Erlent

Verðlaunagripurinn seldur og ágóðinn notaður til að kaupa þrjá dróna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sveitin sýnir hljóðnemann eftirsótta við landamæri Úkraínu og Póllands.
Sveitin sýnir hljóðnemann eftirsótta við landamæri Úkraínu og Póllands. AP/Mykola Tys

Hljómsveitin Kalush Orchestra, sem sigraði í Eurovision fyrir hönd Úkraínu, er sögð hafa selt verðlaunagripinn fyrir 116 milljónir króna. Fénu verður varið til kaupa á þremur drónum fyrir úkraínska herinn.

Kristalshljóðneminn var boðinn upp á Facebook en hljómsveitin stóð á sama tíma fyrir tónleikum við Brandenborgarhliðið í Berlín, þar sem safnað var fyrir hjálpargögnum.

Á tónleikunum biðlaði Oleh Psiuk, forsprakki sveitarinnar, til fólks um að venjast ekki stríðinu og sagði að það ætti að rata á forsíður allra blaða þar til það væri yfirstaðið.

Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa að minnsta kosti 4.000 almennir borgara látist frá því að innrás Rússa hófst og 4.700 særst. Þá eru 14 milljónir taldar hafa flúið heimili sín en heilu borgirnar hafa verið lagðar í rúst í átökunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×