Píratar mælast stærri en Sjálfstæðismenn í borginni Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 10. maí 2022 07:13 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna, mættust í Pallborðinu á Vísi í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Píratar eru orðnir stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ef marka má nýjustu könnun Fréttablaðsins um fylgi flokka fyrir komandi borgarstjórnarkosningar á laugardag. Meirihlutiflokkarnir myndu samkvæmt könnuninni halda velli og raunar bæta við sig einum borgarfulltrúa. Í þessari könnun, sem Prósent gerði fyrir blaðið, er Samfylkingin langstærsti flokkur borgarinnar og fengi tæp 27 prósent atkvæða og sjö borgarfulltrúa kjörna. Þar á eftir koma Píratar með tæp átján prósent, meira en tíu prósentum meira en í síðustu kosningum og fengju fjóra fulltrúa en hafa tvo í dag. Þvínæst kemur Sjálfstæðisflokkurinn með rúm sextán prósent atkvæða en flokkurinn fékk rúm 30 prósent síðast. Þetta þýðir að hann myndi missa fjóra af sínum átta fulltrúum í borgarstjórn. Í grafinu hér neðan má fletta í gegnum niðurstöðu síðustu skoðanakannana í borginni. Framsóknarflokkurinn næði inn þremur mönnum eins og raunin hefur verið í undanförnum könnunum en flokkurinn hefur engan í dag og Sósíalistar myndu ná tveimur fulltrúum inn. Viðreisn myndi missa annan sinna fulltrúa og VG héldu sínum eina. Flokkur fólksins heldur einnig sínum eina fulltrúa en aðrir flokkar, þar á meðal Miðflokkurinn mælast ekki með menn inni. Í Fréttablaðinu segir einnig frá því hvernig fylgi skiptist milli hverfa og má sjá að Samfylkingin fengi 42 prósent fylgi í miðborginni og 36 prósent í Vesturbænum. Píratar eru sterkastir í póstnúmeri 109 þar sem þeir mælast með 27 prósent. Sjálfstæðismenn mælast stærstir í Árbæ og Grafarvogi, um 27 og 25 prósenta fylgi. Nánar má lesa um könnunina í frétt Fréttablaðsins. Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Samfylkingin Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Í þessari könnun, sem Prósent gerði fyrir blaðið, er Samfylkingin langstærsti flokkur borgarinnar og fengi tæp 27 prósent atkvæða og sjö borgarfulltrúa kjörna. Þar á eftir koma Píratar með tæp átján prósent, meira en tíu prósentum meira en í síðustu kosningum og fengju fjóra fulltrúa en hafa tvo í dag. Þvínæst kemur Sjálfstæðisflokkurinn með rúm sextán prósent atkvæða en flokkurinn fékk rúm 30 prósent síðast. Þetta þýðir að hann myndi missa fjóra af sínum átta fulltrúum í borgarstjórn. Í grafinu hér neðan má fletta í gegnum niðurstöðu síðustu skoðanakannana í borginni. Framsóknarflokkurinn næði inn þremur mönnum eins og raunin hefur verið í undanförnum könnunum en flokkurinn hefur engan í dag og Sósíalistar myndu ná tveimur fulltrúum inn. Viðreisn myndi missa annan sinna fulltrúa og VG héldu sínum eina. Flokkur fólksins heldur einnig sínum eina fulltrúa en aðrir flokkar, þar á meðal Miðflokkurinn mælast ekki með menn inni. Í Fréttablaðinu segir einnig frá því hvernig fylgi skiptist milli hverfa og má sjá að Samfylkingin fengi 42 prósent fylgi í miðborginni og 36 prósent í Vesturbænum. Píratar eru sterkastir í póstnúmeri 109 þar sem þeir mælast með 27 prósent. Sjálfstæðismenn mælast stærstir í Árbæ og Grafarvogi, um 27 og 25 prósenta fylgi. Nánar má lesa um könnunina í frétt Fréttablaðsins.
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Samfylkingin Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira