Katrín segir ólíka stefnu stjórnarflokkanna í útlendingamálum ekki þurfa að koma á óvart Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2022 20:00 Forsætisráðherra segir stjórnarflokkanna þrjá hafa ólíka stefnu í málefnum útlendinga. Líta beri á mál hvers og eins áður en ákvörðun verði tekin um að vísa fólki úr landi. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir ekki þurfa að koma á óvart að stjórnarflokkarnir séu ekki fullkomlega sammála í útlendingamálum. Færri verði vísað úr landi en rætt hafi verið um samkvæmt upplýsingum sem dómsmálaráðherra hafi aflað að hennar ósk. Félagsmálaráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu vegna málsins. Því hefur verið mótmælt að vísa ætti stórum hópi fólks sem leitaði verndar eða hælis hér úr landi og fullyrt að það væru allt að 300 manns. Félagsmálaráðherra og jafnvel fleiri ráðherrar Vinstri grænna hafa lýst óánægju með þessar fyrirætlanir innan ríkisstjórnarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir málið hafa verið rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Katrín segir að enn sé verið að kanna ólíkar aðstæður þess fólks sem Útlendingastofnun hafi ákveðið að senda úr landi.Vísir/Vilhelm „Dómsmálaráðherra hefur að beiðni minni verið að taka saman gögn um þennan hóp sem verið hefur til umræðu. Hann kom með stöðu mála inn á fund hér áðan þar sem kemur fram að þessi hópur er raunar undir 200 manns, það er að segja hópurinn sem kemur til greina til að vísa úr landi,“ segir Katrín. Enn eigi eftir að fara betur yfir samsetningu hópsins og ljóst að þar væri fólk innan um sem ekki verði vísað úr landi. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun í dag bíða 197 þess að vera fylgt úr landi. „Stefna míns flokks er algerlega skýr. Það eru raunar þrír flokkar í þessari ríkisstjórn og hver er með sína stefnu í þessum málum. Þannig að það þarf ekki að koma á óvart að við séum ekki fullkomlega sammála þegar kemur að útlendingamálum,“ segir forsætisráðherra. Myndin muni skýrast betur á næstu dögum. Forsætisráðherra er sérstaklega að kanna hvort önnur ríki væru að senda flóttafólk til baka til Grikklands þar sem aðstæður hafa verið sagðar slæmar vegna mikils fjölda flóttamanna. „Við erum eingöngu búin að fá svör frá tveimur ríkjum, Finnlandi og Danmörku, sem eru að senda fólk til Grikklands. En við erum að afla frekari upplýsinga um þau mál,“ segir Katrín. Fram hefur komið að konur frá Sómalíu kvíði því að lenda á götunni í Grikklandi. Brottvísanir hafa áhrif á Katrínu Þetta hlýtur að hafa áhrif á þig sem manneskju að heyra persónulegar sögur og ótta fólks að vera sent í burtu? „Að sjálfsögðu hefur það áhrif á mig sem manneskju. Að sjálfsögðu hefur það áhrif á okkur öll sem manneskjur. Enda er þetta ekki einhver einn hópur. Þetta eru einstaklingar. Einstaklingar sem hafa ólíka sögu og ólíkar aðstæður og um það snýst auðvitað kerfið okkar og á að snúast, að það sé tekið tillit til aðstæðna einstaklinga,“ segir Katrín. Jón Gunnarsson segir fólk í viðkvæmri stöðu ekki verða sent úr landi og engar fjölskyldur til Grikklands.Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir ekkert hafa breyst í framkvæmd þessara mála frá upphafi fyrri ríkisstjórnar árið 2017 annað en aðstæður í þeim löndum sem til hafi staðið að senda fólk til. Mörg hundruð manns hafi verið vísað úr landi frá 2017 samkvæmt þessum reglum. Engir hópflutningar standi fyrir dyrum og fólk í veikri stöðu bíði ekki brottfarar. „Kona gengin átta mánuði á leið fær auðvitað sitt mál endurupptekið eins og lög og reglur gera ráð fyrir og verður auðvitað ekki send úr landi við þær aðstæður. Þannig aðforsendur hafa breyst. Það stendur ekki til að senda neitt fjölskyldufólk til Grikklands,“ segir Jón. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir skiptar skoðanir og ólíkar stefnur um útlendingamál hjá ríkisstjórnarflokkunum. Ríkisstjórnin hafi hins vegar borið gæfu til að leysa ágreiningsmál og hann hafi trú á að það gerist einnig núna. Þannig að það er ekki tifandi sprengja undir ríkisstjórninni? „Nei, það myndi ég ekki segja,“ segir félagsmálaráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum. 27. maí 2022 15:35 Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57 Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Því hefur verið mótmælt að vísa ætti stórum hópi fólks sem leitaði verndar eða hælis hér úr landi og fullyrt að það væru allt að 300 manns. Félagsmálaráðherra og jafnvel fleiri ráðherrar Vinstri grænna hafa lýst óánægju með þessar fyrirætlanir innan ríkisstjórnarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir málið hafa verið rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Katrín segir að enn sé verið að kanna ólíkar aðstæður þess fólks sem Útlendingastofnun hafi ákveðið að senda úr landi.Vísir/Vilhelm „Dómsmálaráðherra hefur að beiðni minni verið að taka saman gögn um þennan hóp sem verið hefur til umræðu. Hann kom með stöðu mála inn á fund hér áðan þar sem kemur fram að þessi hópur er raunar undir 200 manns, það er að segja hópurinn sem kemur til greina til að vísa úr landi,“ segir Katrín. Enn eigi eftir að fara betur yfir samsetningu hópsins og ljóst að þar væri fólk innan um sem ekki verði vísað úr landi. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun í dag bíða 197 þess að vera fylgt úr landi. „Stefna míns flokks er algerlega skýr. Það eru raunar þrír flokkar í þessari ríkisstjórn og hver er með sína stefnu í þessum málum. Þannig að það þarf ekki að koma á óvart að við séum ekki fullkomlega sammála þegar kemur að útlendingamálum,“ segir forsætisráðherra. Myndin muni skýrast betur á næstu dögum. Forsætisráðherra er sérstaklega að kanna hvort önnur ríki væru að senda flóttafólk til baka til Grikklands þar sem aðstæður hafa verið sagðar slæmar vegna mikils fjölda flóttamanna. „Við erum eingöngu búin að fá svör frá tveimur ríkjum, Finnlandi og Danmörku, sem eru að senda fólk til Grikklands. En við erum að afla frekari upplýsinga um þau mál,“ segir Katrín. Fram hefur komið að konur frá Sómalíu kvíði því að lenda á götunni í Grikklandi. Brottvísanir hafa áhrif á Katrínu Þetta hlýtur að hafa áhrif á þig sem manneskju að heyra persónulegar sögur og ótta fólks að vera sent í burtu? „Að sjálfsögðu hefur það áhrif á mig sem manneskju. Að sjálfsögðu hefur það áhrif á okkur öll sem manneskjur. Enda er þetta ekki einhver einn hópur. Þetta eru einstaklingar. Einstaklingar sem hafa ólíka sögu og ólíkar aðstæður og um það snýst auðvitað kerfið okkar og á að snúast, að það sé tekið tillit til aðstæðna einstaklinga,“ segir Katrín. Jón Gunnarsson segir fólk í viðkvæmri stöðu ekki verða sent úr landi og engar fjölskyldur til Grikklands.Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir ekkert hafa breyst í framkvæmd þessara mála frá upphafi fyrri ríkisstjórnar árið 2017 annað en aðstæður í þeim löndum sem til hafi staðið að senda fólk til. Mörg hundruð manns hafi verið vísað úr landi frá 2017 samkvæmt þessum reglum. Engir hópflutningar standi fyrir dyrum og fólk í veikri stöðu bíði ekki brottfarar. „Kona gengin átta mánuði á leið fær auðvitað sitt mál endurupptekið eins og lög og reglur gera ráð fyrir og verður auðvitað ekki send úr landi við þær aðstæður. Þannig aðforsendur hafa breyst. Það stendur ekki til að senda neitt fjölskyldufólk til Grikklands,“ segir Jón. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir skiptar skoðanir og ólíkar stefnur um útlendingamál hjá ríkisstjórnarflokkunum. Ríkisstjórnin hafi hins vegar borið gæfu til að leysa ágreiningsmál og hann hafi trú á að það gerist einnig núna. Þannig að það er ekki tifandi sprengja undir ríkisstjórninni? „Nei, það myndi ég ekki segja,“ segir félagsmálaráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum. 27. maí 2022 15:35 Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57 Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum. 27. maí 2022 15:35
Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57
Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01