Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir flytur fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir flytur fréttir í kvöld.

Spennan magnast þegar aðeins einn og hálfur sólarhringur er í að landsmenn gangi að kjörborðinu. Margir hafa þegar greitt atkvæði. Við ræðum við Sigríði Kristinsdóttur sýslumann á höfuðborgarsvæðinu í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2.

Ungur maður varð fyrir fólskulegri og tilefnislausri árás í bílakjallara um helgina. Við ræðum við móður mannsins í fréttatímanum en lögregla segir fleiri slík mál hafa komið upp undanfarið.

Yfirlýsingar ráðamanna í Finnlandi um að sækja eigi um aðild að Atlantshafsbandalaginu hafa vakið upp hörð viðbrögð Rússa og við fjöllum um málið í fréttatímanum. Þá hittum við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem ætlar að hætta í haust.

Við skoðum líka stemninguna í Tórínó á Ítalíu og hittum þar bakraddasöngvara íslenska framlagsins í Eurovision sem hafast við í litlum klefa þegar lagið er flutt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×