Framleiðendur segja tímasetningu ákæra óheppilega Árni Sæberg skrifar 27. maí 2022 23:26 Þessi mynd var tekin af Spacey í dómsal í Bandaríkjunum þegar hann kom fyrst fyrir dóm vegna meints kynferðisofbeldis. Nicole Harnishfeger-Pool/Getty Images Framleiðendur kvikmyndar sem Kevin Spacey leikur í segja tímasetningu fjögurra ákæra, sem gefnar voru út á hendur leikaranum í gær, vera óheppilega. Framleiðendur kvikmyndarinnar Peter five eight reyna nú að selja dreifingaraðilum sýningarétt að henni á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi. Það væri ekki í frásögur færandi ef aðalleikarinn, Kevin Spacey, hefði ekki verið ákærður fyrir fjögur kynferðisbrot í gær. Leikarinn hefur lítið sem ekkert leikið síðan fjölmargir karlmenn stigu fram og sökuðu hann um kynferðisofbeldi árið 2017 þegar #MeToo byltingin stóð sem hæst. Árið 2018 var hann ákærður fyrir eitt brot í Bandaríkjunum en sú ákæra var látin niður falla. Framleiðendur Peter five eight ákváðu samt sem áður að ráða hann til að leika aðalhlutverk myndarinnar og þeir virðast ekki telja nokkuð athugavert við þá ákvörðun. Fleiri vilji sjá Spacey á skjánum en ekki „Það er óheppilegt að aukin neikvæð umfjöllun verði á sama tíma og Kevin byrjar að vinna á ný, en það mátti svo sem búast við henni. Það er til fólk sem vill ekki að hann leiki en mun fleiri aðdáendur hans um allan heim hafa beðið eftir endurkomu leikara, sem þeir hafa dáð í áratugi, á stóra tjaldið,“ segir í tilkynningu frá framleiðendunum. Peter five eight er ekki eina myndin sem Spacey hefur leikið í undanfarið en á eftir að gefa út. Hann fer einnig með aðalhlutverk í kvikmynd um fyrsta forseta Króatíu og kvikmynd Michaels Hoffmans um Gore Vidal. Þá fer hann með hlutverk lögreglumanns í kvikmynd Francos Nero, The man who drew god, sem fjallar um blindan mann sem er sakaður um kynferðisbrot gegn barni. Bíó og sjónvarp Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot á ný Saksóknari í Bretlandi hefur gefið út fjórar ákærur á hendur leikaranum Kevin Spacey. Í kjölfar #MeToo byltingarinnar steig mikill fjöldi karlmanna fram og sakaði leikarann um að hafa brotið á sér kynferðislega. 26. maí 2022 15:07 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Framleiðendur kvikmyndarinnar Peter five eight reyna nú að selja dreifingaraðilum sýningarétt að henni á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi. Það væri ekki í frásögur færandi ef aðalleikarinn, Kevin Spacey, hefði ekki verið ákærður fyrir fjögur kynferðisbrot í gær. Leikarinn hefur lítið sem ekkert leikið síðan fjölmargir karlmenn stigu fram og sökuðu hann um kynferðisofbeldi árið 2017 þegar #MeToo byltingin stóð sem hæst. Árið 2018 var hann ákærður fyrir eitt brot í Bandaríkjunum en sú ákæra var látin niður falla. Framleiðendur Peter five eight ákváðu samt sem áður að ráða hann til að leika aðalhlutverk myndarinnar og þeir virðast ekki telja nokkuð athugavert við þá ákvörðun. Fleiri vilji sjá Spacey á skjánum en ekki „Það er óheppilegt að aukin neikvæð umfjöllun verði á sama tíma og Kevin byrjar að vinna á ný, en það mátti svo sem búast við henni. Það er til fólk sem vill ekki að hann leiki en mun fleiri aðdáendur hans um allan heim hafa beðið eftir endurkomu leikara, sem þeir hafa dáð í áratugi, á stóra tjaldið,“ segir í tilkynningu frá framleiðendunum. Peter five eight er ekki eina myndin sem Spacey hefur leikið í undanfarið en á eftir að gefa út. Hann fer einnig með aðalhlutverk í kvikmynd um fyrsta forseta Króatíu og kvikmynd Michaels Hoffmans um Gore Vidal. Þá fer hann með hlutverk lögreglumanns í kvikmynd Francos Nero, The man who drew god, sem fjallar um blindan mann sem er sakaður um kynferðisbrot gegn barni.
Bíó og sjónvarp Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot á ný Saksóknari í Bretlandi hefur gefið út fjórar ákærur á hendur leikaranum Kevin Spacey. Í kjölfar #MeToo byltingarinnar steig mikill fjöldi karlmanna fram og sakaði leikarann um að hafa brotið á sér kynferðislega. 26. maí 2022 15:07 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot á ný Saksóknari í Bretlandi hefur gefið út fjórar ákærur á hendur leikaranum Kevin Spacey. Í kjölfar #MeToo byltingarinnar steig mikill fjöldi karlmanna fram og sakaði leikarann um að hafa brotið á sér kynferðislega. 26. maí 2022 15:07