Erlent

Vaktin: Lavrov sendir viðvörun vegna vopnasendinga vestrænna ríkja

Bjarki Sigurðsson, Árni Sæberg og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
Sergey Lavrov er utanríkisráðherra Rússlands.
Sergey Lavrov er utanríkisráðherra Rússlands. Vísir/AP

Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir að það sé hættulegra að láta undan kröfum Pútíns en að ögra honum.

Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 

Helstu vendingar í dag:

  • Utanríkisráðherra Bretlands segir Pútín halda heiminum í gíslingu með því að nota hungur og matarskort sem vopn.
  • Rússar ætla að henda blaðamönnum frá Vesturlöndum úr landi ef YouTube lokar á aðra útsendingu af fundi hjá þeim. 
  • Tyrkir eru í viðræðum við Úkraínumenn og Rússa um að opna leið fyrir Úkraínu til að flytja korn.
  • Anarkistar frá löndum víðsvegar um heiminn hafa gengið til liðs við hersveitir Úkraínumanna. 
  • Um átta þúsund Úkraínumenn eru í haldi hópa sem styðja árás Rússa. 
  • Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir það hættulegra að láta undan kröfum Pútíns en að ögra honum.
  • Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, hefur varað vestræn ríki við að senda vopn til Úkraínu sem hægt væri að nota til árása á rússneskt landsvæði.

Hér má finna vakt gærdagsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×