Bann sjálfboðaliðans í Ólafsvík fellt úr gildi Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2022 14:21 Kristján Ríkharðsson hefur verið liðsstjóri hjá Víkingi Ólafsvík og getur nú hjálpað Guðjóni Þórðarsyni þjálfara og leikmönnum eins og hann er vanur. mynd/Raggi Óla Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur fellt úr gildi sex mánaða bannið sem Kristján Ríkharðsson, sjálfboðaliði hjá Víkingi Ólafsvík, hafði verið úrskurðaður í vegna falsaðrar leikskýrslu. Eins og Vísir fjallaði um í síðustu viku var hinn 67 ára gamli Kristján úrskurðaður í hálfs árs bann af aga- og úrskurðanefnd KSÍ. Hann var gerður ábyrgur fyrir falsaðri leikskýrslu í lokaleik Víkings í Lengjubikarnum í vor, gegn ÍR, þar sem að Kristján var sá sem skrifaði undir skýrsluna fyrir hönd Víkings. Lagagreinin sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ byggði sinn úrskurð á er svohljóðandi: Þjálfari eða forystumaður sem stuðlar að því að nafn eða kennitala er fölsuð á leikskýrslu skal sæta leikbanni eða banni frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu í allt að eitt ár. Samkvæmt dómi áfrýjunardómstóls sem birtur var í dag var bannið fellt úr gildi þar sem að af gögnum málsins að dæma hafi Kristján hvorki verið í hlutverki þjálfara né forystumanns hjá Víkingi, enda er hann ekki starfsmaður félagsins en hefur í fjóra áratugi hjálpað því sem sjálfboðaliði. „Ég var bara að græja inni í klefa þegar komið var með leikskýrsluna til mín og ég beðinn um að skrifa undir. Það hef ég oft gert og ég er ekkert að lesa þessa andskotans skýrslu. Ég nenni því ekkert enda þekki ég flesta þessa stráka,“ sagði Kristján við Vísi um það þegar hann skrifaði undir skýrsluna. Á hana vantaði nafn erlends leikmanns sem spilaði gegn ÍR og var hann skráður á skýrsluna sem annar leikmaður. Víkingar, með stuðningi ÍR-inga, áfrýjuðu úrskurði aganefndar og eins og fyrr segir bar áfrýjunin árangur. Víkingar þurfa eftir sem áður að greiða 160.000 króna sekt vegna málsins. Fyrr á árinu var fulltrúi Hauka úrskurðaður í sex mánaða bann vegna sams konar brots. Sá var aftur á móti í stjórn hjá Haukum. Íslenski boltinn Víkingur Ólafsvík Snæfellsbær Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Eins og Vísir fjallaði um í síðustu viku var hinn 67 ára gamli Kristján úrskurðaður í hálfs árs bann af aga- og úrskurðanefnd KSÍ. Hann var gerður ábyrgur fyrir falsaðri leikskýrslu í lokaleik Víkings í Lengjubikarnum í vor, gegn ÍR, þar sem að Kristján var sá sem skrifaði undir skýrsluna fyrir hönd Víkings. Lagagreinin sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ byggði sinn úrskurð á er svohljóðandi: Þjálfari eða forystumaður sem stuðlar að því að nafn eða kennitala er fölsuð á leikskýrslu skal sæta leikbanni eða banni frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu í allt að eitt ár. Samkvæmt dómi áfrýjunardómstóls sem birtur var í dag var bannið fellt úr gildi þar sem að af gögnum málsins að dæma hafi Kristján hvorki verið í hlutverki þjálfara né forystumanns hjá Víkingi, enda er hann ekki starfsmaður félagsins en hefur í fjóra áratugi hjálpað því sem sjálfboðaliði. „Ég var bara að græja inni í klefa þegar komið var með leikskýrsluna til mín og ég beðinn um að skrifa undir. Það hef ég oft gert og ég er ekkert að lesa þessa andskotans skýrslu. Ég nenni því ekkert enda þekki ég flesta þessa stráka,“ sagði Kristján við Vísi um það þegar hann skrifaði undir skýrsluna. Á hana vantaði nafn erlends leikmanns sem spilaði gegn ÍR og var hann skráður á skýrsluna sem annar leikmaður. Víkingar, með stuðningi ÍR-inga, áfrýjuðu úrskurði aganefndar og eins og fyrr segir bar áfrýjunin árangur. Víkingar þurfa eftir sem áður að greiða 160.000 króna sekt vegna málsins. Fyrr á árinu var fulltrúi Hauka úrskurðaður í sex mánaða bann vegna sams konar brots. Sá var aftur á móti í stjórn hjá Haukum.
Íslenski boltinn Víkingur Ólafsvík Snæfellsbær Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira