Fótbolti

„Skil ekki af hverju Arna Sif er ekki valin í landsliðið“

Andri Már Eggertsson skrifar
Pétur Pétursson á Kópavogsvelli í kvöld
Pétur Pétursson á Kópavogsvelli í kvöld Vísir/Diego

Valur vann 1-0 sigur gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var afar ánægður eftir leik.

„Það er alltaf gott að vinna í Kópavogi. Ég hef aðeins unnið tvisvar á Kópavogsvelli svo þetta er ekki algengt. Breiðablik er með mjög gott fótbolta lið og fannst mér þetta vera mjög skemmtilegur leikur þrátt fyrir aðeins eitt mark,“ sagði Pétur Pétursson eftir annan sigurinn í röð á Kópavogsvelli.

Arna Sif Ásgrímsdóttir, leikmaður Vals, skoraði sigurmark leiksins og fannst Pétri það afar sérstakt að hún sé ekki í íslenska landsliðinu.

„Varnarleikurinn okkar var góður og verð ég að segja að ég skil ekki hvers vegna Arna Sif er ekki valin í landsliðið í fótbolta mér finnst vera komin tími á það.“

Pétur var ánægður með að halda markinu hreinu og fannst honum varnarleikur Vals öflugur.

„Mér fannst við þéttar og fengum ekki á okkur mörg dauðafæri. Þegar maður mætir Breiðabliki þarf maður að loka á sendingaleiðirnar sem mér fannst við gera vel og þetta var leikur sem sýndi að við getum spilað bæði vörn og sókn.“

Valur er á toppnum í Bestu deild kvenna eftir fyrsta þriðjung en Pétur vildi ekki fara fram úr sér eftir sex leiki og benti á að það sé bara maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×