Innlent

Slitnar upp úr við­ræðum á Skaganum

Atli Ísleifsson skrifar
Oddvitar allra lista sem fram buðu á Akranesi voru sammála um það fyrir kosningar að leitast yrði eftir að fá Sævar Freyr Þráinsson til að gegna áfram stöðu bæjarstjóra.
Oddvitar allra lista sem fram buðu á Akranesi voru sammála um það fyrir kosningar að leitast yrði eftir að fá Sævar Freyr Þráinsson til að gegna áfram stöðu bæjarstjóra. Vísir/Vilhelm

Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akranesi hafa siglt í strand.

RÚV segir frá þessu en flokkarnir mynduðu saman meirihluta á nýliðnu kjörtímabili og hafa átt í viðræðum síðustu daga um hvort grundvöllur væri fyrir áframhaldandi samstarf.

Þeir þrír flokkar sem buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag – Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin – fengu allir þrjá fulltrúa kjörna í kosningunum. Bætti Framsókn þar við sig manni og missti Sjálfstæðisflokkurinn einn.

Oddvitar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks segja að til tíðinda muni draga síðar í dag þó að ekki liggi fyrir hvort að von sé á viðræðum um meirihlutasamstarf milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks eða Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks.

Oddvitar allra lista sem fram buðu á Akranesi voru sammála um það fyrir kosningar að leitast yrði eftir að fá Sævar Freyr Þráinsson til að gegna áfram stöðu bæjarstjóra.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.