Hét því að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2022 09:11 Biden er í opinberri heimsókn í Tókýó í Japan. AP/David Mareuil Joe Biden Bandaríkjaforseti tók af tvímæli um hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar hernaðarlega ef Kína réðist á eyjuna. Hvíta húsið segir að engin stefnubreyting felist í yfirlýsingu forsetans. Ummælin lét Biden falla í opinberri heimsókn í Japan í dag. Undanfarna áratug hefur Bandaríkjastjórn að ásettu ráði ekki sagt ótvírætt hvort hún væri tilbúin að beita valdi til að verja Taívan , að sögn Reuters-fréttastofunnar. Biden svaraði játandi þegar fréttamaður spurði hann hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar væri ráðist á það. „Það er skuldbindingin sem við gengumst undir,“ sagði forsetinn. Reuters segir að þjóðaröryggisráðgjafar bandaríska forsetans hafi verið órólegir í sætum sínum þegar hann svaraði spurningunni. Nokkrir þeirra hafi verið niðurlútir þegar hann virtist lofa Taívan afdráttarlausum stuðningi. Þegar Biden lét svipuð ummæli falla í október var því sums staðar lýst sem axarskafti forsetans en Hvíta húsið hafnaði því að þau mörkuðu nýja stefnu gagnvart Taívan og Kína. Tók hann fram að hann gerði ekki ráð fyrir að til innrásar kæmi. Stjórnvöld í Beijing líta á Taívan sem hluta af Kína og hefur spenna á milli þeirra og stjórnvalda á Taívan farið vaxandi. Málefni Taívan er einn helsti ásteytingarsteinninn í samskiptum Kína við Bandaríkin. Markmið ferðar Biden til Asíu er meðal annars að vinna gegn vaxandi áhrifum Kína. Tilkynnti hann um stofnun nýs efnahagsbandalags við Indland og Kyrrahafsríki sem kemur í staðinn fyrir Kyrrahafsefnahagsbandalagið sem Donald Trump sleit. Þrettán ríki sem saman eiga um 40% af samanlagðri landsframleiðslu heimsins eiga þátt í bandalaginu: Ástralía, Brunei, Indland, Indónesía, Japan, Suður-Kórea, Malasía, Nýja-Sjáland, Filippseyjar, Singapúr, Taíland og Víetnam. Bandaríkin Taívan Kína Japan Joe Biden Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Ummælin lét Biden falla í opinberri heimsókn í Japan í dag. Undanfarna áratug hefur Bandaríkjastjórn að ásettu ráði ekki sagt ótvírætt hvort hún væri tilbúin að beita valdi til að verja Taívan , að sögn Reuters-fréttastofunnar. Biden svaraði játandi þegar fréttamaður spurði hann hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar væri ráðist á það. „Það er skuldbindingin sem við gengumst undir,“ sagði forsetinn. Reuters segir að þjóðaröryggisráðgjafar bandaríska forsetans hafi verið órólegir í sætum sínum þegar hann svaraði spurningunni. Nokkrir þeirra hafi verið niðurlútir þegar hann virtist lofa Taívan afdráttarlausum stuðningi. Þegar Biden lét svipuð ummæli falla í október var því sums staðar lýst sem axarskafti forsetans en Hvíta húsið hafnaði því að þau mörkuðu nýja stefnu gagnvart Taívan og Kína. Tók hann fram að hann gerði ekki ráð fyrir að til innrásar kæmi. Stjórnvöld í Beijing líta á Taívan sem hluta af Kína og hefur spenna á milli þeirra og stjórnvalda á Taívan farið vaxandi. Málefni Taívan er einn helsti ásteytingarsteinninn í samskiptum Kína við Bandaríkin. Markmið ferðar Biden til Asíu er meðal annars að vinna gegn vaxandi áhrifum Kína. Tilkynnti hann um stofnun nýs efnahagsbandalags við Indland og Kyrrahafsríki sem kemur í staðinn fyrir Kyrrahafsefnahagsbandalagið sem Donald Trump sleit. Þrettán ríki sem saman eiga um 40% af samanlagðri landsframleiðslu heimsins eiga þátt í bandalaginu: Ástralía, Brunei, Indland, Indónesía, Japan, Suður-Kórea, Malasía, Nýja-Sjáland, Filippseyjar, Singapúr, Taíland og Víetnam.
Bandaríkin Taívan Kína Japan Joe Biden Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira