Vonast enn til að Musk taki þátt í baráttunni gegn hungri Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2022 15:25 Musk þóttist tilbúinn að gefa matvælaaðstoð SÞ milljarða dollara í fyrra en svo heyrðist aldrei múkk frá honum meir. Vísir/Getty Yfirmaður Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna segist enn vonast til þess að milljarðamæringurinn Elon Musk leggi baráttunni gegn hungri í heiminum lið þrátt fyrir að þeir hafi engin samskipti haft frá samfélagsmiðladeilu þeirra fyrir ári. Musk sagðist tilbúinn að selja hlutabréf í Tesla, rafbílafyrirtæki sínu, fyrir sex milljarða dollara og gefa þá til matvælaaðstoðarinnar ef stofnunin veitti honum frekari upplýsingar um hvernig hún nýtti fjárveitingar sínar í fyrra. Það gerði hann í Twitter-rifrildi við David Beasley, yfirmann matvælaaðstoðarinnar. Beasley var spurður út í samskipti sín við Musk í pallborðsumræðum á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Sagðist hann tilbúinn að setjast niður og ræða hugmyndir Musk en hann hefði þó ekki átt nein bein samskipti við hann frá því í fyrra, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Það er margt auðugt fólk í heiminum sem getur lagt meira til, ekki bara Elon. En vonandi getum við enn fengið hann til að leggja meira til,“ sagði Beasley. Musk virðist þó hafa í mörg önnur horn að líta þessa dagana. Hann reynir nú að komast undan kauptilboði sem hann gerði í samfélagsmiðilinn Twitter sem var vettvangur deilu hans við Beasley. Þá birtust fyrir helgi fréttir af því að SpaceX, geimferðafyrirtæki Musk, hefði greitt flugfreyju sem starfaði fyrir fyrirtækið fyrir að þegja um meinta kynferðislega áreitni hans. Sagði flugfreyjan að Musk hefði berað lim sinn fyrir framan hana og boðið henni hest í skiptum fyrir kynferðislegan greiða. Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Musk hafnar ásökunum og vill koma á fót málsóknarteymi Ríkasti maður heims, Elon Musk, hafnar þeim ásökunum sem á hann eru bornar um kynferðislega áreitni. Greint var frá því á dögunum að flugfreyja sem starfaði fyrir fyrirtæki hans sakaði hann um að hafa berað sig við konuna, káfað á henni og boðið henni greiðslu fyrir kynlíf. 21. maí 2022 11:07 Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. 19. maí 2022 23:11 Musk skapar enn meiri vafa um kaupin á Twitter Kaup auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru nú í lausu lofti eftir að hann byrjaði að efast um tölur stjórnenda Twitter um hversu hátt hlutfall reikninga eru gervireikningar eða yrki (e. bot). Hann vill greiða minna en tilboðið sem hann lagði fram í síðasta mánuði. 17. maí 2022 17:40 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Musk sagðist tilbúinn að selja hlutabréf í Tesla, rafbílafyrirtæki sínu, fyrir sex milljarða dollara og gefa þá til matvælaaðstoðarinnar ef stofnunin veitti honum frekari upplýsingar um hvernig hún nýtti fjárveitingar sínar í fyrra. Það gerði hann í Twitter-rifrildi við David Beasley, yfirmann matvælaaðstoðarinnar. Beasley var spurður út í samskipti sín við Musk í pallborðsumræðum á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Sagðist hann tilbúinn að setjast niður og ræða hugmyndir Musk en hann hefði þó ekki átt nein bein samskipti við hann frá því í fyrra, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Það er margt auðugt fólk í heiminum sem getur lagt meira til, ekki bara Elon. En vonandi getum við enn fengið hann til að leggja meira til,“ sagði Beasley. Musk virðist þó hafa í mörg önnur horn að líta þessa dagana. Hann reynir nú að komast undan kauptilboði sem hann gerði í samfélagsmiðilinn Twitter sem var vettvangur deilu hans við Beasley. Þá birtust fyrir helgi fréttir af því að SpaceX, geimferðafyrirtæki Musk, hefði greitt flugfreyju sem starfaði fyrir fyrirtækið fyrir að þegja um meinta kynferðislega áreitni hans. Sagði flugfreyjan að Musk hefði berað lim sinn fyrir framan hana og boðið henni hest í skiptum fyrir kynferðislegan greiða.
Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Musk hafnar ásökunum og vill koma á fót málsóknarteymi Ríkasti maður heims, Elon Musk, hafnar þeim ásökunum sem á hann eru bornar um kynferðislega áreitni. Greint var frá því á dögunum að flugfreyja sem starfaði fyrir fyrirtæki hans sakaði hann um að hafa berað sig við konuna, káfað á henni og boðið henni greiðslu fyrir kynlíf. 21. maí 2022 11:07 Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. 19. maí 2022 23:11 Musk skapar enn meiri vafa um kaupin á Twitter Kaup auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru nú í lausu lofti eftir að hann byrjaði að efast um tölur stjórnenda Twitter um hversu hátt hlutfall reikninga eru gervireikningar eða yrki (e. bot). Hann vill greiða minna en tilboðið sem hann lagði fram í síðasta mánuði. 17. maí 2022 17:40 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Musk hafnar ásökunum og vill koma á fót málsóknarteymi Ríkasti maður heims, Elon Musk, hafnar þeim ásökunum sem á hann eru bornar um kynferðislega áreitni. Greint var frá því á dögunum að flugfreyja sem starfaði fyrir fyrirtæki hans sakaði hann um að hafa berað sig við konuna, káfað á henni og boðið henni greiðslu fyrir kynlíf. 21. maí 2022 11:07
Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. 19. maí 2022 23:11
Musk skapar enn meiri vafa um kaupin á Twitter Kaup auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru nú í lausu lofti eftir að hann byrjaði að efast um tölur stjórnenda Twitter um hversu hátt hlutfall reikninga eru gervireikningar eða yrki (e. bot). Hann vill greiða minna en tilboðið sem hann lagði fram í síðasta mánuði. 17. maí 2022 17:40