Erlent

Strokufanginn í gæsluvarðhald eftir eftirför

Bjarki Sigurðsson skrifar
Lögregla handtók Casey og Vicky White í kvöld eftir eftirför.
Lögregla handtók Casey og Vicky White í kvöld eftir eftirför. AP

Strokufanginn Casey White, sem slapp úr fangelsi með aðstoð fangavarðarins Vicky White, er nú kominn í gæsluvarðhald. Vicky var lögð inn á spítala eftir að þau náðust vegna skotsára.

CNN greinir frá þessu. Þrátt fyrir sameiginlegt eftirnafn eru Casey og Vicky ekkert skyld. Casey sat inni í fangelsi í Alabama þar sem Vicky vann, en hann var grunaður um að hafa stungið konu til bana árið 2020.

Rannsakendur telja að þau hafi átt í nánu sambandi en Vicky laug því að hún ætlaði með Casey í geðrannsókn þegar hún yfirgaf fangelsið með hann.

Í myndbandi sem lögregluyfirvöld birtu af flóttanum má sjá Vicky fylgja Casey út í lögreglubíl.

Í dag barst lögreglu ábending um að sést hefði verið til Casey á bílaþvottastöð í Indiana-fylki. Seinna í kvöld fundust þau á hóteli í fylkinu.

Þá hófst bílaeftirför sem endaði með því að skötuhjúin náðust. Lögregla þurfti ekki að beita skotvopnum og því er talið að Vicky hafi skotið sig sjálfa.

Þau verða bæði send til Alabama þar sem þau verða ákærð fyrir flóttann. Vicky verður einnig ákærð fyrir skjalafals og auðkennisþjófnað en hún hafði keypt bíl nokkrum dögum fyrir flóttann með fölsuðum skilríkjum.


Tengdar fréttir

Birtu myndband af flótta grunaðs morðingja

Yfirvöld í Alabama í Bandaríkjunum hafa birt myndband sem sýnir hvernig fangavörður hjálpaði fanga sem er grunaður um morð að sleppa úr fangelsi fyrir helgi. Talið er að þau hafi verið í nánu sambandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×