Innlent

Þjóð­vegur 1 lokaður eftir bíl­slys undir Eyja­fjöllum

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynning barst lögreglunni á Suðurlandi klukkan 11:08.
Tilkynning barst lögreglunni á Suðurlandi klukkan 11:08. Vísir/Vilhelm

Þjóðvegur 1 er nú lokaður undir Eyjafjöllum eftir að fólksbíll hafnaði utan vegar skammt vestan Efra Bakkakots. Verið er að flytja ökumanninn á sjúkrahús.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar á Suðurlandi. Þar segir að tilkynnt hafi verið um slysið klukkan 11:08 í morgun og viðbragðsaðilar þá strax kallaðir til, annarsvegar frá Vík og hins vegar úr vestri. Sérstaklega er tekið fram að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi ekki reynst tiltæk í flutninginn.

„Rannsóknarlögreglumenn og rannsóknarnefnd samgönguslysa eru nú við vinnu á vettvangi. Vegurinn er lokaður en hjáleið um Raufarfellsveg og búast má við að vettvangsvinna taki einhvern tíma,“ segir í færslunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×