Oftast strikað yfir nafn Hannesar í Kópavogi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. maí 2022 14:34 Hannes Steindórsson var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og mun taka sæti í bæjarstjórn Kópavogs. Aðsend Kjósendur Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi strikuðu alls sjötíu sinnum yfir nafn Hannesar Steindórssonar eða færðu hann neðar á lista í bæjarstjórnarkosninunum um liðna helgi. Þetta kemur fram á vef Kópavogs þar sem búið er að birta yfirlit yfir útstrikanir í nýafstöðnum bæjarstjórnarkosningum. Breytingarnar voru sem hér segir: B listi Framsóknarflokksins: Alls var 17 atkvæðaseðlum breytt. C listi Viðreisnar: Alls var 12 atkvæðaseðlum breytt. D listi Sjálfstæðisflokks: Alls var 114 atkvæðaseðlum breytt. M listi Miðflokksins: Alls var 9 atkvæðaseðlum breytt. P listi Pírata: Alls var 8 atkvæðaseðlum breytt. S listi Samfylkingarinnar: Alls var 19 atkvæðaseðlum breytt. V listi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs: Alls var 1 atkvæðaseðli breytt. Y listi Vina Kópavogs: Alls var 9 atkvæðaseðlum breytt. Þar kemur fram að fjöldi breyttra atkvæða hafi verið 189. Flestar breytingar voru gerðar á D-lista Sjálfstæðisflokksins eða 114. Langoftast var strikað yfir nafn Hannesar eða hann færður neðar á lista, eða alls sjötíu sinnum. Fasteignasalinn Hannes skipaði fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og mun hann taka sæti í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem náði fjórum fulltrúum inn. Alls var nítján sinnum strikað yfir nafn Ásdísar Kristjánsdóttur eða hún færð neðar á lista. Ásdís er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Fjórtán sinnum var strikað yfir nafn Bergljótar Kristinsdóttur, oddvita Samfylkingarinnar í bænum, eða nafn hennar fært neðar á lista. Ellefu sinnum var strikað yfir nafn Orra Vignis Hlöðverssonar, oddvita Framsóknarflokksins, eða nafn hans fært neðar á lista. Útstrikanir höfðu ekki áhrif á það hverjir náðu kjöri í bæjarstjórn Kópavogs. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa hafið formlegar viðræður um áframhaldandi meirihlutasamstarf í bænum. Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ásdís gerir tilkall til bæjarstjórastólsins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir viðræður Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna ganga vel og að afstaða Sjálfstæðismanna sé skýr; stærsti flokkurinn eigi að fá bæjarstjórastólinn. 20. maí 2022 10:55 Hefja formlegar viðræður í Kópavogi Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi hafa ákveðið að hefja „formlegar viðræður“ um myndun meirihluta í bæjarstjór. 19. maí 2022 13:06 Lokatölur í Kópavogi: Meirihlutinn hélt og Vinir Kópavogs náðu inn tveimur Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn halda sex fulltrúa meirihluta í Kópavogi að loknum sveitarstjórnarkosningunum í nótt. Vinir Kópavogs, nýtt framboð, náði inn tveimur bæjarfulltrúum. 15. maí 2022 04:07 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Kópavogs þar sem búið er að birta yfirlit yfir útstrikanir í nýafstöðnum bæjarstjórnarkosningum. Breytingarnar voru sem hér segir: B listi Framsóknarflokksins: Alls var 17 atkvæðaseðlum breytt. C listi Viðreisnar: Alls var 12 atkvæðaseðlum breytt. D listi Sjálfstæðisflokks: Alls var 114 atkvæðaseðlum breytt. M listi Miðflokksins: Alls var 9 atkvæðaseðlum breytt. P listi Pírata: Alls var 8 atkvæðaseðlum breytt. S listi Samfylkingarinnar: Alls var 19 atkvæðaseðlum breytt. V listi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs: Alls var 1 atkvæðaseðli breytt. Y listi Vina Kópavogs: Alls var 9 atkvæðaseðlum breytt. Þar kemur fram að fjöldi breyttra atkvæða hafi verið 189. Flestar breytingar voru gerðar á D-lista Sjálfstæðisflokksins eða 114. Langoftast var strikað yfir nafn Hannesar eða hann færður neðar á lista, eða alls sjötíu sinnum. Fasteignasalinn Hannes skipaði fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og mun hann taka sæti í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem náði fjórum fulltrúum inn. Alls var nítján sinnum strikað yfir nafn Ásdísar Kristjánsdóttur eða hún færð neðar á lista. Ásdís er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Fjórtán sinnum var strikað yfir nafn Bergljótar Kristinsdóttur, oddvita Samfylkingarinnar í bænum, eða nafn hennar fært neðar á lista. Ellefu sinnum var strikað yfir nafn Orra Vignis Hlöðverssonar, oddvita Framsóknarflokksins, eða nafn hans fært neðar á lista. Útstrikanir höfðu ekki áhrif á það hverjir náðu kjöri í bæjarstjórn Kópavogs. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa hafið formlegar viðræður um áframhaldandi meirihlutasamstarf í bænum.
Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ásdís gerir tilkall til bæjarstjórastólsins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir viðræður Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna ganga vel og að afstaða Sjálfstæðismanna sé skýr; stærsti flokkurinn eigi að fá bæjarstjórastólinn. 20. maí 2022 10:55 Hefja formlegar viðræður í Kópavogi Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi hafa ákveðið að hefja „formlegar viðræður“ um myndun meirihluta í bæjarstjór. 19. maí 2022 13:06 Lokatölur í Kópavogi: Meirihlutinn hélt og Vinir Kópavogs náðu inn tveimur Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn halda sex fulltrúa meirihluta í Kópavogi að loknum sveitarstjórnarkosningunum í nótt. Vinir Kópavogs, nýtt framboð, náði inn tveimur bæjarfulltrúum. 15. maí 2022 04:07 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ásdís gerir tilkall til bæjarstjórastólsins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir viðræður Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna ganga vel og að afstaða Sjálfstæðismanna sé skýr; stærsti flokkurinn eigi að fá bæjarstjórastólinn. 20. maí 2022 10:55
Hefja formlegar viðræður í Kópavogi Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi hafa ákveðið að hefja „formlegar viðræður“ um myndun meirihluta í bæjarstjór. 19. maí 2022 13:06
Lokatölur í Kópavogi: Meirihlutinn hélt og Vinir Kópavogs náðu inn tveimur Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn halda sex fulltrúa meirihluta í Kópavogi að loknum sveitarstjórnarkosningunum í nótt. Vinir Kópavogs, nýtt framboð, náði inn tveimur bæjarfulltrúum. 15. maí 2022 04:07