Emil segir lán í óláni að hjartað skyldi stoppa innan vallar: Var dáinn í fjórar mínútur Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2021 16:09 Emil Pálsson gat rætt við fjölmiðla í dag eftir að hafa verið útskrifaður af sjúkrahúsi. MYND/SARPSBORG08.NO Emil Pálsson ræddi í dag við fjölmiðla í fyrsta sinn eftir að hann fór í hjartastopp í fótboltaleik í Noregi í síðustu viku. Hann kveðst afar heppinn að vera á lífi. Emil var að spila með liði Sogndal gegn Stjördals/Blink í norsku 1. deildinni þegar hann hné niður eftir um tólf mínútna leik. Hann var lífgaður við á staðnum og fluttur í sjúkraþyrlu á Haukeland sjúkrahúsið en útskrifaður þaðan í gær. „Mér finnst ég hafa verið afar heppinn. Ég er þakklátur fyrir að vera á lífi og ástæðan fyrir því er allt fólkið sem að hjálpaði mér. Það bjargaði lífi mínu,“ sagði Emil, þakklátur fyrir að á svæðinu væri fólk sem kunni að bregðast við aðstæðum. „Þetta hefði getað gerst hvenær sem er, til að mynda þegar ég væri einn heima eða á leið heim eftir leik. Það var kannski heppni að þetta skyldi gerast á vellinum því þá var allt sem ég þurfti í innan við 100 metra fjarlægð. Á innan við 30 sekúndum var komið fólk í kringum mig sem var byrjað að bjarga lífi mínu,“ sagði Emil sem ræddi einnig sérstaklega við heimasíðu Sogndal í myndbandi sem sjá má hér að neðan: „Mér er sagt að hjartað mitt hafi verið stopp í kannski þrjár og hálfa mínútu (eftir að endurlífgunartilraunir hófust) svo það má segja að ég hafi verið dáinn í fjórar mínútur,“ sagði Emil á fjölmiðlafundinum í dag, áður en hann tók sér stutt hlé til að jafna sig. Segir lítinn möguleika á að ferillinn verði lengri Emil kvaðst ekki vita ástæðurnar fyrir því að hann fór í hjartastopp. „Það er oft þannig þegar íþróttafólk fer í hjartastopp að það er erfitt að negla niður ástæðuna. Það eru gerð ýmis próf og rannsóknir en akkúrat núna er ástæðan ekki ljós,“ sagði Emil sem kvaðst ekki vita hvert framhaldið yrði hjá sér. „Það er nokkuð sem ég hef spurt mig oft að síðustu daga. Ég held að það sé kannski lítill möguleiki (á að halda knattspyrnuferlinum áfram) en maður ætti aldrei að segja aldrei.“ Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Sjá meira
Emil var að spila með liði Sogndal gegn Stjördals/Blink í norsku 1. deildinni þegar hann hné niður eftir um tólf mínútna leik. Hann var lífgaður við á staðnum og fluttur í sjúkraþyrlu á Haukeland sjúkrahúsið en útskrifaður þaðan í gær. „Mér finnst ég hafa verið afar heppinn. Ég er þakklátur fyrir að vera á lífi og ástæðan fyrir því er allt fólkið sem að hjálpaði mér. Það bjargaði lífi mínu,“ sagði Emil, þakklátur fyrir að á svæðinu væri fólk sem kunni að bregðast við aðstæðum. „Þetta hefði getað gerst hvenær sem er, til að mynda þegar ég væri einn heima eða á leið heim eftir leik. Það var kannski heppni að þetta skyldi gerast á vellinum því þá var allt sem ég þurfti í innan við 100 metra fjarlægð. Á innan við 30 sekúndum var komið fólk í kringum mig sem var byrjað að bjarga lífi mínu,“ sagði Emil sem ræddi einnig sérstaklega við heimasíðu Sogndal í myndbandi sem sjá má hér að neðan: „Mér er sagt að hjartað mitt hafi verið stopp í kannski þrjár og hálfa mínútu (eftir að endurlífgunartilraunir hófust) svo það má segja að ég hafi verið dáinn í fjórar mínútur,“ sagði Emil á fjölmiðlafundinum í dag, áður en hann tók sér stutt hlé til að jafna sig. Segir lítinn möguleika á að ferillinn verði lengri Emil kvaðst ekki vita ástæðurnar fyrir því að hann fór í hjartastopp. „Það er oft þannig þegar íþróttafólk fer í hjartastopp að það er erfitt að negla niður ástæðuna. Það eru gerð ýmis próf og rannsóknir en akkúrat núna er ástæðan ekki ljós,“ sagði Emil sem kvaðst ekki vita hvert framhaldið yrði hjá sér. „Það er nokkuð sem ég hef spurt mig oft að síðustu daga. Ég held að það sé kannski lítill möguleiki (á að halda knattspyrnuferlinum áfram) en maður ætti aldrei að segja aldrei.“
Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Sjá meira