Innlent

E-listinn vann sigur í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mynd frá Laugum í Reykjadal, sem er í Þingeyjarsveit. 
Mynd frá Laugum í Reykjadal, sem er í Þingeyjarsveit.  Vísir/Vilhelm

E-listinn bar sigur úr bítum í sveitarstjórnarkosningum í sameinuðu sveitarfélagi Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps. Alls greiddu 819 atkvæði í sveitarfélaginu en 1.033 eru á kjörskrá í sveitarfélaginu. 

E-listinn fékk 439 atkvæði eða 53% og K-listi fékk 358 atkvæði og 44%. Auðir og ógildir seðlar voru 22, eða 3%. 

Eftirfarandi voru kjörnir í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps.

  • Eygló Sófusdóttir(E)
  • Helgi Héðinsson (K)
  • Eyþór Kári Ingólfsson (E)
  • Jóna Björg Hlöðversdóttir (K)
  • Gerður Sigtryggsdóttir (E)
  • Árni Pétur Hilmarsson (K)
  • Knútur Emil Jónasson (E)
  • Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir (K)
  • Halldór Þorlákur Sigurðsson (E)

Sveitarfélögin sameinuðust í júní í fyrra og voru um tveir af hverjum þremur kjósendum samþykkir sameiningunni. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.