Vaktin: Þvertekur fyrir orðróm um að Pútín sé veikur Eiður Þór Árnason og Árni Sæberg skrifa 29. maí 2022 08:11 Sergei Lavrov (t.v.) segir ekkert til í orðrómi þess efnis að yfirboðari hans, Vladimír Pútín (t.h.), glími við veikindi um þessar mundir. Sean Gallup-Pool/Getty Images Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í kvöldávarpi sínu í gær að aðstæður í Donbas væru „ólýsanlega erfiðar“ og þakkaði úkraínskum hermönnum sem reyni áfram að verjast harðari árásum Rússa. Stjórnvöld í Úkraínu kalla nú enn frekar eftir því að Vesturlönd afhendi þeim langdræg vopn til að hjálpa þeim að berjast gegn rússneskum hersveitum í Donbas í austri. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar Hætta er á því að linnulausar árásir Rússa leiði til þess að stefna stríðsins breytist en eitt af helstu markmiðum Rússlands er að ná öllu Donbas-héraði á sitt vald. Selenskí hefur viðurkennt að ekki verði hægt að ná aftur með hervaldi öllu því landi sem Rússar hafi náð á sitt vald eftir að þeir hertóku Krímskaga árið 2014. Hann segist þó staðráðinn í því að Úkraína muni ná aftur öllu svæði sem Rússar hafa gert tilkall til frá því innrás þeirra hófst í febrúar. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa náð úkraínsku borginni Lyman og öðrum smærri bæjum í kring. Lyman er hernaðarlega mikilvæg í ljósi þess að um er að ræða mikilvæga tengistöð fyrir lestarsamgöngur sem Úkraínumenn hafa nýtt til að flytja vopn og birgðir. Varaforsætisráðherra Úkraínu hafnaði þessu í gær og sagði enn barist um borgina. Rússar hafa stóraukið árásir sínar á Sievierodonetsk og fullyrða að þeim hafi tekist að umkringja borgina. Úkraínumenn hafna þessu. Vakt gærdagsins má lesa hér.
Stjórnvöld í Úkraínu kalla nú enn frekar eftir því að Vesturlönd afhendi þeim langdræg vopn til að hjálpa þeim að berjast gegn rússneskum hersveitum í Donbas í austri. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar Hætta er á því að linnulausar árásir Rússa leiði til þess að stefna stríðsins breytist en eitt af helstu markmiðum Rússlands er að ná öllu Donbas-héraði á sitt vald. Selenskí hefur viðurkennt að ekki verði hægt að ná aftur með hervaldi öllu því landi sem Rússar hafi náð á sitt vald eftir að þeir hertóku Krímskaga árið 2014. Hann segist þó staðráðinn í því að Úkraína muni ná aftur öllu svæði sem Rússar hafa gert tilkall til frá því innrás þeirra hófst í febrúar. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa náð úkraínsku borginni Lyman og öðrum smærri bæjum í kring. Lyman er hernaðarlega mikilvæg í ljósi þess að um er að ræða mikilvæga tengistöð fyrir lestarsamgöngur sem Úkraínumenn hafa nýtt til að flytja vopn og birgðir. Varaforsætisráðherra Úkraínu hafnaði þessu í gær og sagði enn barist um borgina. Rússar hafa stóraukið árásir sínar á Sievierodonetsk og fullyrða að þeim hafi tekist að umkringja borgina. Úkraínumenn hafna þessu. Vakt gærdagsins má lesa hér.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira