Á meðan VAR-ið gengur mjög vel í flestum löndum þá gengur ensku úrvalsdeildinni ekki nógu vel að ná tökum á kerfinu.
Þetta kristallast líka í vali á myndbandsdómurum á heimsmeistaramótið í Katar.
The Premier League is the only major league in Europe without a single official selected to act as video assistant referee (VAR) at the World Cup in Qatar this year.https://t.co/uDvUBZp2Wb
— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) May 19, 2022
Enska úrvalsdeildin er eina deildin af þeim stóru í Evrópu sem fær ekki að vera með fulltrúa í myndbandsdómgæslunni á HM.
Spánn á flesta myndbandsdómara eða þrjá en tveir koma síðan úr Seríu A á Ítalíu, úr þýsku Bundesligunni og úr Ligue 1 í Frakklandi. Hinir VAR-dómararnir eru síðan frá Hollandi og Póllandi en alls voru ellefu myndbandsdómarar valdir frá Evrópu.
Stuart Attwell var á lista FIFA yfir tilnefnda VAR-dómara en datt út þegar endanlegur hópur var skorinn niður.
Attwell og Chris Kavanagh voru báðir að störfum á EM 2020 en UEFA valdi þá dómara.
Það verða aftur á móti enskir dómarar á mótinu því þeir Michael Oliver og Anthony Taylor eru báðir í hópi þeirra útvöldu.