Fótbolti

Lögreglan rannsakar Patrick Vieira

Atli Arason skrifar
Patrick Vieira er knattspyrnustjóri Crystal Palace.
Patrick Vieira er knattspyrnustjóri Crystal Palace. Getty/Sebastian Frej

Lögreglan í Merseyside á Englandi er með mál Patrick Vieira, knattspyrnustjóra Crystal Palace, til rannsóknar eftir að honum og stuðningsmanni Everton lentu saman eftir leik liðanna

Vieira sparkaði stuðningsmann Everton niður eftir að stuðningsmaðurinn sýndi ógnandi tilburði í garð knattspyrnustjórans. Stuðningsmaðurinn var einn af miklum fjölda stuðningsmann Everton sem réðst inn á leikvöllinn eftir það varð ljóst að Everton myndi sleppa við fall með 3-2 sigri á Crystal Palace.

Vieira þurfti að ganga þvert yfir völlinn til að komast inn í búningsherbergi Palace eftir að dómarinn flautaði leikinn af en á leiðinni inn í búningsherbergin var leikvöllurinn orðinn troðfullur af stuðningsmönnum Everton. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var af stuðningsmanninum sjálfum áður en Vieira sparkaði hann niður.

„Við erum að vinna með Everton FC við að nálgast allar upptökur af leikvellinum og tala við vitni. Enginn formleg kvörtun hefur borist enn sem komið er en atvikið er í skoðun,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar í Merseyside um atvikið milli Vieira og stuðningsmannsins.

Þetta atvik í Guttagarði í Liverpool er ekki það eina sem lögreglan á Englandi og enska knattspyrnusambandið hefur verið með í skoðun en álíka atvik áttu sér stað í liðinni viku þegar Nottingham Forest og Sheffield mættust í næst efstu deild og einnig þegar Port Vale og Swindown Town mættust í fjórðu efstu deild. Enska knattspyrnusambandið er að skoða hvernig eigi að bregðast við.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.