Erlent

Margs konar hættur steðja að heims­byggðinni á sama tíma

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Tedros Adhanom Ghebreyesus ávarpaði 75. Alþjóðaheilbrigðisþingið í Genf í gær.
Tedros Adhanom Ghebreyesus ávarpaði 75. Alþjóðaheilbrigðisþingið í Genf í gær. AP

Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar varar við því að margskonar hættur steðji nú að heimsbyggðinni á sama tíma.

Í ræðu sem Tedros Adhanom Ghebreyesus hélt á 75. Alþjóðaheilbrigðisþinginu í Genf í Sviss í gærkvöldi nefndi hann sérstaklega kórónuveiruna, stríðið í Úkraínu og apabóluna, sem virðist nú vera að breiðast út á miklum hraða.

Sjúkdómurinn, sem hingað til hefur verið staðbundinn í Afríku, hefur á síðustu dögum fundist í fimmtán löndum víðsvegar um heiminn. Rúmlega áttatíu tilfelli hafa verið staðfest í Evrópu, Bandaríkunum, Kanada og í Ástralíu.

Sérfræðingar benda þó á að almenningi stafi ekki mikil hætta af apabólunni, þar sem hún smitast ekki mjög greiðlega, en þeir sem smitast eru víða látnir sæta þriggja vikna sóttkví.

Búist er við því að fleiri ný tilfelli verði staðfest í dag í Evrópulöndunum eftir helgina, að því er segir í frétt BBC


Tengdar fréttir

Úti­lokar ekki að apa­bóla berist hingað til lands

Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að skilgreina apabólu (e. monkeypox) sem sjúkdóm sem ógn við almannaheill. Frá þessu greindi sænska ríkisstjórnin í morgun, en fyrsta tilfelli apabólu greindist í Svíþjóð í gær.

Áttatíu einstaklingar í tólf ríkjum greinst með apabólu

Fleiri en 80 tilfelli apabólu hafa greinst í að minnsta kosti tólf ríkjum. Alþjóðaheilbrigðisstofunin segir að verið sé að rannsaka um 50 möguleg tilvik til viðbótar og varar við því að þeim muni fjölga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×