Abdul Bangura kom heimamönnum í Sindra í forystu strax á níundu mínútu leiksins áður en Steinar Þorsteinsson jafnaði metin fyrir Skagamenn stuttu fyrir hálfleik.
Ibrahim Sorie Barrie kom Sindra yfir á nýjan leik á 52. mínútu, en tíu mínútum síðar varð Gunnar Orri Aðalsteinsson fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og staðan því orðin 2-2.
Kaj Leo Í Bartalstovu kom ÍA yfir í fyrsta skipti í leiknum með marki á 67. mínútu áður en Guðmundur Tyrfingsson breytti stöðunni í 4-2, Skagamönnum í vil.
Ivan Eres minnkaði muninn dyeie Sindra þegar um tíu mínútur voru til leiksloka, en Gísli Laxdal Unnarsson gulltryggði 5-3 sigur Skagamanna með marki á 86. mínútu.
Skagamenn eru komnir áfram eftir spennandi leik í Höfn 😀#ÁframÍA | 🔴 #SindriÍA 🟡 3-5 (LL) pic.twitter.com/42Yu3jvfyR
— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) May 24, 2022
Þá vann Ægir frá Þorlákshöfn góðan 3-1 sigur er liðið heimsótti Hött/Huginn austur á land. Rafael Victor kom heimamönnum yfir úr vítaspyrnu snemma leiks, en Ágúst Karel Magnússon, Stefan Dabetic og Bjarki Rúnar Jónínuson sáu til þess að gestirnir fögnuðu 3-1 sigri.
Að lokum Vann Afturelding 3-2 sigur gegn Vestra eftir framlengdan leik og Selfyssingar höfðu betur gegn Magna frá Grenivík í vítaspyrnukeppni.