„Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. maí 2022 13:25 Sema Erla er formaður Solaris. Aðsend/Eva Sigurðardóttir Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. Mótmælin hefjast klukkan korter yfir fjögur á Austurvelli og hefur fjöldi fólks boðað komu sína á samfélagsmiðlum. Sema Erla Serdar, formaður hjálparstamtakanna Solaris, er á meðal skipuleggjenda. Hún segir málstað fólksins njóta meðbyrs í samfélaginu og á von á því að stór hópur láti sjá sig. Krafa mótmælenda sé að fallið verði frá brottvísununum í heild sinni. „Fólk er almennt ekki sátt við þá ákvörðun stjórnvalda að vísa svona stórum hópi, fordæmalausri stærð af hópi, úr landi á einu bretti. Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals.“ Fólki sé misboðið hvernig komið sé fram við fólk á flótta, og stjórnvöld hafi það í hendi sér að leyfa fólkinu að vera. „Það eru nú þegar til fordæmi fyrir því að það sé gripið inn í einstök mál. Það eina sem þarf til þess að hverfa frá þessari ákvörðun er pólitískur vilji, sem því miður virðist ekki vera til staðar,“ segir Sema. Hún óttast að verið sé að undirbúa brottvísun fólksins með hraði. „Þannig að við hvetjum sem flesta til þess að mæta og láta fólkið líka vita, ef við höfum ekki náð til þeirra að koma og vera með okkur í dag. Þannig að við getum stutt hvort annað og sýnt samstöðu með hópnum.“ Upphaflega stóð til að vísa hátt í þrjú hundruð manns úr landi, en nú er fjöldi þeirra nær tvö hundruð. Það kannski fyrst og fremst sýnir okkur að ef þau vilja fækka í hópnum, ef þau vilja ekki brottvísa fólkinu þá virðist vera mjög auðvelt að gera það ekki.“ Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Katrín segir ólíka stefnu stjórnarflokkanna í útlendingamálum ekki þurfa að koma á óvart Forsætisráðherra segir ekki þurfa að koma á óvart að stjórnarflokkarnir séu ekki fullkomlega sammála í útlendingamálum. Færri verði vísað úr landi en rætt hafi verið um samkvæmt upplýsingum sem dómsmálaráðherra hafi aflað að hennar ósk. Félagsmálaráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu vegna málsins. 27. maí 2022 20:00 Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57 Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Mótmælin hefjast klukkan korter yfir fjögur á Austurvelli og hefur fjöldi fólks boðað komu sína á samfélagsmiðlum. Sema Erla Serdar, formaður hjálparstamtakanna Solaris, er á meðal skipuleggjenda. Hún segir málstað fólksins njóta meðbyrs í samfélaginu og á von á því að stór hópur láti sjá sig. Krafa mótmælenda sé að fallið verði frá brottvísununum í heild sinni. „Fólk er almennt ekki sátt við þá ákvörðun stjórnvalda að vísa svona stórum hópi, fordæmalausri stærð af hópi, úr landi á einu bretti. Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals.“ Fólki sé misboðið hvernig komið sé fram við fólk á flótta, og stjórnvöld hafi það í hendi sér að leyfa fólkinu að vera. „Það eru nú þegar til fordæmi fyrir því að það sé gripið inn í einstök mál. Það eina sem þarf til þess að hverfa frá þessari ákvörðun er pólitískur vilji, sem því miður virðist ekki vera til staðar,“ segir Sema. Hún óttast að verið sé að undirbúa brottvísun fólksins með hraði. „Þannig að við hvetjum sem flesta til þess að mæta og láta fólkið líka vita, ef við höfum ekki náð til þeirra að koma og vera með okkur í dag. Þannig að við getum stutt hvort annað og sýnt samstöðu með hópnum.“ Upphaflega stóð til að vísa hátt í þrjú hundruð manns úr landi, en nú er fjöldi þeirra nær tvö hundruð. Það kannski fyrst og fremst sýnir okkur að ef þau vilja fækka í hópnum, ef þau vilja ekki brottvísa fólkinu þá virðist vera mjög auðvelt að gera það ekki.“
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Katrín segir ólíka stefnu stjórnarflokkanna í útlendingamálum ekki þurfa að koma á óvart Forsætisráðherra segir ekki þurfa að koma á óvart að stjórnarflokkarnir séu ekki fullkomlega sammála í útlendingamálum. Færri verði vísað úr landi en rætt hafi verið um samkvæmt upplýsingum sem dómsmálaráðherra hafi aflað að hennar ósk. Félagsmálaráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu vegna málsins. 27. maí 2022 20:00 Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57 Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Katrín segir ólíka stefnu stjórnarflokkanna í útlendingamálum ekki þurfa að koma á óvart Forsætisráðherra segir ekki þurfa að koma á óvart að stjórnarflokkarnir séu ekki fullkomlega sammála í útlendingamálum. Færri verði vísað úr landi en rætt hafi verið um samkvæmt upplýsingum sem dómsmálaráðherra hafi aflað að hennar ósk. Félagsmálaráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu vegna málsins. 27. maí 2022 20:00
Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57
Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01