Segir að stressaðir eigi að vera heima og að liðið eigi Meistaradeildina ekki skilið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. maí 2022 18:46 Granit Xhaka var allt annað en kátur eftir tap Arsenal gegn Newcastle í gærkvöldi. Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images Granit Xhaka, leikmaður Arsenal, gagnrýndi liðsfélaga sína eftir 2-0 tap liðsins gegn Newcastle í gærkvöldi. Hann segir að stressaðir leikmenn eigi að vera heima hjá sér og að liðið eigi ekki skilið að fara í Meistaradeildina miðað við frammistöðuna í leiknum. Miðjumaðurinn var greinilega sár og svekktur eftir tapið, en sigur hefði lyft liðinu aftur upp fyrir erkifjendur þeirra í Tottenham í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Hann segir þó að frammistaða gærkvöldsins sýni að liðið hafi ekki ráðið við pressuna. „Ef einhver er ekki tilbúinn í leikinn, vertu þá heima,“ sagði Svisslendingurinn. „Það skiptir ekki máli hvað þú ert gamall. Ef þú ert stressaður, vertu þá á bekknum eða heima hjá þér. Við þurfum menn sem mæta til að spila. Þetta var einn mikilvægasti leikur tímabilsins fyrir okkur og við erum mjög vonsviknir fyrir hönd þeirra sem gerðu sér ferð á völlinn.“ "If someone isn't ready for this game, stay at home" Granit Xhaka says the Arsenal players didn't deserve to be on the pitch today 😓 pic.twitter.com/OdC37x3TAG— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 16, 2022 Vonir Arsenal um Meistaradeildarsæti hanga nú á bláþræði, en liðið þarf sigur gegn Everton í lokaumferðinni og treysta á að á sama tíma tapi Tottenham gegn föllnu liði Norwich. Xhaka gerir sér grein fyrir því að vonin er veik, en hann er þó ekki tilbúinn að gefast upp alveg strax. „Við vildum sýna flotta frammistöðu en það gerðist ekki. Fólk talar alltaf um leiðtoga. Við erum ekki að spila tennis, við erum að spila fótbolta. Ef einhver ræður ekki við pressuna á hann að vera heima hjá sér.“ „Við getum ekki mætt og spilað eins og við gerðum. Við litum mjög illa út. Skipulagið var allt annað en við spiluðum.“ „Þeir keyrðu yfir okkur frá fyrstu mínútu. Þegar þú spilar svona áttu ekki skilið að spila í Meistaradeildinni,“ sagði Xhaka. „Ef Tottenham tapar og við vinnum. Maður veit aldrei í fótbolta. Við eigum enn von. Fyrir leikinn var þetta í okkar höndum, en nú er þetta allt annar leikur,“ sagði Xhaka að lokum. Enski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Sjá meira
Miðjumaðurinn var greinilega sár og svekktur eftir tapið, en sigur hefði lyft liðinu aftur upp fyrir erkifjendur þeirra í Tottenham í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Hann segir þó að frammistaða gærkvöldsins sýni að liðið hafi ekki ráðið við pressuna. „Ef einhver er ekki tilbúinn í leikinn, vertu þá heima,“ sagði Svisslendingurinn. „Það skiptir ekki máli hvað þú ert gamall. Ef þú ert stressaður, vertu þá á bekknum eða heima hjá þér. Við þurfum menn sem mæta til að spila. Þetta var einn mikilvægasti leikur tímabilsins fyrir okkur og við erum mjög vonsviknir fyrir hönd þeirra sem gerðu sér ferð á völlinn.“ "If someone isn't ready for this game, stay at home" Granit Xhaka says the Arsenal players didn't deserve to be on the pitch today 😓 pic.twitter.com/OdC37x3TAG— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 16, 2022 Vonir Arsenal um Meistaradeildarsæti hanga nú á bláþræði, en liðið þarf sigur gegn Everton í lokaumferðinni og treysta á að á sama tíma tapi Tottenham gegn föllnu liði Norwich. Xhaka gerir sér grein fyrir því að vonin er veik, en hann er þó ekki tilbúinn að gefast upp alveg strax. „Við vildum sýna flotta frammistöðu en það gerðist ekki. Fólk talar alltaf um leiðtoga. Við erum ekki að spila tennis, við erum að spila fótbolta. Ef einhver ræður ekki við pressuna á hann að vera heima hjá sér.“ „Við getum ekki mætt og spilað eins og við gerðum. Við litum mjög illa út. Skipulagið var allt annað en við spiluðum.“ „Þeir keyrðu yfir okkur frá fyrstu mínútu. Þegar þú spilar svona áttu ekki skilið að spila í Meistaradeildinni,“ sagði Xhaka. „Ef Tottenham tapar og við vinnum. Maður veit aldrei í fótbolta. Við eigum enn von. Fyrir leikinn var þetta í okkar höndum, en nú er þetta allt annar leikur,“ sagði Xhaka að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Sjá meira