Fótbolti

Emil fór aftur í hjarta­­stopp: „Þakk­látur að þetta hafi farið vel“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Emil Pálsson á fyrstu æfingunni með Sarpsborg 08 eftir fyrra hjartastoppið í byrjun nóvember. 
Emil Pálsson á fyrstu æfingunni með Sarpsborg 08 eftir fyrra hjartastoppið í byrjun nóvember.  sarpsborg08.no

Fótboltamaðurinn Emil Pálsson fór aftur í hjartastopp í síðustu viku. Emil lenti í þeirri skelfilegu lífsreynslu að fara í hjartastopp er hann var að spila með Sogndal í Noregi. Nú lenti hann í því að hníga niður á æfingu hjá FH hér á landi.

Frá þessu greinir Emil sjálfur í viðtali við TV2 í Noregi. Emil fór í hjartastopp þann 1. nóvember síðastliðinn. Hann var endurlífgaður á vellinum og á endanum fékk hann grænt ljós á að hefja æfingar að nýju.

Emil hafði æft aðeins með fyrrum liði sínu FH áður en hann fór aftur í hjartastopp.

„Þetta eru slæmar fréttir. Ég er mjög vonsvikinn, bjóst ekki við að þetta myndi gerast aftur. Ég var á góðum stað og tilbúinn að snúa aftur á fótboltavöllinn. Ég er þó auðvitað mjög þakklátur að þetta hafi allt farið vel.“

„Þegar þetta hefur gerst tvisvar er mjög erfitt að byrja aftur. Ég vil samt ekki segja að ég sé 100 prósent hættur,“ sagði hinn 28 ára gamli Emil að endingu í viðtali sínu við TV2.


Tengdar fréttir

Emil aftur í fótbolta eftir hjartastoppið

Þremur mánuðum eftir að hafa verið lífgaður við á knattspyrnuvellinum, þar sem hjarta hans stöðvaðist í hátt í fjórar mínútur, er Emil Pálsson farinn að geta æft fótbolta að nýju.

Emil útskrifaður af sjúkrahúsi

Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi, en hann var lagður inn í seinustu viku eftir að hafa farið í hjartastopp í leik með Sogndal í norsku fyrstu deildinni í fótbolta.

Læknir Sogndal segir liðið hafa bjargað lífi Emils

Læknir norska knattspyrnuliðsins Sogndal, Anders Rosø segir liðið hafa bjargað lífi Emils Pálssonar er leikmaðurinn fór í hjartastopp í leik liðsins gegn Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni síðastliðinn mánudag.

Emil Páls­son hné niður á vellinum

Leikur Sogndal og Stjørdals/Blink var flautaður af þegar knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson hné niður eftir tólf mínútna leik. Emil lá á vellinum í um tíu mínútur en var kominn til meðvitundar þegar hann var settur um borð í sjúkraþyrlu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.