Framleiðendur segja tímasetningu ákæra óheppilega Árni Sæberg skrifar 27. maí 2022 23:26 Þessi mynd var tekin af Spacey í dómsal í Bandaríkjunum þegar hann kom fyrst fyrir dóm vegna meints kynferðisofbeldis. Nicole Harnishfeger-Pool/Getty Images Framleiðendur kvikmyndar sem Kevin Spacey leikur í segja tímasetningu fjögurra ákæra, sem gefnar voru út á hendur leikaranum í gær, vera óheppilega. Framleiðendur kvikmyndarinnar Peter five eight reyna nú að selja dreifingaraðilum sýningarétt að henni á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi. Það væri ekki í frásögur færandi ef aðalleikarinn, Kevin Spacey, hefði ekki verið ákærður fyrir fjögur kynferðisbrot í gær. Leikarinn hefur lítið sem ekkert leikið síðan fjölmargir karlmenn stigu fram og sökuðu hann um kynferðisofbeldi árið 2017 þegar #MeToo byltingin stóð sem hæst. Árið 2018 var hann ákærður fyrir eitt brot í Bandaríkjunum en sú ákæra var látin niður falla. Framleiðendur Peter five eight ákváðu samt sem áður að ráða hann til að leika aðalhlutverk myndarinnar og þeir virðast ekki telja nokkuð athugavert við þá ákvörðun. Fleiri vilji sjá Spacey á skjánum en ekki „Það er óheppilegt að aukin neikvæð umfjöllun verði á sama tíma og Kevin byrjar að vinna á ný, en það mátti svo sem búast við henni. Það er til fólk sem vill ekki að hann leiki en mun fleiri aðdáendur hans um allan heim hafa beðið eftir endurkomu leikara, sem þeir hafa dáð í áratugi, á stóra tjaldið,“ segir í tilkynningu frá framleiðendunum. Peter five eight er ekki eina myndin sem Spacey hefur leikið í undanfarið en á eftir að gefa út. Hann fer einnig með aðalhlutverk í kvikmynd um fyrsta forseta Króatíu og kvikmynd Michaels Hoffmans um Gore Vidal. Þá fer hann með hlutverk lögreglumanns í kvikmynd Francos Nero, The man who drew god, sem fjallar um blindan mann sem er sakaður um kynferðisbrot gegn barni. Bíó og sjónvarp Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot á ný Saksóknari í Bretlandi hefur gefið út fjórar ákærur á hendur leikaranum Kevin Spacey. Í kjölfar #MeToo byltingarinnar steig mikill fjöldi karlmanna fram og sakaði leikarann um að hafa brotið á sér kynferðislega. 26. maí 2022 15:07 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Framleiðendur kvikmyndarinnar Peter five eight reyna nú að selja dreifingaraðilum sýningarétt að henni á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi. Það væri ekki í frásögur færandi ef aðalleikarinn, Kevin Spacey, hefði ekki verið ákærður fyrir fjögur kynferðisbrot í gær. Leikarinn hefur lítið sem ekkert leikið síðan fjölmargir karlmenn stigu fram og sökuðu hann um kynferðisofbeldi árið 2017 þegar #MeToo byltingin stóð sem hæst. Árið 2018 var hann ákærður fyrir eitt brot í Bandaríkjunum en sú ákæra var látin niður falla. Framleiðendur Peter five eight ákváðu samt sem áður að ráða hann til að leika aðalhlutverk myndarinnar og þeir virðast ekki telja nokkuð athugavert við þá ákvörðun. Fleiri vilji sjá Spacey á skjánum en ekki „Það er óheppilegt að aukin neikvæð umfjöllun verði á sama tíma og Kevin byrjar að vinna á ný, en það mátti svo sem búast við henni. Það er til fólk sem vill ekki að hann leiki en mun fleiri aðdáendur hans um allan heim hafa beðið eftir endurkomu leikara, sem þeir hafa dáð í áratugi, á stóra tjaldið,“ segir í tilkynningu frá framleiðendunum. Peter five eight er ekki eina myndin sem Spacey hefur leikið í undanfarið en á eftir að gefa út. Hann fer einnig með aðalhlutverk í kvikmynd um fyrsta forseta Króatíu og kvikmynd Michaels Hoffmans um Gore Vidal. Þá fer hann með hlutverk lögreglumanns í kvikmynd Francos Nero, The man who drew god, sem fjallar um blindan mann sem er sakaður um kynferðisbrot gegn barni.
Bíó og sjónvarp Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot á ný Saksóknari í Bretlandi hefur gefið út fjórar ákærur á hendur leikaranum Kevin Spacey. Í kjölfar #MeToo byltingarinnar steig mikill fjöldi karlmanna fram og sakaði leikarann um að hafa brotið á sér kynferðislega. 26. maí 2022 15:07 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot á ný Saksóknari í Bretlandi hefur gefið út fjórar ákærur á hendur leikaranum Kevin Spacey. Í kjölfar #MeToo byltingarinnar steig mikill fjöldi karlmanna fram og sakaði leikarann um að hafa brotið á sér kynferðislega. 26. maí 2022 15:07