Kristján: Verðum að rétta okkur af snarlega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2022 22:45 Kristjáni Guðmundssyni fannst full mikið hik á Stjörnuliðinu sínu gegn Breiðabliki. vísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, fór ekkert í grafgötur með að hann var ósáttur við frammistöðu síns liðs gegn Breiðabliki í kvöld. Blikar unnu leikinn, 3-0. „Við vorum mjög hikandi í okkar leik, alveg frá byrjun. Við vorum langt frá þeim í vörninni og náðum aldrei setja pressu á þær neins staðar á vellinum. Það misheppnaðist algjörlega. Við náðum svo sem að halda þessu í þokkalegu jafnvægi en þegar við vorum með boltann vorum við að senda stanslaust fram fyrir leikmenn, aldrei í fætur og náðum aldrei að byggja upp sóknir,“ sagði Kristján við Vísi eftir leikinn á Kópavogsvelli. „Það var bara hik á okkur í því sem við vorum að gera. Og þegar við vorum í varnarleiknum var eiginlega bara fum og fát. Ég held þær hafi alveg svitnað en þær spiluðu mjög vel á okkur. Við vorum alls ekki á okkar degi.“ Kristján hefði viljað sjá betri blöndu af áræðni og öryggi hjá sínu liði í leiknum. „Það vantaði þessa ró í varnarleikinn, bara að verjast og sparka boltanum í burtu þegar þess þurfti og halda honum þegar það þurfti að hlaupa með hann út úr teignum. Svo líka ró í uppspilinu. Hún var ekki fyrir hendi,“ sagði Kristján. „Svo voru ýmsir litlir hlutir sem við vorum búin að undirbúa en framkvæmdum ekki. Maður sá að þegar ákveðnir punktar eins og föst leikatriði eru ekki útfærð á þann hátt sem við vorum búin að undirbúa sér maður að liðið er ekki að virka.“ Stjarnan er með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Bestu deildinni. Kristján segir það viðunandi en vill sjá betri frammistöðu í næsta leik. „Hálft mótið er eiginlega bara núna í einum spretti en þetta er allt í lagi. Ég hefði viljað fá betri frammistöðu í dag en við verðum að rétta okkur af all snarlega því það eru nóg af leikjum. Og ég geri ráð fyrir að liðið geri það því það býr miklu meira í því en við sýndum núna,“ sagði Kristján að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fleiri fréttir Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
„Við vorum mjög hikandi í okkar leik, alveg frá byrjun. Við vorum langt frá þeim í vörninni og náðum aldrei setja pressu á þær neins staðar á vellinum. Það misheppnaðist algjörlega. Við náðum svo sem að halda þessu í þokkalegu jafnvægi en þegar við vorum með boltann vorum við að senda stanslaust fram fyrir leikmenn, aldrei í fætur og náðum aldrei að byggja upp sóknir,“ sagði Kristján við Vísi eftir leikinn á Kópavogsvelli. „Það var bara hik á okkur í því sem við vorum að gera. Og þegar við vorum í varnarleiknum var eiginlega bara fum og fát. Ég held þær hafi alveg svitnað en þær spiluðu mjög vel á okkur. Við vorum alls ekki á okkar degi.“ Kristján hefði viljað sjá betri blöndu af áræðni og öryggi hjá sínu liði í leiknum. „Það vantaði þessa ró í varnarleikinn, bara að verjast og sparka boltanum í burtu þegar þess þurfti og halda honum þegar það þurfti að hlaupa með hann út úr teignum. Svo líka ró í uppspilinu. Hún var ekki fyrir hendi,“ sagði Kristján. „Svo voru ýmsir litlir hlutir sem við vorum búin að undirbúa en framkvæmdum ekki. Maður sá að þegar ákveðnir punktar eins og föst leikatriði eru ekki útfærð á þann hátt sem við vorum búin að undirbúa sér maður að liðið er ekki að virka.“ Stjarnan er með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Bestu deildinni. Kristján segir það viðunandi en vill sjá betri frammistöðu í næsta leik. „Hálft mótið er eiginlega bara núna í einum spretti en þetta er allt í lagi. Ég hefði viljað fá betri frammistöðu í dag en við verðum að rétta okkur af all snarlega því það eru nóg af leikjum. Og ég geri ráð fyrir að liðið geri það því það býr miklu meira í því en við sýndum núna,“ sagði Kristján að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fleiri fréttir Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira