„Rísandi stjarna“ Repúblikana tapaði í forvali Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2022 10:05 Madison Cawthorn hafði gert félaga sína í Repúblikanaflokknum reiða. AP/Nell Redmond Þingmaðurinn Madison Cawthorn tapaði í forvali Repúblikanaflokksins í gær og mun því ekki sitja á þingi annað kjörtímabil. Chuck Edwards, sem situr í öldungadeild ríkisþings Norður-Karólínu bar sigur úr bítum en Cawthorn hefur verið plagaður af hverju hneykslinu á fætur öðru í aðdraganda forvalsins og hafði reitt félaga sína í Repúblikanaflokknum til reiði með ummælum sínum og hegðun. Hann varð þingmaður eftir að hafa unnið forval kjördæmisins árið 2020, þá einungis 25 ára gamall og litu margir á hann sem rísandi stjörnu í hreyfingu íhaldsmanna, samkvæmt frétt AP. Undanfarna mánuði hefur hann verið stöðvaður af lögreglu fyrir umferðarlagabrot, bæði fyrir of hraðan akstur og fyrir að keyra leyfislaus, og vopnalagabrot en hann var tvisvar sinnum á nokkrum mánuðum stöðvaður með skotvopn á flugvelli. Gerði eigin leiðtoga reiða Þá gerði hann Repúblikana mjög reiða þegar hann sagði í hlaðvarpi að honum hefði verið boðið í kynsvall í Washington DC, þar sem þingmenn Repúblikanaflokksins hafi neytt kókaíns. Sömuleiðis hafa myndir og myndbönd af honum verið birt á netinu en þetta myndefni hefur þótt vandræðalegt fyrir þingmanninn. Hann hefur þó sjálfur haldið því fram að efnið hafi verið birt til að koma óorði á hann. Hann hefur þar að auki verið sakaður um innherjaviðskipti og kynferðislega áreitni. Allt þetta hefur gert Repúblikana reiða og hafa þeir beitt sér gegn Cawthorn á undanförnum mánuðum. Í frétt Politico, þar sem farið er yfir feril Cawthorns, segir að margir hafi spurt sig hvort hann hefði í raun getu til að sinna starfi þingmanns. Blaðamenn Politico ræddu við rúmlega sjötíu manns um Cawthorn en þau segja hann vera óþroskaðan, óreyndan lygara sem hafi hvorki verið hæfur eða tilbúinn til þingsetu. Edwards er eins og áður segir öldungadeildarþingmaður í Norður-Karólínu og rekur þar að auki McDonalds-keðju í ríkinu. Hann segist vongóður um að Repúblikanar muni halda þingsætinu í kosningunum í nóvember. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Hann varð þingmaður eftir að hafa unnið forval kjördæmisins árið 2020, þá einungis 25 ára gamall og litu margir á hann sem rísandi stjörnu í hreyfingu íhaldsmanna, samkvæmt frétt AP. Undanfarna mánuði hefur hann verið stöðvaður af lögreglu fyrir umferðarlagabrot, bæði fyrir of hraðan akstur og fyrir að keyra leyfislaus, og vopnalagabrot en hann var tvisvar sinnum á nokkrum mánuðum stöðvaður með skotvopn á flugvelli. Gerði eigin leiðtoga reiða Þá gerði hann Repúblikana mjög reiða þegar hann sagði í hlaðvarpi að honum hefði verið boðið í kynsvall í Washington DC, þar sem þingmenn Repúblikanaflokksins hafi neytt kókaíns. Sömuleiðis hafa myndir og myndbönd af honum verið birt á netinu en þetta myndefni hefur þótt vandræðalegt fyrir þingmanninn. Hann hefur þó sjálfur haldið því fram að efnið hafi verið birt til að koma óorði á hann. Hann hefur þar að auki verið sakaður um innherjaviðskipti og kynferðislega áreitni. Allt þetta hefur gert Repúblikana reiða og hafa þeir beitt sér gegn Cawthorn á undanförnum mánuðum. Í frétt Politico, þar sem farið er yfir feril Cawthorns, segir að margir hafi spurt sig hvort hann hefði í raun getu til að sinna starfi þingmanns. Blaðamenn Politico ræddu við rúmlega sjötíu manns um Cawthorn en þau segja hann vera óþroskaðan, óreyndan lygara sem hafi hvorki verið hæfur eða tilbúinn til þingsetu. Edwards er eins og áður segir öldungadeildarþingmaður í Norður-Karólínu og rekur þar að auki McDonalds-keðju í ríkinu. Hann segist vongóður um að Repúblikanar muni halda þingsætinu í kosningunum í nóvember.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira