Erlent

Þúsundir í ein­angrun vegna sótt­kvíar­brota manns í Peking

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá sýnatökustað í Peking í Kína. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Frá sýnatökustað í Peking í Kína. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AP

Íbúi einn í kínversku höfuðborginni Peking sætir nú lögreglurannsókn eftir að hann fór ekki eftir fyrirmælum um sóttkví vegna kórónuveirunnar.

Í frétt Guardian segir að manninum hafði verið gert að halda sig heima eftir að hann heimsótti verslunarmiðstöð þar sem smit kom upp.

Yfirvöld segja hann hafa brotið sóttkvína margsinnis og þannig stefnt nágrönnum sínum í hættu.

Hann og kona hans greindust síðar smituð af veirunni og nú hefur verið ákveðið að þúsundir manna sem búa í nágrenni hans verði settir í einangrun eða gert að halda sig heima.

258 nágrannar hans verða settir í einangrun á vegum stjórnvalda og rúmlega fimm þúsund hefur verið gert að halda sig heima.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×