„Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. maí 2022 13:25 Sema Erla er formaður Solaris. Aðsend/Eva Sigurðardóttir Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. Mótmælin hefjast klukkan korter yfir fjögur á Austurvelli og hefur fjöldi fólks boðað komu sína á samfélagsmiðlum. Sema Erla Serdar, formaður hjálparstamtakanna Solaris, er á meðal skipuleggjenda. Hún segir málstað fólksins njóta meðbyrs í samfélaginu og á von á því að stór hópur láti sjá sig. Krafa mótmælenda sé að fallið verði frá brottvísununum í heild sinni. „Fólk er almennt ekki sátt við þá ákvörðun stjórnvalda að vísa svona stórum hópi, fordæmalausri stærð af hópi, úr landi á einu bretti. Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals.“ Fólki sé misboðið hvernig komið sé fram við fólk á flótta, og stjórnvöld hafi það í hendi sér að leyfa fólkinu að vera. „Það eru nú þegar til fordæmi fyrir því að það sé gripið inn í einstök mál. Það eina sem þarf til þess að hverfa frá þessari ákvörðun er pólitískur vilji, sem því miður virðist ekki vera til staðar,“ segir Sema. Hún óttast að verið sé að undirbúa brottvísun fólksins með hraði. „Þannig að við hvetjum sem flesta til þess að mæta og láta fólkið líka vita, ef við höfum ekki náð til þeirra að koma og vera með okkur í dag. Þannig að við getum stutt hvort annað og sýnt samstöðu með hópnum.“ Upphaflega stóð til að vísa hátt í þrjú hundruð manns úr landi, en nú er fjöldi þeirra nær tvö hundruð. Það kannski fyrst og fremst sýnir okkur að ef þau vilja fækka í hópnum, ef þau vilja ekki brottvísa fólkinu þá virðist vera mjög auðvelt að gera það ekki.“ Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Katrín segir ólíka stefnu stjórnarflokkanna í útlendingamálum ekki þurfa að koma á óvart Forsætisráðherra segir ekki þurfa að koma á óvart að stjórnarflokkarnir séu ekki fullkomlega sammála í útlendingamálum. Færri verði vísað úr landi en rætt hafi verið um samkvæmt upplýsingum sem dómsmálaráðherra hafi aflað að hennar ósk. Félagsmálaráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu vegna málsins. 27. maí 2022 20:00 Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57 Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira
Mótmælin hefjast klukkan korter yfir fjögur á Austurvelli og hefur fjöldi fólks boðað komu sína á samfélagsmiðlum. Sema Erla Serdar, formaður hjálparstamtakanna Solaris, er á meðal skipuleggjenda. Hún segir málstað fólksins njóta meðbyrs í samfélaginu og á von á því að stór hópur láti sjá sig. Krafa mótmælenda sé að fallið verði frá brottvísununum í heild sinni. „Fólk er almennt ekki sátt við þá ákvörðun stjórnvalda að vísa svona stórum hópi, fordæmalausri stærð af hópi, úr landi á einu bretti. Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals.“ Fólki sé misboðið hvernig komið sé fram við fólk á flótta, og stjórnvöld hafi það í hendi sér að leyfa fólkinu að vera. „Það eru nú þegar til fordæmi fyrir því að það sé gripið inn í einstök mál. Það eina sem þarf til þess að hverfa frá þessari ákvörðun er pólitískur vilji, sem því miður virðist ekki vera til staðar,“ segir Sema. Hún óttast að verið sé að undirbúa brottvísun fólksins með hraði. „Þannig að við hvetjum sem flesta til þess að mæta og láta fólkið líka vita, ef við höfum ekki náð til þeirra að koma og vera með okkur í dag. Þannig að við getum stutt hvort annað og sýnt samstöðu með hópnum.“ Upphaflega stóð til að vísa hátt í þrjú hundruð manns úr landi, en nú er fjöldi þeirra nær tvö hundruð. Það kannski fyrst og fremst sýnir okkur að ef þau vilja fækka í hópnum, ef þau vilja ekki brottvísa fólkinu þá virðist vera mjög auðvelt að gera það ekki.“
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Katrín segir ólíka stefnu stjórnarflokkanna í útlendingamálum ekki þurfa að koma á óvart Forsætisráðherra segir ekki þurfa að koma á óvart að stjórnarflokkarnir séu ekki fullkomlega sammála í útlendingamálum. Færri verði vísað úr landi en rætt hafi verið um samkvæmt upplýsingum sem dómsmálaráðherra hafi aflað að hennar ósk. Félagsmálaráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu vegna málsins. 27. maí 2022 20:00 Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57 Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira
Katrín segir ólíka stefnu stjórnarflokkanna í útlendingamálum ekki þurfa að koma á óvart Forsætisráðherra segir ekki þurfa að koma á óvart að stjórnarflokkarnir séu ekki fullkomlega sammála í útlendingamálum. Færri verði vísað úr landi en rætt hafi verið um samkvæmt upplýsingum sem dómsmálaráðherra hafi aflað að hennar ósk. Félagsmálaráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu vegna málsins. 27. maí 2022 20:00
Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57
Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01