Núverandi mönnun sé farin að ógna öryggi sjúklinga Eiður Þór Árnason skrifar 12. maí 2022 22:18 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. AÐSEND Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur gífurlegar áhyggjur af vöntun á hjúkrunarfræðingum til starfa og skorar á yfirvöld að bæta kjör og starfsumhverfi til að fjölga hjúkrunarfræðingum í heilbrigðiskerfinu. Þetta kemur fram í ályktun félagsins sem samþykkt var einróma á aðalfundi þess á Hilton Reykjavík Nordica í kvöld. Í henni segir að tryggja þurfi nægan fjölda útskrifaðra hjúkrunarfræðinga og draga úr brottfalli þeirra úr starfi skömmu eftir útskrift. Mikilvægt sé að mönnun hjúkrunarfræðinga sé tryggð til lengri og skemmri tíma. „Sporna þarf við því að hjúkrunarfræðingar sæki í önnur störf og fá þá sem hafa horfið til annarra starfa aftur til baka.“ Þá segir félagið að tillögur að bráðnauðsynlegum úrbótum liggi fyrir í skýrslum heilbrigðisráðuneytisins frá árinu 2020 og sömuleiðis í eldri skýrslum sem innihaldi sömu tillögur. Fram kemur í tilkynningu frá FÍH að það skori á Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir lagasetningu um mönnunarviðmið í heilbrigðiskerfinu, sambærileg þeim sem séu í gildi í helstu samanburðarlöndum. Núverandi mönnun sé farin að ógna öryggi skjólstæðinga og starfsfólks. Vilja lagabreytingar varðandi rannsókn alvarlegra atvika og aukin kaup á sjálfstæðri þjónustu „Félagið skorar á bæði heilbrigðisráðherra og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að leggja fram lagabreytingar í tengslum við tilkynningar, rannsókn og málsmeðferð alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu þar sem hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk kemur við sögu. Framganga yfirvalda í garð hjúkrunarfræðinga á síðustu árum kallar á breyttan lagaramma,” segir í tilkynningunni. Sömuleiðis beinir FÍH því til heilbrigðisráðherra að tryggja greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í heilbrigðisþjónustu sem veitt sé af hjúkrunarfræðingum á sama hátt og aðrar heilbrigðisstéttir. „Nauðsynlegt er að auka kaup hins opinbera á sjálfstæðri þjónustu hjúkrunarfræðinga til að tryggja bætt aðgengi notenda heilbrigðisþjónustunnar og auka skilvirkni í heilbrigðiskerfinu. Slíkt stuðlar að aukinni nýsköpun og hagkvæmni í heilbrigðiskerfinu ásamt nýjum þjónustuleiðum í samræmi við þarfir notenda hennar,“ segir í greinargerð ályktunarinnar. Aðalfundurinn fór fram á Hilton Reykjavík Nordica.Aðsend Útrýma þurfi kynbundnum launamun Í annarri ályktun sem samþykkt var á aðalfundinum er skorað á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir leiðréttingu á kynbundnum launamun á hjúkrunarfræðingum og öðrum stéttum með sambærilega menntun og ábyrgð. „Útrýma þarf kynbundnum launamun sem fram kom meðal annars í niðurstöðu Gerðardóms árið 2020. Þar segir að vísbendingar eru um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt með tilliti til launa og ábyrgðar í starfi,“ segir í greinargerð ályktunarinnar. „Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir að farið verði í aðgerðir til að draga úr kynbundnum launamun og jafnréttismál verði alltaf í forgrunni við ákvarðanatöku. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fer fram á að unnið verði markvisst að því að útrýma launamun sem stafar af kynskiptum vinnumarkaði og kerfisbundnu vanmati á störfum þar sem konur eru í meirihluta.“ Heilbrigðismál Stéttarfélög Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun félagsins sem samþykkt var einróma á aðalfundi þess á Hilton Reykjavík Nordica í kvöld. Í henni segir að tryggja þurfi nægan fjölda útskrifaðra hjúkrunarfræðinga og draga úr brottfalli þeirra úr starfi skömmu eftir útskrift. Mikilvægt sé að mönnun hjúkrunarfræðinga sé tryggð til lengri og skemmri tíma. „Sporna þarf við því að hjúkrunarfræðingar sæki í önnur störf og fá þá sem hafa horfið til annarra starfa aftur til baka.“ Þá segir félagið að tillögur að bráðnauðsynlegum úrbótum liggi fyrir í skýrslum heilbrigðisráðuneytisins frá árinu 2020 og sömuleiðis í eldri skýrslum sem innihaldi sömu tillögur. Fram kemur í tilkynningu frá FÍH að það skori á Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir lagasetningu um mönnunarviðmið í heilbrigðiskerfinu, sambærileg þeim sem séu í gildi í helstu samanburðarlöndum. Núverandi mönnun sé farin að ógna öryggi skjólstæðinga og starfsfólks. Vilja lagabreytingar varðandi rannsókn alvarlegra atvika og aukin kaup á sjálfstæðri þjónustu „Félagið skorar á bæði heilbrigðisráðherra og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að leggja fram lagabreytingar í tengslum við tilkynningar, rannsókn og málsmeðferð alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu þar sem hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk kemur við sögu. Framganga yfirvalda í garð hjúkrunarfræðinga á síðustu árum kallar á breyttan lagaramma,” segir í tilkynningunni. Sömuleiðis beinir FÍH því til heilbrigðisráðherra að tryggja greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í heilbrigðisþjónustu sem veitt sé af hjúkrunarfræðingum á sama hátt og aðrar heilbrigðisstéttir. „Nauðsynlegt er að auka kaup hins opinbera á sjálfstæðri þjónustu hjúkrunarfræðinga til að tryggja bætt aðgengi notenda heilbrigðisþjónustunnar og auka skilvirkni í heilbrigðiskerfinu. Slíkt stuðlar að aukinni nýsköpun og hagkvæmni í heilbrigðiskerfinu ásamt nýjum þjónustuleiðum í samræmi við þarfir notenda hennar,“ segir í greinargerð ályktunarinnar. Aðalfundurinn fór fram á Hilton Reykjavík Nordica.Aðsend Útrýma þurfi kynbundnum launamun Í annarri ályktun sem samþykkt var á aðalfundinum er skorað á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir leiðréttingu á kynbundnum launamun á hjúkrunarfræðingum og öðrum stéttum með sambærilega menntun og ábyrgð. „Útrýma þarf kynbundnum launamun sem fram kom meðal annars í niðurstöðu Gerðardóms árið 2020. Þar segir að vísbendingar eru um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt með tilliti til launa og ábyrgðar í starfi,“ segir í greinargerð ályktunarinnar. „Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir að farið verði í aðgerðir til að draga úr kynbundnum launamun og jafnréttismál verði alltaf í forgrunni við ákvarðanatöku. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fer fram á að unnið verði markvisst að því að útrýma launamun sem stafar af kynskiptum vinnumarkaði og kerfisbundnu vanmati á störfum þar sem konur eru í meirihluta.“
Heilbrigðismál Stéttarfélög Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45