Fótbolti

Emil þakkar fyrir sig: „Væri ekki á lífi án starfsfólks Sogndal“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil Pálsson ásamt fjölskyldu sinni á sjúkrahúsinu í Haukeland.
Emil Pálsson ásamt fjölskyldu sinni á sjúkrahúsinu í Haukeland. twitter-síða emils pálssonar

Emil Pálsson, sem fór í hjartastopp í leik Sogndal og Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni, setti inn færslu á Twitter þar sem hann þakkar læknateymi og starfsfólki Sogndal fyrir að vera á lífi.

Með færslunni birti Emil mynd af sér með fjölskyldu sinni sem flaug út til Noregs til að vera hjá honum. Emil dvelur núna á háskólasjúkrahúsinu í Haukeland í Björgvin.

„Ég vil þakka mörgum í dag. Fyrst og síðast starfsfólki og sjúkraliði Sogndal. Án þeirra væri ég ekki á lífi í dag,“ skrifaði Emil á Twitter.

„Ég þakka einnig öllum leikmönnum og stuðningsfólki á vellinum fyrir samvinnuna. Og að hafa fjölskylduna, sem kom frá Íslandi og var við hlið mér þegar ég vaknaði, var ómetanlegt.“

Emil segist snortinn yfir öllum kveðjunum sem honum hafa borist alls staðar að undanfarna daga og segir að þær hafi hjálpað sér og fjölskyldu sinni.

Emil hné niður á 12. mínútu í leik Sogndal og Stjørdals/Blink á mánudaginn. Hann var endurlífgaður og fluttur með sjúkraþyrlu á háskólasjúkrahúsið í Haukeland.

Síðustu 78 mínúturnar í leiknum verða kláraðar á miðvikudaginn. Sogndal var 1-0 yfir þegar leik var hætt. Næsti leikur Sogndal er gegn KFUM Oslo á morgun.


Tengdar fréttir

Læknir Sogndal segir liðið hafa bjargað lífi Emils

Læknir norska knattspyrnuliðsins Sogndal, Anders Rosø segir liðið hafa bjargað lífi Emils Pálssonar er leikmaðurinn fór í hjartastopp í leik liðsins gegn Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni síðastliðinn mánudag.

„Gott að sjá Emil brosa“

Eirik Bakke, þjálfari Sogndal, segir að það hafi verið gott að hitta Emil Pálsson og sjá hann brosa.

Ástand Emils stöðugt

Ástand Emils Pálssonar, sem hné fór í hjartastopp í leik Sogndal og Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni í gær, er stöðugt. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Sogndal í dag.

Fjölskylda Emils komin til Noregs

Fjölskylda fótboltamannsins Emils Pálssonar er komin til Noregs. Hann fór í hjartastopp í leik Sogndal og Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni í gær en var endurlífgaður á staðnum og fluttur með sjúkraþyrlu á háskólasjúkrahúsið í Haukeland í Björgvin.

Emil Páls­son hné niður á vellinum

Leikur Sogndal og Stjørdals/Blink var flautaður af þegar knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson hné niður eftir tólf mínútna leik. Emil lá á vellinum í um tíu mínútur en var kominn til meðvitundar þegar hann var settur um borð í sjúkraþyrlu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.