Aðlögunartímabilið varð að draumatímabili Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2022 09:00 Sveindís Jane Jónsdóttir með þýska meistarabikarinn ásamt samherjum sínum Jill Roord, Rebecku Blomquist og Kathrin Hendrich. getty/Karina Hessland-Wissel Sveindís Jane Jónsdóttir er að vonum í skýjunum hvernig fyrsta tímabil hennar hjá þýska stórliðinu Wolfsburg hefur gengið. Hún vonaðist til að fá að spila með Wolfsburg en segir að hlutverk sitt hafi verið talsvert stærra en hún bjóst við. Sveindís skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn með 1-10 sigri á Carl Zeiss Jena á sunnudaginn. Og á þriðjudaginn skrifaði hún svo undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Wolfsburg. „Þessi leikur var geggjaður, mjög gott að ná svona mörgum mörkum og tryggja titilinn. Það var líka mjög gaman að skora í þessum leik,“ sagði Sveindís í samtali við Vísi. Þótt Wolfsburg hafi tryggt sér titilinn formlega um helgina steig liðið stærsta skrefið í átt að því með 6-0 stórsigri á helstu keppinautunum í Bayern München 3. apríl. „Alveg hundrað prósent. Við tryggðum okkur eiginlega titilinn í þeim leik. Við þurftum auðvitað nánast að vinna rest en við vorum ekki að fara að tapa neinum leik þarna á milli,“ sagði Sveindís. Féll allt með okkur „Ég gef þeim það að það voru margar sem fengu covid hjá þeim og voru nýkomnar til baka. Svo spiluðum þær líka við Paris Saint-Germain áður og sá leikur fór í framlengingu. Þetta var samt geggjaður leikur hjá okkur. Það féll allt með okkur. Þær voru alveg inni í leiknum meðan staðan var 2-0 en um leið og við komumst í 3-0 var þetta okkar leikur.“ Sveindís hefur leikið fjórtán leiki fyrir Wolfsburg í öllum keppnum á tímabilinu.getty/Karina Hessland Wolfsburg á enn möguleika á að vinna tvöfalt en þann 28. maí mætir liðið Turbine Potsdam í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar. „Við ætlum að gera allt til að fá þennan bikar og vonandi gengur það upp,“ sagði Sveindís. Held þeir hafi verið svona ánægðir með mig Sem fyrr sagði skrifaði hún undir nýjan samning við Wolfsburg á þriðjudaginn. Ekki var um að ræða framlengingarákvæði í gamla samningnum heldur vildu forráðamenn Wolfsburg bara tryggja sér krafta Sveindísar lengur. „Ég held að þeir hafi verið svona ánægðir með mig. Ég vona það allavega. Ég er mjög ánægð að fá auka ár. Við erum með geggjað þjálfarateymi og stelpurnar eru líka frábærar,“ sagði Sveindís. Keflvíkingurinn lék á láni hjá Kristianstad í Svíþjóð á síðasta tímabili en sneri svo aftur til Wolfsburg og byrjaði að spila með liðinu í byrjun þessa árs og hefur komið eins og stormsveipur inn í það. Skilur enn lítið í þýskunni „Ég kom í desember en var ekki komin með leikheimild. Þá æfði ég bara og var að kynnast aðstæðum og stelpunum. Þetta hefur gerst mjög hratt síðan þá. Það hafa allir tekið vel á móti mér,“ sagði Sveindís á þó enn eftir að ná tökum á tungumálinu. „Ég er enn að reyna að komast inn í þýskuna en það kemur með tímanum. Ég skil enn voða lítið. Ég er nýbyrjuð í þýskutímum. Það gengur allt í lagi en hægt. Ég læri nokkur ný orð á hverjum degi.“ Wolfsburg mætir Bayer Leverkusen í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.getty/Karina Hessland Sveindís viðurkennir að hafa ekki átt von á að fá jafn stórt hlutverk á þessu tímabili og raunin hefur verið. „Kannski ekki svona stórt, svona fljótt. Markmiðið var alltaf að fá að spila en ég hugsaði þetta sem aðlögunartímabil, til að koma mér inn í hlutina og bæta mig. En þetta hefur gerst mjög fljótt. Ég hef bætt mig, komist inn í hlutina og spilað. Það er flott að þetta gerist á sama tíma. Það er gott að fá traustið og finna að ég eigi alveg möguleika í þessu liði,“ sagði Sveindís. Frábær upplifun en skelfileg úrslit Wolfsburg komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið mætti óárennilegu liði Barcelona. Uppselt var á fyrri leikinn sem fór fram á hinum sögufræga Nývangi í Barcelona. Úrslitin voru slæm fyrir Wolfsburg sem tapaði 6-0. „Þetta var klikkuð upplifun en ef ég hugsa til baka hugsa ég strax um úrslitin sem voru skelfileg. Ég er samt ánægð að hafa fengið að spila þennan leik,“ sagði Sveindís. Sveindís í leiknum gegn Barcelona á Nývangi.getty/David Ramos Wolfsburg vann seinni leikinn á heimavelli, 2-0, en það er eina tap Barcelona á tímabilinu. „Það hefði verið gott ef það hefði dugað okkur en við skitum upp á bak í fyrri leiknum. Það gerði voða lítið fyrir okkur nema að vinna Barcelona sem engir gera,“ sagði Sveindís. Engin gífuryrði eru að segja að Börsungar séu með besta lið heims enda hefur það unnið 42 af 43 leikjum sínum á tímabilinu með markatölunni 208-18. „Þær eru með heimsklassa leikmenn í öllum stöðum. Þetta er klikkað gott lið, vel skipulagt og það má liggur við ekki taka fleiri en tvær snertingar í uppspilinu hjá þeim. Þetta er hraður bolti og þær eru litlar og snöggar inni á miðjunni. Þær eru langbesta lið heims núna,“ sagði Sveindís að lokum. Þýski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Sveindís skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn með 1-10 sigri á Carl Zeiss Jena á sunnudaginn. Og á þriðjudaginn skrifaði hún svo undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Wolfsburg. „Þessi leikur var geggjaður, mjög gott að ná svona mörgum mörkum og tryggja titilinn. Það var líka mjög gaman að skora í þessum leik,“ sagði Sveindís í samtali við Vísi. Þótt Wolfsburg hafi tryggt sér titilinn formlega um helgina steig liðið stærsta skrefið í átt að því með 6-0 stórsigri á helstu keppinautunum í Bayern München 3. apríl. „Alveg hundrað prósent. Við tryggðum okkur eiginlega titilinn í þeim leik. Við þurftum auðvitað nánast að vinna rest en við vorum ekki að fara að tapa neinum leik þarna á milli,“ sagði Sveindís. Féll allt með okkur „Ég gef þeim það að það voru margar sem fengu covid hjá þeim og voru nýkomnar til baka. Svo spiluðum þær líka við Paris Saint-Germain áður og sá leikur fór í framlengingu. Þetta var samt geggjaður leikur hjá okkur. Það féll allt með okkur. Þær voru alveg inni í leiknum meðan staðan var 2-0 en um leið og við komumst í 3-0 var þetta okkar leikur.“ Sveindís hefur leikið fjórtán leiki fyrir Wolfsburg í öllum keppnum á tímabilinu.getty/Karina Hessland Wolfsburg á enn möguleika á að vinna tvöfalt en þann 28. maí mætir liðið Turbine Potsdam í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar. „Við ætlum að gera allt til að fá þennan bikar og vonandi gengur það upp,“ sagði Sveindís. Held þeir hafi verið svona ánægðir með mig Sem fyrr sagði skrifaði hún undir nýjan samning við Wolfsburg á þriðjudaginn. Ekki var um að ræða framlengingarákvæði í gamla samningnum heldur vildu forráðamenn Wolfsburg bara tryggja sér krafta Sveindísar lengur. „Ég held að þeir hafi verið svona ánægðir með mig. Ég vona það allavega. Ég er mjög ánægð að fá auka ár. Við erum með geggjað þjálfarateymi og stelpurnar eru líka frábærar,“ sagði Sveindís. Keflvíkingurinn lék á láni hjá Kristianstad í Svíþjóð á síðasta tímabili en sneri svo aftur til Wolfsburg og byrjaði að spila með liðinu í byrjun þessa árs og hefur komið eins og stormsveipur inn í það. Skilur enn lítið í þýskunni „Ég kom í desember en var ekki komin með leikheimild. Þá æfði ég bara og var að kynnast aðstæðum og stelpunum. Þetta hefur gerst mjög hratt síðan þá. Það hafa allir tekið vel á móti mér,“ sagði Sveindís á þó enn eftir að ná tökum á tungumálinu. „Ég er enn að reyna að komast inn í þýskuna en það kemur með tímanum. Ég skil enn voða lítið. Ég er nýbyrjuð í þýskutímum. Það gengur allt í lagi en hægt. Ég læri nokkur ný orð á hverjum degi.“ Wolfsburg mætir Bayer Leverkusen í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.getty/Karina Hessland Sveindís viðurkennir að hafa ekki átt von á að fá jafn stórt hlutverk á þessu tímabili og raunin hefur verið. „Kannski ekki svona stórt, svona fljótt. Markmiðið var alltaf að fá að spila en ég hugsaði þetta sem aðlögunartímabil, til að koma mér inn í hlutina og bæta mig. En þetta hefur gerst mjög fljótt. Ég hef bætt mig, komist inn í hlutina og spilað. Það er flott að þetta gerist á sama tíma. Það er gott að fá traustið og finna að ég eigi alveg möguleika í þessu liði,“ sagði Sveindís. Frábær upplifun en skelfileg úrslit Wolfsburg komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið mætti óárennilegu liði Barcelona. Uppselt var á fyrri leikinn sem fór fram á hinum sögufræga Nývangi í Barcelona. Úrslitin voru slæm fyrir Wolfsburg sem tapaði 6-0. „Þetta var klikkuð upplifun en ef ég hugsa til baka hugsa ég strax um úrslitin sem voru skelfileg. Ég er samt ánægð að hafa fengið að spila þennan leik,“ sagði Sveindís. Sveindís í leiknum gegn Barcelona á Nývangi.getty/David Ramos Wolfsburg vann seinni leikinn á heimavelli, 2-0, en það er eina tap Barcelona á tímabilinu. „Það hefði verið gott ef það hefði dugað okkur en við skitum upp á bak í fyrri leiknum. Það gerði voða lítið fyrir okkur nema að vinna Barcelona sem engir gera,“ sagði Sveindís. Engin gífuryrði eru að segja að Börsungar séu með besta lið heims enda hefur það unnið 42 af 43 leikjum sínum á tímabilinu með markatölunni 208-18. „Þær eru með heimsklassa leikmenn í öllum stöðum. Þetta er klikkað gott lið, vel skipulagt og það má liggur við ekki taka fleiri en tvær snertingar í uppspilinu hjá þeim. Þetta er hraður bolti og þær eru litlar og snöggar inni á miðjunni. Þær eru langbesta lið heims núna,“ sagði Sveindís að lokum.
Þýski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira