Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld. Vísir/Vilhelm

Í fréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að starfsmaður Hjalteyrarhjónanna sem ráku leikskóla í Garðabæ lýsir tveimur atvikum frá árinu 2007 þar sem þau hafi beitt börn ofbeldi. Þá telja foreldri og einstaklingur sem var hjá þeim í vistun að börnunum þar hafi verið byrlað ólyfjan svo þau svæfu.

Ekkert eftirlit er með óhefðbundnum heilunar- og sjálfshjálparaðferðum hér á landi og lítið gert nema þolendur verði fyrir alvarlegum lögbrotum. Kona sem hefur ítrekað orðið fyrir ofbeldi og misbeitingu í andlega heiminum gagnrýnir þetta og kallar eftir vettvangi til að tilkynna brot.

Kona sem er nýkomin heim úr kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi telur að hún hefði ekki lifað af áralanga bið eftir aðgerðinni á Íslandi. Hún vill að aðgerðirnar verði flokkaðar sem lífsnauðsynlegar en á þriðja tug transkvenna eru nú á biðlista hér heima.

Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir mikla ásókn í lóðir og því sé verið að kanna möguleika á að fjarlægja hluta af hrauni við hafnarsvæðið og byggja þar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðlagasjóðs segir of marga vankanta á hugmyndinni. Afar skiptar skoðanir virðast vera um málið í bænum.

Og við verðum í sjálfstöðu í beinni frá Júróvisjón.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×