Með færslunni birti Emil mynd af sér með fjölskyldu sinni sem flaug út til Noregs til að vera hjá honum. Emil dvelur núna á háskólasjúkrahúsinu í Haukeland í Björgvin.
— Emil Pálsson (@EmilPals) November 5, 2021
„Ég vil þakka mörgum í dag. Fyrst og síðast starfsfólki og sjúkraliði Sogndal. Án þeirra væri ég ekki á lífi í dag,“ skrifaði Emil á Twitter.
„Ég þakka einnig öllum leikmönnum og stuðningsfólki á vellinum fyrir samvinnuna. Og að hafa fjölskylduna, sem kom frá Íslandi og var við hlið mér þegar ég vaknaði, var ómetanlegt.“
Emil segist snortinn yfir öllum kveðjunum sem honum hafa borist alls staðar að undanfarna daga og segir að þær hafi hjálpað sér og fjölskyldu sinni.
Emil hné niður á 12. mínútu í leik Sogndal og Stjørdals/Blink á mánudaginn. Hann var endurlífgaður og fluttur með sjúkraþyrlu á háskólasjúkrahúsið í Haukeland.
Síðustu 78 mínúturnar í leiknum verða kláraðar á miðvikudaginn. Sogndal var 1-0 yfir þegar leik var hætt. Næsti leikur Sogndal er gegn KFUM Oslo á morgun.