi í umfjölluninni farið með rangt mál og ekki gætt að hlutleysi eða heimildum. „Væri umfjöllunin bæði óvönduð og bersýnilega röng með annarlegan hvata að leiðarljósi að mati kvartanda. Umfjöllunin bæri þess merki að kvartandi hafi haft aðkomu að innbroti á skrifstofur Mannlífs og fullyrt væri að lögreglan ætti eftir að yfirheyra kvartanda vegna málsins,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar. Þar segir að Róbert hafi krafist þess að Mannlíf myndi birta andsvar hans, bæði á íslensku og ensku, vegna umfjöllunarinnar. Honum hafi hins vegar verið synjað. Hann hafi í kjölfarið farið fram á að Fjölmiðlanefnd tryggði rétt hans til andsvara og vísað í 4. mgr. 36. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Að mati Fjölmiðlanefndar fólst andsvar Róberts í öðru en að leiðrétta staðreyndir. Niðurstaða nefndarinnar sé því sú að Sólartúni ehf. hafi verið heimilt að synja Róberti birtingu andsvara. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28 Kristjón játar á sig innbrotið í skrifstofu Mannlífs Kristjón Kormákur Guðjónsson hringdi í Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs, á dögunum og játaði skýlaust að hafa brotist inn í bíl hans og skrifstofu Mannlífs. 4. mars 2022 22:51 Segja játningu liggja fyrir í Mannlífsmálinu Ritstjórn Mannlífs segir þann sem braust inn á skrifstofu miðilsins og eyddi öllu efni af vef hans hafa sett sig í samband við ritstjóra og játað verknaðinn. 4. mars 2022 21:20 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira
Fjölmiðlanefnd barst kvörtun 24. maí síðastliðinn frá Lögmannsstofunni Valdimarsson fyrir hönd umbjóðanda hennar, Róberts Wessman. Í kvörtuninni var Fjölmiðlanefnd krafin íhlutunar á hendur Sólartúni ehf., fjölmiðlaveitu Mannlífs, Reyni Traustasyni, ritstjóra, og Gunnhildi Kjerúlf Birgisdóttur, blaðamanni, vegna synjunar um andsvör við umfjöllun Mannlífs um Róbert sem birtist 17. maí síðastliðinn. Umfjöllunin sem vísað var í birtist á vef Mannlífs undir fyrirsögninni „Lögreglan hefur enn ekki yfirheyrt Róbert Wessman: „Það er ekki búið að því““. Sama umfjöllun var jafnframt birt á ensku. Róbert mat það svo að Mannlíf hafi í umfjölluninni farið með rangt mál og ekki gætt að hlutleysi eða heimildum. „Væri umfjöllunin bæði óvönduð og bersýnilega röng með annarlegan hvata að leiðarljósi að mati kvartanda. Umfjöllunin bæri þess merki að kvartandi hafi haft aðkomu að innbroti á skrifstofur Mannlífs og fullyrt væri að lögreglan ætti eftir að yfirheyra kvartanda vegna málsins,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar. Þar segir að Róbert hafi krafist þess að Mannlíf myndi birta andsvar hans, bæði á íslensku og ensku, vegna umfjöllunarinnar. Honum hafi hins vegar verið synjað. Hann hafi í kjölfarið farið fram á að Fjölmiðlanefnd tryggði rétt hans til andsvara og vísað í 4. mgr. 36. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Að mati Fjölmiðlanefndar fólst andsvar Róberts í öðru en að leiðrétta staðreyndir. Niðurstaða nefndarinnar sé því sú að Sólartúni ehf. hafi verið heimilt að synja Róberti birtingu andsvara.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28 Kristjón játar á sig innbrotið í skrifstofu Mannlífs Kristjón Kormákur Guðjónsson hringdi í Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs, á dögunum og játaði skýlaust að hafa brotist inn í bíl hans og skrifstofu Mannlífs. 4. mars 2022 22:51 Segja játningu liggja fyrir í Mannlífsmálinu Ritstjórn Mannlífs segir þann sem braust inn á skrifstofu miðilsins og eyddi öllu efni af vef hans hafa sett sig í samband við ritstjóra og játað verknaðinn. 4. mars 2022 21:20 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira
Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28
Kristjón játar á sig innbrotið í skrifstofu Mannlífs Kristjón Kormákur Guðjónsson hringdi í Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs, á dögunum og játaði skýlaust að hafa brotist inn í bíl hans og skrifstofu Mannlífs. 4. mars 2022 22:51
Segja játningu liggja fyrir í Mannlífsmálinu Ritstjórn Mannlífs segir þann sem braust inn á skrifstofu miðilsins og eyddi öllu efni af vef hans hafa sett sig í samband við ritstjóra og játað verknaðinn. 4. mars 2022 21:20