Erlent

Mun meira um leifar hættulegs skordýraeiturs á ferskum ávöxtum

Gunnar Reynir Valþórsson og Eiður Þór Árnason skrifa
Rannsóknin byggir á nærri hundrað þúsund sýnum sem tekin voru yfir níu ára tímabil.
Rannsóknin byggir á nærri hundrað þúsund sýnum sem tekin voru yfir níu ára tímabil. Getty/Grant Faint

Mengun af völdum skordýraeiturs í ferskum ávöxtum í Evrópu hefur aukist verulega á síðustu tíu árum ef marka má rannsókn sem nær yfir níu ára tímabil. 

The Guardian greinir frá þessu en þar segir að þriðjungur allra epla og helmingur allra skógarberja hafi innihaldið leifar af skordýraeitri úr efsta eiturefnaflokki en þar má finna efni sem hafa meðal annars verið tengd við krabbamein, hjartasjúkdóma og fæðingargalla. Tíðni skordýraeitursleifa á Kiwi ávöxtum jókst frá því að vera fjögur prósent árið 2011 upp í 32% árið 2019. Á sama tíma tvöfaldaðist tíðni mengaðra kirsuberja á sama tíma úr 22% í 50%.

Á heildina litið benda niðurstöður rannsóknarinnar til að 53% aukning sé í mengun af völdum skordýraeiturs í hættulegasta flokknum á síðustu níu árum. Athugunin byggði á opinberum gögnum og nærri hundrað þúsund sýnum af ávöxtum í Evrópu. 

Rannsóknin var unnin af félagasamtökunum Pesticide Action Network Europe sem hafa það að markmiði að draga úr neikvæðum áhrifum hættulegs skordýraeiturs og tala fyrir öðrum lausnum.

Mest mengun fannst í brómberjum (51%), ferskjum (45%), jarðarberjum (38%), kirsuberjum (35%) og apríkósum (35%).Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.