Forseti Íslands heimsækir Færeyjar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2022 16:43 Guðni Th. Jóhannesson er búinn að jafna sig á Covid-19 smiti sínu og farinn á ferð og flug. Vísir/Egill Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heldur í kvöld til Færeyja vegna opinberrar heimsóknar dagana 10. og 11. maí. Heimsóknin hefst á morgun þriðjudag í Þinganesi í Þórshöfn þar sem forseti fundar með lögmanni Færeyja, Bárði á Steig Nielsen. Þaðan liggur leiðin til Eiðis á Austurey þar sem forseti heimsækir Sigrúnu Gunnarsdóttur myndlistarkonu sem tekur á móti honum í stúdíói sínu og segir frá list sinni. Þá verður haldið til Syðrigötu, þar sem forseti hittir arkitektinn Ósbjørn Jacobsen, aðalarkitekt tónlistarhússins Hörpu í Reykjavík. Loks verður ekið til Glyvrar á Austurey, þar sem forseti á hádegisverðarfund með bæjarstjóra Rúnavíkur, Torbjørn Jacobsen. Á leið aftur til Þórshafnar verður numið staðar í stærsta samgöngumannvirki Færeyja, neðansjávargöngunum milli Straumeyjar og Austureyjar. Þar taka á móti forseta Brandur Patursson myndlistarmaður og Teitur Samuelsen, forstjóri verktakafyrirtækisins P/F Eystur- og Sandoyartunlar, og segja þeir forseta frá gerð ganganna og listaverkinu sem þau prýðir. Síðdegis á þriðjudag á forseti fund í sendiráðsbústað Íslands í Þórshöfn með hópi Færeyinga sem komu að frækinni björgunaraðgerð eftir flugslysið í Mykinesi 26. september 1970. Þá brotlenti vél Flugfélags Íslands með þeim afleiðingum að átta manns létust en 26 var bjargað. Þess verður minnst að rúm 50 ár eru nú liðin frá atburðinum. Að þeirri athöfn lokinni flytur forseti fyrirlestur við Fróðskaparsetur Færeyja, háskólann í Þórshöfn, með yfirskriftinni „Nationalism in Turbulent Times: Lessons for Small Nations in the North Atlantic“. Miðvikudaginn 11. maí á forseti fund með borgarstjóra Þórshafnar, Heðin Mortensen, í ráðhúsinu. Að þeim fundi loknum flýgur forseti til Mykiness þar sem gengið verður á fjallið Knúk að minnisvarða sem reistur hefur verið um flugslysið og björgunina. Þá býður bæjarstjórinn í Mykinesi til hádegisverðar en síðdegis heldur forseti loks að Vágum og flýgur þaðan til Keflavíkur. Forseti Íslands Íslendingar erlendis Færeyjar Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Þaðan liggur leiðin til Eiðis á Austurey þar sem forseti heimsækir Sigrúnu Gunnarsdóttur myndlistarkonu sem tekur á móti honum í stúdíói sínu og segir frá list sinni. Þá verður haldið til Syðrigötu, þar sem forseti hittir arkitektinn Ósbjørn Jacobsen, aðalarkitekt tónlistarhússins Hörpu í Reykjavík. Loks verður ekið til Glyvrar á Austurey, þar sem forseti á hádegisverðarfund með bæjarstjóra Rúnavíkur, Torbjørn Jacobsen. Á leið aftur til Þórshafnar verður numið staðar í stærsta samgöngumannvirki Færeyja, neðansjávargöngunum milli Straumeyjar og Austureyjar. Þar taka á móti forseta Brandur Patursson myndlistarmaður og Teitur Samuelsen, forstjóri verktakafyrirtækisins P/F Eystur- og Sandoyartunlar, og segja þeir forseta frá gerð ganganna og listaverkinu sem þau prýðir. Síðdegis á þriðjudag á forseti fund í sendiráðsbústað Íslands í Þórshöfn með hópi Færeyinga sem komu að frækinni björgunaraðgerð eftir flugslysið í Mykinesi 26. september 1970. Þá brotlenti vél Flugfélags Íslands með þeim afleiðingum að átta manns létust en 26 var bjargað. Þess verður minnst að rúm 50 ár eru nú liðin frá atburðinum. Að þeirri athöfn lokinni flytur forseti fyrirlestur við Fróðskaparsetur Færeyja, háskólann í Þórshöfn, með yfirskriftinni „Nationalism in Turbulent Times: Lessons for Small Nations in the North Atlantic“. Miðvikudaginn 11. maí á forseti fund með borgarstjóra Þórshafnar, Heðin Mortensen, í ráðhúsinu. Að þeim fundi loknum flýgur forseti til Mykiness þar sem gengið verður á fjallið Knúk að minnisvarða sem reistur hefur verið um flugslysið og björgunina. Þá býður bæjarstjórinn í Mykinesi til hádegisverðar en síðdegis heldur forseti loks að Vágum og flýgur þaðan til Keflavíkur.
Forseti Íslands Íslendingar erlendis Færeyjar Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira