Segir að stressaðir eigi að vera heima og að liðið eigi Meistaradeildina ekki skilið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. maí 2022 18:46 Granit Xhaka var allt annað en kátur eftir tap Arsenal gegn Newcastle í gærkvöldi. Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images Granit Xhaka, leikmaður Arsenal, gagnrýndi liðsfélaga sína eftir 2-0 tap liðsins gegn Newcastle í gærkvöldi. Hann segir að stressaðir leikmenn eigi að vera heima hjá sér og að liðið eigi ekki skilið að fara í Meistaradeildina miðað við frammistöðuna í leiknum. Miðjumaðurinn var greinilega sár og svekktur eftir tapið, en sigur hefði lyft liðinu aftur upp fyrir erkifjendur þeirra í Tottenham í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Hann segir þó að frammistaða gærkvöldsins sýni að liðið hafi ekki ráðið við pressuna. „Ef einhver er ekki tilbúinn í leikinn, vertu þá heima,“ sagði Svisslendingurinn. „Það skiptir ekki máli hvað þú ert gamall. Ef þú ert stressaður, vertu þá á bekknum eða heima hjá þér. Við þurfum menn sem mæta til að spila. Þetta var einn mikilvægasti leikur tímabilsins fyrir okkur og við erum mjög vonsviknir fyrir hönd þeirra sem gerðu sér ferð á völlinn.“ "If someone isn't ready for this game, stay at home" Granit Xhaka says the Arsenal players didn't deserve to be on the pitch today 😓 pic.twitter.com/OdC37x3TAG— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 16, 2022 Vonir Arsenal um Meistaradeildarsæti hanga nú á bláþræði, en liðið þarf sigur gegn Everton í lokaumferðinni og treysta á að á sama tíma tapi Tottenham gegn föllnu liði Norwich. Xhaka gerir sér grein fyrir því að vonin er veik, en hann er þó ekki tilbúinn að gefast upp alveg strax. „Við vildum sýna flotta frammistöðu en það gerðist ekki. Fólk talar alltaf um leiðtoga. Við erum ekki að spila tennis, við erum að spila fótbolta. Ef einhver ræður ekki við pressuna á hann að vera heima hjá sér.“ „Við getum ekki mætt og spilað eins og við gerðum. Við litum mjög illa út. Skipulagið var allt annað en við spiluðum.“ „Þeir keyrðu yfir okkur frá fyrstu mínútu. Þegar þú spilar svona áttu ekki skilið að spila í Meistaradeildinni,“ sagði Xhaka. „Ef Tottenham tapar og við vinnum. Maður veit aldrei í fótbolta. Við eigum enn von. Fyrir leikinn var þetta í okkar höndum, en nú er þetta allt annar leikur,“ sagði Xhaka að lokum. Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Miðjumaðurinn var greinilega sár og svekktur eftir tapið, en sigur hefði lyft liðinu aftur upp fyrir erkifjendur þeirra í Tottenham í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Hann segir þó að frammistaða gærkvöldsins sýni að liðið hafi ekki ráðið við pressuna. „Ef einhver er ekki tilbúinn í leikinn, vertu þá heima,“ sagði Svisslendingurinn. „Það skiptir ekki máli hvað þú ert gamall. Ef þú ert stressaður, vertu þá á bekknum eða heima hjá þér. Við þurfum menn sem mæta til að spila. Þetta var einn mikilvægasti leikur tímabilsins fyrir okkur og við erum mjög vonsviknir fyrir hönd þeirra sem gerðu sér ferð á völlinn.“ "If someone isn't ready for this game, stay at home" Granit Xhaka says the Arsenal players didn't deserve to be on the pitch today 😓 pic.twitter.com/OdC37x3TAG— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 16, 2022 Vonir Arsenal um Meistaradeildarsæti hanga nú á bláþræði, en liðið þarf sigur gegn Everton í lokaumferðinni og treysta á að á sama tíma tapi Tottenham gegn föllnu liði Norwich. Xhaka gerir sér grein fyrir því að vonin er veik, en hann er þó ekki tilbúinn að gefast upp alveg strax. „Við vildum sýna flotta frammistöðu en það gerðist ekki. Fólk talar alltaf um leiðtoga. Við erum ekki að spila tennis, við erum að spila fótbolta. Ef einhver ræður ekki við pressuna á hann að vera heima hjá sér.“ „Við getum ekki mætt og spilað eins og við gerðum. Við litum mjög illa út. Skipulagið var allt annað en við spiluðum.“ „Þeir keyrðu yfir okkur frá fyrstu mínútu. Þegar þú spilar svona áttu ekki skilið að spila í Meistaradeildinni,“ sagði Xhaka. „Ef Tottenham tapar og við vinnum. Maður veit aldrei í fótbolta. Við eigum enn von. Fyrir leikinn var þetta í okkar höndum, en nú er þetta allt annar leikur,“ sagði Xhaka að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira