Læknir Sogndal segir liðið hafa bjargað lífi Emils Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. nóvember 2021 07:00 Emil í leik með Sandefjord. Í dag leikur hann með Sogndal í norsku B-deildinni, en læknir liðsins segir að skjót viðbrögð allra viðstaddra hafi bjargað lífi hans síðastliðinn mánudag. Sandefjord Læknir norska knattspyrnuliðsins Sogndal, Anders Rosø segir liðið hafa bjargað lífi Emils Pálssonar er leikmaðurinn fór í hjartastopp í leik liðsins gegn Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni síðastliðinn mánudag. Rosø hefur staðið vaktina á heimaleikjum Sogndal síðastliðin sjö ár, en síðasta mánudagskvöld kom upp mjög svo alvarlegt atvik er Emil Pálsson hné niður á vellinum eftir tólf mínútna leik. „Í svona aðstæðum seturðu þig í hlutverk sem hefur verið æft margoft,“ sagði Rosø í samtali við norska miðilinn VG. „Ég sá ekki þegar Emil féll til jarðar, en dómarinn sá það. Hann veifaði höndum og virtist í uppnámi. Við áttuðum okkur fljótt á því að þetta var alvarlegt.“ Hann segir að sjúkraþjálfari liðsins hafi verið fyrstur á vettvang. „Það er staðlað verklag að sjúkraþjálfarinn fari fyrstur inn á. Oft liggja leikmenn eftir einhverskonar samstuð. Í þetta skipti áttuðum við okkur á að aðstæður voru öðruvísi, þetta var eitthvað meira. Dómarinn veifaði eftir aðstoð og leikmenn brugðust öðruvísi við en við erum vanir.“ Eftir að hafa skoða endursýningar komust blaðamenn VG að frá því að dómarinn byrjaði að veifa og þar til að sjúkraþjálfarinn var mættur á svæðið liðu aðeins sjö sekúndur. Læknirinn segir aðþegar um hjartastopp er að ræða séu tveir þættir sem skipta lykilmáli. Annars vegar að fylgja verklagi, og hins vegar samvinna. „Eftir endurlífgun snýst þetta um að koma sjúklingnum í jafnvægi og ganga úr skugga um að lífsnauðsynlegir hlutir séu í lagi. Hlutir eins og öndun og súrefnisflæði. Þá er ekki síður mikilvægt að koma sjúklingnum fljótt á sjúkrahús.“ „Á mánudaginn gekk allt vel. Það var liðið sem bjargaði lífi Emils,“ sagði Rosø að lokum. Norski boltinn Tengdar fréttir „Gott að sjá Emil brosa“ Eirik Bakke, þjálfari Sogndal, segir að það hafi verið gott að hitta Emil Pálsson og sjá hann brosa. 3. nóvember 2021 16:29 Samherjar Emils: Erfitt að sjá vin sinn liggja eftir Félagar Emils Pálssonar hjá Sogndal segja að það hafi verið hræðileg lífsreynsla að sjá samherja sinn fara í hjartastopp í miðjum leik. 3. nóvember 2021 12:01 Emil vakandi og líðan hans sögð góð eftir aðstæðum Emil Pálsson, sem fór í hjartastopp í leik með Sogndal í gær, er vakandi og líðan hans er eftir aðstæðum góð. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Sogndal. 2. nóvember 2021 15:23 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira
Rosø hefur staðið vaktina á heimaleikjum Sogndal síðastliðin sjö ár, en síðasta mánudagskvöld kom upp mjög svo alvarlegt atvik er Emil Pálsson hné niður á vellinum eftir tólf mínútna leik. „Í svona aðstæðum seturðu þig í hlutverk sem hefur verið æft margoft,“ sagði Rosø í samtali við norska miðilinn VG. „Ég sá ekki þegar Emil féll til jarðar, en dómarinn sá það. Hann veifaði höndum og virtist í uppnámi. Við áttuðum okkur fljótt á því að þetta var alvarlegt.“ Hann segir að sjúkraþjálfari liðsins hafi verið fyrstur á vettvang. „Það er staðlað verklag að sjúkraþjálfarinn fari fyrstur inn á. Oft liggja leikmenn eftir einhverskonar samstuð. Í þetta skipti áttuðum við okkur á að aðstæður voru öðruvísi, þetta var eitthvað meira. Dómarinn veifaði eftir aðstoð og leikmenn brugðust öðruvísi við en við erum vanir.“ Eftir að hafa skoða endursýningar komust blaðamenn VG að frá því að dómarinn byrjaði að veifa og þar til að sjúkraþjálfarinn var mættur á svæðið liðu aðeins sjö sekúndur. Læknirinn segir aðþegar um hjartastopp er að ræða séu tveir þættir sem skipta lykilmáli. Annars vegar að fylgja verklagi, og hins vegar samvinna. „Eftir endurlífgun snýst þetta um að koma sjúklingnum í jafnvægi og ganga úr skugga um að lífsnauðsynlegir hlutir séu í lagi. Hlutir eins og öndun og súrefnisflæði. Þá er ekki síður mikilvægt að koma sjúklingnum fljótt á sjúkrahús.“ „Á mánudaginn gekk allt vel. Það var liðið sem bjargaði lífi Emils,“ sagði Rosø að lokum.
Norski boltinn Tengdar fréttir „Gott að sjá Emil brosa“ Eirik Bakke, þjálfari Sogndal, segir að það hafi verið gott að hitta Emil Pálsson og sjá hann brosa. 3. nóvember 2021 16:29 Samherjar Emils: Erfitt að sjá vin sinn liggja eftir Félagar Emils Pálssonar hjá Sogndal segja að það hafi verið hræðileg lífsreynsla að sjá samherja sinn fara í hjartastopp í miðjum leik. 3. nóvember 2021 12:01 Emil vakandi og líðan hans sögð góð eftir aðstæðum Emil Pálsson, sem fór í hjartastopp í leik með Sogndal í gær, er vakandi og líðan hans er eftir aðstæðum góð. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Sogndal. 2. nóvember 2021 15:23 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira
„Gott að sjá Emil brosa“ Eirik Bakke, þjálfari Sogndal, segir að það hafi verið gott að hitta Emil Pálsson og sjá hann brosa. 3. nóvember 2021 16:29
Samherjar Emils: Erfitt að sjá vin sinn liggja eftir Félagar Emils Pálssonar hjá Sogndal segja að það hafi verið hræðileg lífsreynsla að sjá samherja sinn fara í hjartastopp í miðjum leik. 3. nóvember 2021 12:01
Emil vakandi og líðan hans sögð góð eftir aðstæðum Emil Pálsson, sem fór í hjartastopp í leik með Sogndal í gær, er vakandi og líðan hans er eftir aðstæðum góð. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Sogndal. 2. nóvember 2021 15:23