Andstaðan við borgarlínu mest hjá eldri karlmönnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. maí 2022 12:07 Samgöngumálin hafa farið hátt í umræðunni í aðdraganda kosninga. Vísir/Vilhelm Ríflega 46% borgarbúa eru ýmist mjög eða frekar hlynnt borgarlínu og flestir treysta Samfylkingunni til að halda utan um samgöngumálin í borginni. Tæp 32% eru aftur á móti frekar eða mjög andvíg borgarlínu. Flestir sem setja sig upp á móti henni eru eldri karlmenn og íbúar austan Elliðaáa. Maskína kannaði ekki aðeins fylgi flokkanna í borginni fyrir fréttastofu en okkur lék einnig hugur á að vita hvaða hug Reykvíkingar bera til samgöngumála sem hafa verið áberandi í kosningabaráttunni. Sjá nánar: Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík Tæp 29% svarenda segjast treysta Samfylkingunni best til þess að sjá um samgöngumálin í borginni. Reykvíkingar virðast treysta Samfylkingunni best til að sinna samgöngumálunum eða tæp 29 %. Ríflega 24% treysta Sjálfstæðisflokknum best í samgöngumálunum og 12, 5% Pírötum. Rúmlega 9% segjast treysta Framsókn mest, 8,7% Viðreisn, 5% Flokki fólksins og tæp 5%Sósíalistaflokki Íslands. Tæp 4% segjast treysta Miðflokki best til að halda utan um samgöngumálin en eingöngu 2,4%Vinstri grænum. Umræða um borgarlínu hefur farið hátt í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en í könnun Maskínu kemur fram að rúm 28% eru mjög hlynnt borgarlínu og rúm 18% eru frekar hlynnt. Samanlagt segjast því 46,4% vera jákvæð fyrir borgarlínu. Tæp 22% svarenda hafa ekki sterka skoðun á borgarlínu. Tæp 32% lýstu sig aftur á móti andvíg Borgarlínu. Flestir í þeim hópi eru karlmenn yfir fimmtugt og íbúar austan Elliðaáa. Af þeim sem segjast ýmist mjög eða frekar hlynnt borgarlínu eru tveir yngstu aldurshóparnir fyrirferðarmestir, það er að segja 18-39 ára og íbúar Miðborgar og Vesturbæjar. Í töflunni sést bakgrunnur þeirra sem tóku afstöðu til borgarlínu. Maskína vann könnunina fyrir fréttastofu og var hún lögð fyrir dagana 6.-11. maí. Svarendur voru rúmlega þúsund talsins. Það kemur kannski ekki á óvart að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem eru hlynntir borgarlínu ætla að kjósa Samfylkinguna í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þeir sem eru mest á móti borgarlínu hyggjast flestir kjósa Ábyrga framtíð. Borgarlína Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Umferð Skoðanakannanir Reykjavík Tengdar fréttir Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. 11. maí 2022 19:02 Píratar mælast stærri en Sjálfstæðismenn í borginni Píratar eru orðnir stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ef marka má nýjustu könnun Fréttablaðsins um fylgi flokka fyrir komandi borgarstjórnarkosningar á laugardag. Meirihlutiflokkarnir myndu samkvæmt könnuninni halda velli og raunar bæta við sig einum borgarfulltrúa. 10. maí 2022 07:13 Tókust á um lóðarúthlutun á landi innan flugvallargirðingar Átök urðu á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag um þá tillögu borgarstjóra að úthluta fimm þúsund fermetra lóð og byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir við Einarsnes 130. Lóðin er núna innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði á svæði sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti yfir í gær að borgin fengi ekki afhent meðan ekki væri kominn betri flugvallarkostur í stað Reykjavíkurflugvallar. 5. maí 2022 23:39 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Maskína kannaði ekki aðeins fylgi flokkanna í borginni fyrir fréttastofu en okkur lék einnig hugur á að vita hvaða hug Reykvíkingar bera til samgöngumála sem hafa verið áberandi í kosningabaráttunni. Sjá nánar: Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík Tæp 29% svarenda segjast treysta Samfylkingunni best til þess að sjá um samgöngumálin í borginni. Reykvíkingar virðast treysta Samfylkingunni best til að sinna samgöngumálunum eða tæp 29 %. Ríflega 24% treysta Sjálfstæðisflokknum best í samgöngumálunum og 12, 5% Pírötum. Rúmlega 9% segjast treysta Framsókn mest, 8,7% Viðreisn, 5% Flokki fólksins og tæp 5%Sósíalistaflokki Íslands. Tæp 4% segjast treysta Miðflokki best til að halda utan um samgöngumálin en eingöngu 2,4%Vinstri grænum. Umræða um borgarlínu hefur farið hátt í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en í könnun Maskínu kemur fram að rúm 28% eru mjög hlynnt borgarlínu og rúm 18% eru frekar hlynnt. Samanlagt segjast því 46,4% vera jákvæð fyrir borgarlínu. Tæp 22% svarenda hafa ekki sterka skoðun á borgarlínu. Tæp 32% lýstu sig aftur á móti andvíg Borgarlínu. Flestir í þeim hópi eru karlmenn yfir fimmtugt og íbúar austan Elliðaáa. Af þeim sem segjast ýmist mjög eða frekar hlynnt borgarlínu eru tveir yngstu aldurshóparnir fyrirferðarmestir, það er að segja 18-39 ára og íbúar Miðborgar og Vesturbæjar. Í töflunni sést bakgrunnur þeirra sem tóku afstöðu til borgarlínu. Maskína vann könnunina fyrir fréttastofu og var hún lögð fyrir dagana 6.-11. maí. Svarendur voru rúmlega þúsund talsins. Það kemur kannski ekki á óvart að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem eru hlynntir borgarlínu ætla að kjósa Samfylkinguna í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þeir sem eru mest á móti borgarlínu hyggjast flestir kjósa Ábyrga framtíð.
Borgarlína Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Umferð Skoðanakannanir Reykjavík Tengdar fréttir Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. 11. maí 2022 19:02 Píratar mælast stærri en Sjálfstæðismenn í borginni Píratar eru orðnir stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ef marka má nýjustu könnun Fréttablaðsins um fylgi flokka fyrir komandi borgarstjórnarkosningar á laugardag. Meirihlutiflokkarnir myndu samkvæmt könnuninni halda velli og raunar bæta við sig einum borgarfulltrúa. 10. maí 2022 07:13 Tókust á um lóðarúthlutun á landi innan flugvallargirðingar Átök urðu á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag um þá tillögu borgarstjóra að úthluta fimm þúsund fermetra lóð og byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir við Einarsnes 130. Lóðin er núna innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði á svæði sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti yfir í gær að borgin fengi ekki afhent meðan ekki væri kominn betri flugvallarkostur í stað Reykjavíkurflugvallar. 5. maí 2022 23:39 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. 11. maí 2022 19:02
Píratar mælast stærri en Sjálfstæðismenn í borginni Píratar eru orðnir stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ef marka má nýjustu könnun Fréttablaðsins um fylgi flokka fyrir komandi borgarstjórnarkosningar á laugardag. Meirihlutiflokkarnir myndu samkvæmt könnuninni halda velli og raunar bæta við sig einum borgarfulltrúa. 10. maí 2022 07:13
Tókust á um lóðarúthlutun á landi innan flugvallargirðingar Átök urðu á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag um þá tillögu borgarstjóra að úthluta fimm þúsund fermetra lóð og byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir við Einarsnes 130. Lóðin er núna innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði á svæði sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti yfir í gær að borgin fengi ekki afhent meðan ekki væri kominn betri flugvallarkostur í stað Reykjavíkurflugvallar. 5. maí 2022 23:39