Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 31. maí 2022 20:40 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. Í næstu viku er þingfundardagur á þriðjudag, eldhúsdagsumræður fara fram á miðvikudag og síðustu þingfundardagarnir samkvæmt starfsáætlun ættu að vera á fimmtudag og föstudag í næstu viku. Nokkur stór ágreiningsmál eru enn í nefnd og bíða þriðju og síðustu umræðu eins og rammaáætlun eða þingsályktunartillaga um nýtingu og vernd auðlinda og frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Þar að auki þarf að taka fyrir þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um staðfestingu viðbótarsamninga við NATO-samninginn vegna aðildarumsóknar Finna og Svía. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ólíklegt væri að þinghaldi lyki á tilsettum tíma. Hún sagði að tillagan um NATO hefði verið kynnt fyrir öllum flokkum og allir væru líklega sammála um að greiða leið málsins í gegnum þingið. Það væri í takt við það sem aðrar Norðurlandaþjóðir væru að gera. Hún sagði nokkur stór mál eftir. Varðandi það hvað fáir dagar væru eftir af vorþingi sagði hún íslenska þingmenn þekkja þá stöðu. „Þetta er í raun og veru afskaplega hefðbundin staða hér á Alþingi á þessum árstíma. Þingflokksformenn eru byrjuð að funda. Þau áttu fund í gær og eiga annan fund í kvöld, þannig að nú er verið að fara yfir stöðuna í nefndum. Ég er nú bjartsýn á að þinghaldinu verði lokið með sómasamlegum hætti. Ég les það þannig að við höfum öll metnað til að gera það,“ sagði Katrín. Varðandi frumvarp um útlendingalög og rammaáætlun og hvort þau kæmust úr nefnd vildi Katrín ekkert segja. „Þessi mál eru enn þá inn í nefndinni og ég veit að þau eru bæði til umræðu. Þingflokksformenn, eins og ég segi, hafa núna þetta verkefni að finna út hvaða mál er raunhæft að klára.“ Katrín sagðist ekki ætla að segja að þinghaldi myndi ljúka á tilsettum tíma. Það væri verið að horfa til þess að ljúka þinghaldinu einhvern tímann í júnímánuði. „Það er oft hægt að vinna ansi hratt á lokametrum þingsins.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Í næstu viku er þingfundardagur á þriðjudag, eldhúsdagsumræður fara fram á miðvikudag og síðustu þingfundardagarnir samkvæmt starfsáætlun ættu að vera á fimmtudag og föstudag í næstu viku. Nokkur stór ágreiningsmál eru enn í nefnd og bíða þriðju og síðustu umræðu eins og rammaáætlun eða þingsályktunartillaga um nýtingu og vernd auðlinda og frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Þar að auki þarf að taka fyrir þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um staðfestingu viðbótarsamninga við NATO-samninginn vegna aðildarumsóknar Finna og Svía. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ólíklegt væri að þinghaldi lyki á tilsettum tíma. Hún sagði að tillagan um NATO hefði verið kynnt fyrir öllum flokkum og allir væru líklega sammála um að greiða leið málsins í gegnum þingið. Það væri í takt við það sem aðrar Norðurlandaþjóðir væru að gera. Hún sagði nokkur stór mál eftir. Varðandi það hvað fáir dagar væru eftir af vorþingi sagði hún íslenska þingmenn þekkja þá stöðu. „Þetta er í raun og veru afskaplega hefðbundin staða hér á Alþingi á þessum árstíma. Þingflokksformenn eru byrjuð að funda. Þau áttu fund í gær og eiga annan fund í kvöld, þannig að nú er verið að fara yfir stöðuna í nefndum. Ég er nú bjartsýn á að þinghaldinu verði lokið með sómasamlegum hætti. Ég les það þannig að við höfum öll metnað til að gera það,“ sagði Katrín. Varðandi frumvarp um útlendingalög og rammaáætlun og hvort þau kæmust úr nefnd vildi Katrín ekkert segja. „Þessi mál eru enn þá inn í nefndinni og ég veit að þau eru bæði til umræðu. Þingflokksformenn, eins og ég segi, hafa núna þetta verkefni að finna út hvaða mál er raunhæft að klára.“ Katrín sagðist ekki ætla að segja að þinghaldi myndi ljúka á tilsettum tíma. Það væri verið að horfa til þess að ljúka þinghaldinu einhvern tímann í júnímánuði. „Það er oft hægt að vinna ansi hratt á lokametrum þingsins.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent