Tommi lögga gaf Héraðsskjalasafni Árnesinga 60 þúsund ljósmyndir Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. maí 2022 13:03 Mynd frá Tómasi, Svifnökkvi á siglingu á Ölfusá 30. ágúst 1967. Svifnökkvinn sigldi frá Vestmannaeyjum og á Selfoss. Einkasafn Héraðsskjalasafni Árnesinga hefur borist höfðingleg gjöf því Tómas Jónsson, fyrrverandi lögreglumaður á Selfossi var að gefa safninu 60 þúsund ljósmyndir, sem hann hefur tekið í gegnum árin. Tómas hefur eytt síðustu ellefu árum í sjálfboðavinnu á safninu við að skrásetja myndirnar. Það eru margir, sem eiga mikið af ljósmyndum í fórum sínum, ekki síst eldra fólk, sem tók myndir á pappír og slædds. Yngra fólk í dag tekur meira og minna allar myndir á símana sína og það er allt á stafrænu formi. Það var hátíðleg stund í Héraðsskjalasafni Árnesinga á Selfossi í vikunni þegar Tommi lögga, eins og hann er alltaf kallaður en heitir fullu nafni Tómas Jónsson færði safninu 60 þúsund ljósmyndir, sem hann hefur tekið, að gjöf til varðveislu um ókomin ár. Tómast starfaði til fjölda ára í lögreglunni í Árnessýslu. Tómas að vinna í myndasafni sínu í aðstöðunni, sem hann hefur hjá Héraðsskjalasafni Árnesinga á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kjartan Björnsson, sem er formaður stjórnar Héraðsskjalasafnsins afhenti Tómasi viðurkenninguna og veglegan blómvönd. „Það er auðvitað ekki sjálfgefið að nokkur maður leggi það á sig að vinna án endurgjalds í ellefu ár með slíkri trúmennsku eins og Tómas hefur gert hér hjá okkur. Þetta er bara algjörlega ómetanlegt fyrir okkar samfélag að eiga slíkt fólk því við gætum þetta ekki öðruvísi,“ segir Kjartan. Frá afhendingu viðurkenningarinnar til Tomma löggu. Þorsteinn Tryggvi (t.v.) og Kjartan standa sitthvoru megin við hann og svo er starfsfólk safnsins líka á myndinni.Aðsend Héraðsskjalasafnið er með sérstakt ljósmyndaverkefni í gangi undir heitinu myndasetur.is Þorsteinn Tryggvi Másson, forstöðumaður safnsins segir safn Tomma lögga ómetanlegt fyrir safnið. „Þetta eru um það bil fimm til sex stöðugildi á safninu á ári, sem liggja í þessari vinnu hjá Tómasi og sú vinna er eiginlega alveg jafn mikilvæg. Núna getum við nafngreint fólk og við getum staðsett þessa hluti og það skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Þorsteinn Tryggvi. Tómas Jónsson starfaði í tæp tvö ár sem lögreglumaður í Aðalstöðvum Sameinuðu Þjóðanna í New York, þ.e. frá 1969-1971. Hér er hann í einkennisbúningnum.Einkasafn Tómas hefur unnið samfleytt í 11 ár á safninu hálfan vinnudag til að skrásetja safnið sitt. „Ef ég væri ekki búin að hafa þessa fínu aðstöðu á safninu og þetta yndislega starfsfólk safnsins þá væri ég örugglega ekki svona vel á mig komin. Ef ég hefði verið að horfa á naflan á mér allan þennan tíma væri ég ábyggilega komin í kör,“ segir Tómas hlægjandi. Tómas hefur tekið mikið af mannamyndum í gegnum árin. Hér eru þær Anna Ásgeirsdóttir, Berta Sigurðardóttir, Kristín Þórarinsdóttir og Harpa Harðardóttir, árið 1967.Einkasafn Árborg Ljósmyndun Menning Söfn Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Það eru margir, sem eiga mikið af ljósmyndum í fórum sínum, ekki síst eldra fólk, sem tók myndir á pappír og slædds. Yngra fólk í dag tekur meira og minna allar myndir á símana sína og það er allt á stafrænu formi. Það var hátíðleg stund í Héraðsskjalasafni Árnesinga á Selfossi í vikunni þegar Tommi lögga, eins og hann er alltaf kallaður en heitir fullu nafni Tómas Jónsson færði safninu 60 þúsund ljósmyndir, sem hann hefur tekið, að gjöf til varðveislu um ókomin ár. Tómast starfaði til fjölda ára í lögreglunni í Árnessýslu. Tómas að vinna í myndasafni sínu í aðstöðunni, sem hann hefur hjá Héraðsskjalasafni Árnesinga á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kjartan Björnsson, sem er formaður stjórnar Héraðsskjalasafnsins afhenti Tómasi viðurkenninguna og veglegan blómvönd. „Það er auðvitað ekki sjálfgefið að nokkur maður leggi það á sig að vinna án endurgjalds í ellefu ár með slíkri trúmennsku eins og Tómas hefur gert hér hjá okkur. Þetta er bara algjörlega ómetanlegt fyrir okkar samfélag að eiga slíkt fólk því við gætum þetta ekki öðruvísi,“ segir Kjartan. Frá afhendingu viðurkenningarinnar til Tomma löggu. Þorsteinn Tryggvi (t.v.) og Kjartan standa sitthvoru megin við hann og svo er starfsfólk safnsins líka á myndinni.Aðsend Héraðsskjalasafnið er með sérstakt ljósmyndaverkefni í gangi undir heitinu myndasetur.is Þorsteinn Tryggvi Másson, forstöðumaður safnsins segir safn Tomma lögga ómetanlegt fyrir safnið. „Þetta eru um það bil fimm til sex stöðugildi á safninu á ári, sem liggja í þessari vinnu hjá Tómasi og sú vinna er eiginlega alveg jafn mikilvæg. Núna getum við nafngreint fólk og við getum staðsett þessa hluti og það skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Þorsteinn Tryggvi. Tómas Jónsson starfaði í tæp tvö ár sem lögreglumaður í Aðalstöðvum Sameinuðu Þjóðanna í New York, þ.e. frá 1969-1971. Hér er hann í einkennisbúningnum.Einkasafn Tómas hefur unnið samfleytt í 11 ár á safninu hálfan vinnudag til að skrásetja safnið sitt. „Ef ég væri ekki búin að hafa þessa fínu aðstöðu á safninu og þetta yndislega starfsfólk safnsins þá væri ég örugglega ekki svona vel á mig komin. Ef ég hefði verið að horfa á naflan á mér allan þennan tíma væri ég ábyggilega komin í kör,“ segir Tómas hlægjandi. Tómas hefur tekið mikið af mannamyndum í gegnum árin. Hér eru þær Anna Ásgeirsdóttir, Berta Sigurðardóttir, Kristín Þórarinsdóttir og Harpa Harðardóttir, árið 1967.Einkasafn
Árborg Ljósmyndun Menning Söfn Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira