Gæti leikið í ensku B-deildinni á næstu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. maí 2022 19:31 Gareth Bale á varamannabekk Real Madríd gegn Manchester City í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. David S. Bustamante/Getty Images Samningur Gareth Bale við Spánarmeistara Real Madríd rennur út í sumar. Samkvæmt fjölmiðlum ytra gæti hann tekið slaginn með Cardiff City í ensku B-deildinni á næstu leiktíð. Hinn 32 ára gamli Bale hefur verið kómísk fígúra undanfarin misseri og löngu ljóst að forráðamenn Real vilja ekkert með hann hafa. Þrátt fyrir að hafa byrjað feril sinn í Madríd nokkuð vel – og skorað nokkur stórglæsileg mörk – þá er samband vængmannsins frá Wales við félag sitt orðið heldur súrt. Það á bæði við um forráðamenn Real sem og stuðningsfólk félagsins. Bale var nálægt því að fara til Kína sumarið 2019 en ekkert varð af því. Hann var svo lánaður til Tottenham Hotspur haustið 2020 og átti þar að finna gleðina eftir að hafa leikið með liðinu frá 2007 til 2013. Það gekk ágætlega hjá Tottenham en ákveðið var að kaupa Bale ekki til baka. Aftur fór hann því til Madrídar þar sem hann er enn. Í sumar verður hann hins vegar laus allra mála en nú hefur landsliðsþjálfari Wales gefið til kynna að Bale gæti verið á leið heim. Robert Page var í viðtali hjá breska ríkisútvarpinu þar sem hann sagði að vistaskiptin væru ekki alvitlaus. Talið er að Bale bíði þangað til það er ljóst hvort Wales komist á HM í Katar með að ákveða framtíð sína. Það hefur verið talað um að vængmaðurinn öflugi hafi mögulega íhuga að leggja skóna á hilluna. Ef ekki þá er eflaust urmull liða í Bandaríkjunum tilbúin að fá hann í sínar raðir. Og svo er það Cardiff City í ensku B-deildinni þar sem mánaðarlaun alls leikmannahópsins náði ekki upp í þau rúmlegu 600 þúsund pund sem Bale var á hjá Real Madríd. Cardiff City endaði í 18. sæti ensku B-deildarinnar á síðustu leiktíð. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sjá meira
Hinn 32 ára gamli Bale hefur verið kómísk fígúra undanfarin misseri og löngu ljóst að forráðamenn Real vilja ekkert með hann hafa. Þrátt fyrir að hafa byrjað feril sinn í Madríd nokkuð vel – og skorað nokkur stórglæsileg mörk – þá er samband vængmannsins frá Wales við félag sitt orðið heldur súrt. Það á bæði við um forráðamenn Real sem og stuðningsfólk félagsins. Bale var nálægt því að fara til Kína sumarið 2019 en ekkert varð af því. Hann var svo lánaður til Tottenham Hotspur haustið 2020 og átti þar að finna gleðina eftir að hafa leikið með liðinu frá 2007 til 2013. Það gekk ágætlega hjá Tottenham en ákveðið var að kaupa Bale ekki til baka. Aftur fór hann því til Madrídar þar sem hann er enn. Í sumar verður hann hins vegar laus allra mála en nú hefur landsliðsþjálfari Wales gefið til kynna að Bale gæti verið á leið heim. Robert Page var í viðtali hjá breska ríkisútvarpinu þar sem hann sagði að vistaskiptin væru ekki alvitlaus. Talið er að Bale bíði þangað til það er ljóst hvort Wales komist á HM í Katar með að ákveða framtíð sína. Það hefur verið talað um að vængmaðurinn öflugi hafi mögulega íhuga að leggja skóna á hilluna. Ef ekki þá er eflaust urmull liða í Bandaríkjunum tilbúin að fá hann í sínar raðir. Og svo er það Cardiff City í ensku B-deildinni þar sem mánaðarlaun alls leikmannahópsins náði ekki upp í þau rúmlegu 600 þúsund pund sem Bale var á hjá Real Madríd. Cardiff City endaði í 18. sæti ensku B-deildarinnar á síðustu leiktíð. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sjá meira