Vaktin: Þvertekur fyrir orðróm um að Pútín sé veikur Eiður Þór Árnason og Árni Sæberg skrifa 29. maí 2022 08:11 Sergei Lavrov (t.v.) segir ekkert til í orðrómi þess efnis að yfirboðari hans, Vladimír Pútín (t.h.), glími við veikindi um þessar mundir. Sean Gallup-Pool/Getty Images Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í kvöldávarpi sínu í gær að aðstæður í Donbas væru „ólýsanlega erfiðar“ og þakkaði úkraínskum hermönnum sem reyni áfram að verjast harðari árásum Rússa. Stjórnvöld í Úkraínu kalla nú enn frekar eftir því að Vesturlönd afhendi þeim langdræg vopn til að hjálpa þeim að berjast gegn rússneskum hersveitum í Donbas í austri. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar Hætta er á því að linnulausar árásir Rússa leiði til þess að stefna stríðsins breytist en eitt af helstu markmiðum Rússlands er að ná öllu Donbas-héraði á sitt vald. Selenskí hefur viðurkennt að ekki verði hægt að ná aftur með hervaldi öllu því landi sem Rússar hafi náð á sitt vald eftir að þeir hertóku Krímskaga árið 2014. Hann segist þó staðráðinn í því að Úkraína muni ná aftur öllu svæði sem Rússar hafa gert tilkall til frá því innrás þeirra hófst í febrúar. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa náð úkraínsku borginni Lyman og öðrum smærri bæjum í kring. Lyman er hernaðarlega mikilvæg í ljósi þess að um er að ræða mikilvæga tengistöð fyrir lestarsamgöngur sem Úkraínumenn hafa nýtt til að flytja vopn og birgðir. Varaforsætisráðherra Úkraínu hafnaði þessu í gær og sagði enn barist um borgina. Rússar hafa stóraukið árásir sínar á Sievierodonetsk og fullyrða að þeim hafi tekist að umkringja borgina. Úkraínumenn hafna þessu. Vakt gærdagsins má lesa hér.
Stjórnvöld í Úkraínu kalla nú enn frekar eftir því að Vesturlönd afhendi þeim langdræg vopn til að hjálpa þeim að berjast gegn rússneskum hersveitum í Donbas í austri. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar Hætta er á því að linnulausar árásir Rússa leiði til þess að stefna stríðsins breytist en eitt af helstu markmiðum Rússlands er að ná öllu Donbas-héraði á sitt vald. Selenskí hefur viðurkennt að ekki verði hægt að ná aftur með hervaldi öllu því landi sem Rússar hafi náð á sitt vald eftir að þeir hertóku Krímskaga árið 2014. Hann segist þó staðráðinn í því að Úkraína muni ná aftur öllu svæði sem Rússar hafa gert tilkall til frá því innrás þeirra hófst í febrúar. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa náð úkraínsku borginni Lyman og öðrum smærri bæjum í kring. Lyman er hernaðarlega mikilvæg í ljósi þess að um er að ræða mikilvæga tengistöð fyrir lestarsamgöngur sem Úkraínumenn hafa nýtt til að flytja vopn og birgðir. Varaforsætisráðherra Úkraínu hafnaði þessu í gær og sagði enn barist um borgina. Rússar hafa stóraukið árásir sínar á Sievierodonetsk og fullyrða að þeim hafi tekist að umkringja borgina. Úkraínumenn hafna þessu. Vakt gærdagsins má lesa hér.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira