Salah fór af velli eftir rúmlega hálftíma leik en hann sagði sjálfur í leikslok að hann yrði pottþétt búinn að ná sér fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid sem fram fer þann 28.maí næstkomandi.
Van Dijk fór af velli í lok venjulegs leiktíma og tók því ekki þátt í framlengingunni og vítaspyrnukeppninni.
Samkvæmt Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, voru meiðsli hollenska varnarmannsins smávægileg.
Liverpool er enn að eltast við enska meistaratitilinn og mæta Southampton í ensku úrvalsdeildinni á þriðjudag.