Erlent

Ríkis­sak­sóknari Dan­merkur vill á­kæra fyrr­verandi varnar­mála­ráð­herra

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 74 ára Claus Hjort Fredriksen var varnarmálaráðherra Danmerkur á árunum 2016 til 2019.
Hinn 74 ára Claus Hjort Fredriksen var varnarmálaráðherra Danmerkur á árunum 2016 til 2019. EPA

Ríkissaksóknari Danmerkur vill að varnarmálaráðherrann fyrrverandi, Claus Hjort Frederiksen, verði ákærður fyrir að hafa deilt upplýsingum sem varða þjóðaröryggi til fjölmiðla og þar með gerst sekur um landráð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá danska dómsmálaráðuneytinu þar sem segir að embætti ríkissaksóknara hafi nú skilað áliti sínu til ráðuneytisins. Danska þingið mun nú þurfa að taka afstöðu til þess hvort Hjort Frederiksen verði ákærður í málinu.

Í frétt DR segir að dómsmálaráðherrann Mattias Tesfaye muni nú bjóða fulltrúm þingflokka á fund til að ræða ferlið við að svipta ráðherranum friðhelgi.

Lögmaður Hjort Frederiksen segir skjólstæðing sinn neita sök í málinu. Verði Fredriksen fundinn sekur á yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi, en brotin falla í lögum undir kafla sem kallast „landráð“.

Árið 2020 staðfesti Frederiksen í viðtali við Weekendavisen og fleiri fjölmiðla að leyniþjónusta danska hersins, FE, hafi unnið saman með bandarísku þjóðaröryggisstofnuninni, NSA, að njósnum í gegnum ljósleiðara.

Hinn 74 ára Claus Hjort Fredriksen var varnarmálaráðherra Danmerkur á árunum 2016 til 2019. Hann var sömuleiðis fjármálaráðherra á árunum 2009 til 2011 og aftur frá 2015 til 2016.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×